Fréttablaðið - 15.04.2014, Side 4

Fréttablaðið - 15.04.2014, Side 4
15. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 34 prósentum fleiri fyrirtæki eða félög störfuðu við hugbúnaðargerð árið 2013 en árið 2008. Árið 2013 voru þau 576 en fimm árum áður voru þau 440 talsins. UMHVERFISMÁL Samtök ferðaþjón- ustunnar (SAF) hvetja verkefnis- stjórn rammaáætlunar til að taka ekkert þeirra svæða sem nú eru í verndarflokki til endurskoðunar í 3. áfanga rammaáætlunar. Það að svæði hafi verið sett í verndar- flokk á að tryggja að svæði verði ekki nýtt til orkuframleiðslu enda geti mörg þessara svæða boðið upp á mikla náttúruupplifun og upp- byggingu tengda ferðamennsku. Þetta er á meðal niðurstaðna aðalfundar SAF sem haldinn var í síðustu viku og kemur fram í ályktun. Aðalfundurinn mót- mælir jafnframt harðlega öllum til raunum orkufyrirtækja og opinberra stofnana, þ.m.t. Orku- stofnunar og umhverfis- og auð- lindaráðuneytisins, til að fá verk- efnisstjórnina til að taka upp svæði í verndarflokk og meta á nýjan leik. Samtökin telja að „með framferði sínu hafa þessir aðilar að engu áralangar tilraunir til að eyða óvissu um afdrif fjölmargra náttúruperla og sátt um vernd þeirra gegn orkunýtingu“. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að kjarninn í ályktun SAF sé að ferðaþjónustan er að vekja athygli á mikilvægi almennrar náttúru- verndar, bæði fyrir þjóðina en ekki síður ferðaþjónustuna sem atvinnugrein. Grímur segir mjög halla á ferðaþjónustuna í opinberri umræðu sem sé ekki í neinu sam- hengi við mikilvægi hennar fyrir þjóðina sem stærstu gjaldeyris- skapandi atvinnugreinar landsins. „Það að láta sér detta í hug að hefja orkuvinnslu í Kerlingar- fjöllum og á Torfajökuls svæðinu í þessu samhengi kemur ekki til greina að okkar mati,“ segir Grímur og hnykkir á því að í til- lögum um virkjanakosti sem bárust verkefnisstjórninni sé verið að fjalla um fjöregg ferðaþjón- ustunnar þegar til framtíðar er litið. „Langflestir ferðamenn koma til Íslands vegna náttúru lands- ins, fyrst og síðast. Náttúran er sú vara sem við erum að selja umfram annað. Það er alltaf talað um nýtingu í samhengi við orku og iðnað, en nýting felst í fleiru en þessu og það verður að horfa á nýtingarmöguleika þjóðarinnar á auð lindum sínum í samhengi við þróun síðustu ára og fram- tíðarhorfur ferðaþjón ustunnar. Kannski hefur vöxtur ferðaþjón- ustunnar verið svo hraður að menn hafa ekki kveikt á þeim nýju hagsmunum sem komnir eru til sögunnar,“ segir Grímur. svavar@frettabladid.is Svæði í verndarflokki verði látin vera af stjórnvöldum Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla tilraunum stjórnvalda og orkufyrirtækja til að fá svæði í verndarflokki endurmetin í 3. áfanga rammaáætlunar. Verkefnisstjórn er hvött til að virða tillögur um endurmat að vettugi. VIÐSKIPTI Elisabeth Aspaker, sjávar- útvegsráðherra Noregs, vonast til þess að ný tækni sem íslenska hátæknifyrirtækið Valka hefur þróað geti orðið veigamikill þáttur í að gera þorskvinnslu í Noregi jafn mikilvæga og vinnslu á laxi þar í landi. Þetta kom fram í heimsókn ráð- herrans til Gryllefjord Seafood og sagt hefur verið frá í norskum fjölmiðlum. Fyrirtækið hefur fest kaup á nýju vinnslukerfi fyrir hvít- fisk frá Völku, sem var stofnað af Helga Hjálmarssyni, sem er einnig framkvæmdastjóri. „Það er ánægjulegt hvað við- brögðin hafa verið jákvæð og þetta mun hjálpa okkur við markaðs starfið í Noregi,“ segir Helgi, aðspurður. „Við vorum að stofna dótturfélag í Noregi og þetta mun hjálpa okkur við að byggja það upp.“ Valka var stofnuð árið 2003 og hlaut fyrirtækið nýsköpunarverðlaun Íslands í fyrra. Fiskvinnslukerfið tekur við flökum eftir flökunarvélar og skilar tilbúnum ferskum bitum í sölupakkn- ingar eða inn á lausfrysti. Vélin er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum og hefur verið í þróun hjá fyrir- tækinu frá 2009. Fyrsta vélin var sett upp í fiskiðjuveri HB Granda í Reykjavík. Gunnar Hólm, framkvæmdastjóri Gryllefjord, segir þessa nýju tækni vera byltingu fyrir fiskvinnslu í Noregi. „Við erum sérstaklega ánægð með rekstraröryggið og svo er yfir- vigtin innan við 0,5 prósent. Á hefð- bundnum línum er hún gjarnan 3-5 prósent,“ segir Gunnar. - fb Sjávarútvegsráðherra Noregs vonast til að íslensk tækni muni efla þorskvinnslu í landinu til muna: Norðmenn binda vonir við íslenska tækni RÁÐHERRA Í HEIMSÓKN Elisabet Aspaker í heimsókn hjá Gryllefjord Seafood. Matthías Jónasson, þjón- ustustjóri Völku, sýnir henni nýja búnaðinn. MYND/AÐSEND ÁSTRALÍA Ástralskt leitarteymi býr sig undir að leita malasísku farþegaþotunnar með ómönn- uðum kafbátum. Þotunnar hefur verið leitað á sjó og úr lofti en árangurslaust. Nú eru liðnir tæpir 39 dagar síðan flugvélin hvarf. Kafbáturinn sem leitar- teymið mun notast við skimar eftir hafsbotninum og kort- leggur út frá því mjög nákvæm- lega í þrívídd. Skimunarferlið gengur hægt fyrir sig, en kaf- báturinn getur kannað rúm- lega 40 ferkílómetra stórt haf- svæði á hverjum sólarhring. Ferlið verður því hægvirkt en nákvæmt. - kóh Leitin að malasísku þotunni: Kafbátur leitar flugvélarinnar Maðurinn sem lést af slys- förum við Hrafntinnu- sker á sunnudag hét Svavar Sæmundur Tómasson. Hann var 54 ára gamall. Svavar Sæmundur lætur eftir sig eigin- konu, þrjú uppkomin börn og þrjú barnabörn. Fjölskylda Svavars vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem komu að björgunar aðgerðum við Hrafntinnusker. Lést af slysförum SVAVAR SÆMUNDUR TÓMASSON AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá SKÚRIR EÐA ÉL um landið sunnan og vestanvert í dag og á morgun en úrkomulaust að mestu norðaustan til. Á skírdag verður gott veður framan af en síðdegis gengur í hvassa sunnanátt með talsverðri úrkomu syðra. 3° 14 m/s 4° 13 m/s 6° 10 m/s 7° 8 m/s 5-10 m/s. Vaxandi S-átt síð- degis með úrkomu. Gildistími korta er um hádegi 16° 27° 10° 15° 18° 7° 12° 8° 8° 22° 13° 23° 23° 19° 13° 10° 10° 10° 6° 7 m/s 7° 9 m/s 9° 6 m/s 7° 7 m/s 6° 9 m/s 6° 10 m/s 0° 10 m/s 5° 5° 0° -1° 6° 4° 3° -3° 2° -2° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur SKÍRDAGUR Á MORGUN ÍSLENSK Fljótlegt gott& ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA KJÖTSÚPA FRÁBÆR VEIÐIFÉLAGI ■ Orkustofnun sendi þann 10. mars alls 91 virkjunarkost til umfjöllunar hjá verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar. Þar af eru 19 hugmyndir í núverandi verndarflokki. ■ Eins og Fréttablaðið greindi frá 31. mars er verkefnisstjórninni hins vegar í sjálfsvald sett hvort til endurmats virkjanakosta kemur. Úr þessu fékk verkefnis- stjórnin skorið með sérstöku lögfræðiáliti umhverfis- og auðlindaráðuneytisins frá 12. mars síðastliðnum. Í áliti ráðuneytisins um endurmat virkjanakosta er tekinn af allur vafi um að lög nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun leggja þessa ákvörðun í hendur verkefnisstjórninni óháð því hvernig virkjana- kosturinn [í verndar- og nýtingarflokki] kom inn á hennar borð að nýju. Endurmat ákvörðun verkefnisstjórnar Í KERLINGAR- FJÖLLUM Orku- stofnun biður um að Kerlingarfjöll verði metin að nýju þrátt fyrir að hafa fallið í verndarflokk í 2. áfanga ramma- áætlunar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kannski hefur vöxtur ferðaþjónust- unnar verið svo hraður að menn hafa ekki kveikt á þeim nýju hagsmunum sem komnir eru til sögunnar. Grímur Sæmundsen, formaður SAFLEIÐRÉTTING Í grein á laugardaginn um skoðana- könnun varðandi nýtt framboð hægriflokks var rangt farið með nafn Evu H. Önnudóttur stjórnmálafræðings. Einnig birtist mynd af rangri konu með greininni. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.