Fréttablaðið - 15.04.2014, Síða 16

Fréttablaðið - 15.04.2014, Síða 16
15. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 16 RÉTTARHÖLD Í LÍBÍU Yfirmenn leyniþjónustu Líbíu eru á meðal sakborninga í réttarhöldum sem nú standa yfir í Trípólí. Mennirnir eru meðal annars sakaðir um morð sem framin voru þegar stjórnvöld reyndu að berja niður upp- reisnina sem hófst í borginni Bengasí í febrúar 2011. NORDICPHOTOS/AFP HORFT ÚT UM GLUGGA Í KASMÍR Indverskur hermaður gengur fram hjá glugga í borginni Srinagar í Kasmírhéraði, rétt í þann mund sem ungur drengur lítur út um gluggann. Bæði Indland og Pakistan gera tilkall til héraðsins. VEIÐA PLAST Í INDÓNESÍU Skransafnarar veiða plasthluti upp úr ánni Citarum á vesturhluta eyjunnar Jövu í Indónesíu. Áin er sögð mengaðri en nokkur önnur á í heimi, en úr henni fá jafnframt 15 milljónir manna drykkjarvatn sitt. SÚRDEIGSBRAUÐIN BRENND Í JERÚSALEM Rétttrúaðir gyðingar brenna sýrðu brauðin sín og annan sýrðan mat á bálkesti í Jerúsalem. Þeim er bannað að hafa í fórum sínum sýrðan mat yfir páskahátíðina. HVÍLD Í AFGANISTAN Verkamenn í Kabúl hvíla sig stundarkorn eftir að hafa erfiðað við kolaburð í úthverfi höfuðborgarinnar. Flestir eru þeir frá norðurhluta landsins, hafa skilið fjölskyldur sínar eftir heima en búa allt að 20 saman í herbergi. HÆNUM SLÁTRAÐ Í JAPAN Eftir að fuglaflensuveira fannst í hænum í suðurhluta Japans skipuðu stjórnvöld svo fyrir að 112 þúsund hænsnum skyldi slátrað. Þetta fólk sá um verkið. ÁSTAND HEIMSINS 1 42 5 3 6 1 2 3 4 5 6

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.