Fréttablaðið - 15.04.2014, Qupperneq 18
15. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Grundvöllur tilvistar og starfs verka-
lýðshreyfingarinnar er auk hefðbund-
innar kjarabaráttu að berjast fyrir sam-
félagi jafnréttis og jafnra tækifæra.
Yfirskrift 1. maí 2014 endurspeglar
þessa sýn verkalýðshreyfingarinnar. En
af hverju er þessari kröfu haldið á lofti
núna?
Misskipting hefur farið vaxandi í þjóð-
félaginu á mörgum sviðum. Þessi þróun
birtist með ýmsum hætti.
Kostnaður almennings vegna lyfja og
læknisþjónustu er kominn út fyrir öll
þolmörk. Afleiðingin er ekki aðeins sú
að þessi kostnaður hefur mjög neikvæð
áhrif á fjárhag fólks heldur þurfa sífellt
fleiri að neita sér um nauðsynleg lyf og
læknisþjónustu.
Tryggt og mannsæmandi húsnæði er
ein af forsendum mannsæmandi lífs-
skilyrða. Mikill og vaxandi fjöldi fjöl-
skyldna og einstaklinga er á hrakhólum
vegna húsnæðisskorts eða þarf að sætta
sig við óásættanlegar aðstæður í hús-
næðismálum af fjárhagslegum ástæðum.
Þá er öllum almenningi og sérstaklega
ungu fólki ómögulegt að kaupa húsnæði
við núverandi aðstæður. Við þessu hefur
ASÍ brugðist með því að kynna tillögur
um nýtt húsnæðislánakerfi að danskri
fyrirmynd og nú fyrir fáeinum dögum
nákvæmlega útfærðar tillögur og kostn-
aðarmat á nýju félagslegu húsnæðiskerfi
fyrir tekjulægsta hópinn.
Tækifæri ungs fólks til að sækja sér
menntun við hæfi er mikilvæg forsenda
virkrar þátttöku á vinnumarkaði og
starfstækifæra í framtíðinni. Mennta-
kerfið svarar í dag ekki kröfum um
möguleika til náms sem svara þörfum
einstaklinga og atvinnulífs. Þá eru
sterkar vísbendingar um að hópur fólks
hafi ekki lengur efni á að senda börn sín
í skóla eftir að skyldunámi lýkur vegna
kostnaðar.
Atvinna við hæfi og þátttaka á vinnu-
markaði eru sjálfsagðar kröfur og lyk-
illinn að virkri þátttöku í samfélaginu.
Virkni og almenn atvinnuþátttaka er
jafnframt mikilvæg forsenda velferðar-
samfélagsins. Þúsundir einstaklinga eru
atvinnulausar. Þetta á ekki síst við um
mikinn fjölda ungmenna sem aldrei hafa
náð að festa sig í sessi á vinnumarkaði.
Við viljum ekki þessa þróun. Við
viljum ekki svona samfélag. Verkalýðs-
hreyfingin vill byggja upp réttlátt þjóð-
félag. Samfélag þar sem allir fá að njóta
sín og tækifæri til að blómstra, óháð
efnahag.
Samfélag fyrir alla – 1. maí 2014
JAFNRÉTTI
Gylfi
Arnbjörnsson
forseti ASÍ
Gleðigengið
Benedikt Jóhannesson, einn af tals-
mönnum meints klofningsframboðs
frá Sjálfstæðisflokknum, ritar grein
í gær þar sem hann svarar ráðherr-
anum fyrrverandi Birni Bjarnasyni.
Björn hafði skrifað pistilinn
„Óánægðir sjálfstæðismenn standa
ekki að óánægjuframboði“. Undir
lok pistils síns skrifar Björn meðal
annars að andrúmsloftið innan Sjálf-
stæðisflokksins verði ánægjulegra
ef óánægjuraddir ESB-aðildarsinna
þagna þar. Benedikt segir Björn
þarna hitta naglann á höfuðið,
því það sé altalað í flokknum
hve einkar glaðlegt andrúmsloft
sé alltaf í kringum hann og
félaga hans á lands-
fundum sem annars
staðar.
Náttúrutröðkun
Landeigendum á Geysi er óheimilt
að rukka ferðamenn um 600 krónur
fyrir aðgang að svæðinu samkvæmt
dómsniðurstöðu frá því í gær. Tals-
maður þeirra var skiljanlega ósáttur í
gær og sagði litla náttúruvernd fólgna
í því að traðka niður svona lítið svæði
hömlulaust. Ugglaust eru margir
sáttir við þá niðurstöðu að aðgangur
að íslenskri náttúru sé ókeypis. Því er
hins vegar ekki að neita að hirðuleysi
ríkisins í þessum efnum
undanfarna áratugi er
vægast sagt ámælisvert
og ótrúlegt að ástandið
sé orðið eins og raun ber
vitni á Geysi– sem og
mörgum öðrum nátt-
úruperlum, í eigu
ríkisins eða ekki.
Ókeypis náttúruspjöll
Útspil ráðherra ferðamála, Ragn-
heiðar Elínar Árnadóttur, er smávægi-
legur plástur á sárið, en hún hyggst
leggja til aukafjárveitingu til upp-
byggingar ferðamannastaða í sumar.
Óljóst er hvaða staðir fá fjárveitingu
og einnig hversu háar fjárhæðir.
Ragnheiði til varnar þá tekur hún við
embætti í óviðunandi stöðu vegna
sinnuleysis forvera hennar, fyrir
mýmarga ferðamannastaði, þar sem
unnin hefur verið sjálfboðavinna
og margir borgað með sér við
að passa að náttúran einfald-
lega eyðileggist ekki til fram-
búðar. En við getum allavega
haldið áfram að níðast á
náttúrunni eins og við
viljum. Og það ókeypis.
fanney@frettabladid.is
ht.is
SELFOSS • REYKJANESBÆR • AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • REYKJAVÍK
Nikon School
námskeið fylgir!
24,2 Megapixla
C-MOS myndflaga
Nikon D3200KIT1855VR
Stafræn SLR myndavél með 24,2 milljón punkta
upplausn, 24,2 mm CMOS flögu á DX-sniði,
EXPEED 3, ISO 100-6400 (fer í 12800), 3” LCD
skjá, Active D-Lighting, D-Movie FHD hreyfimynd,
umhverfis- og brellustillingum, hraðri raðmyndatöku,
tvöföldu rykhreinsikerfi, HDMI C út ofl.
VR LINSA MEÐ HRISTIVÖRN
STAFRÆN SLR MYNDAVÉL
TILBOÐ
FULLT VERÐ 109.995
99.995
NIKON FERMINGARTILBOÐ
Þráðlaust farsímatengi
að verðmæti 11.990 fylgir!
Nú með nýrri
og léttari
linsu!
Í
umræðum um samgönguáætlun á Alþingi í síðustu viku
endurtók Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra
það sem hún hefur áður sagt, að hún vilji kanna hvernig
einkaaðilar geti komið að fjármögnun stórra samgöngufram-
kvæmda.
Í gær var svo sagt frá því að ráðherrann hefði skipað stýrihóp
til að skoða málið. Í tilkynningu ráðuneytisins er bent á það sem
blasir við öllum; að um leið og
minna fé hefur verið veitt til
stofnframkvæmda í vegakerfinu
undanfarin ár, fer þörfin sífellt
vaxandi. Stýrihópnum er ætlað
að „kanna rækilega hvaða fram-
kvæmdir unnt væri að ráðast í
með samvinnu ríkis og einkaað-
ila, allt frá undirbúningi og hönnun og að rekstri og þjónustu við
slík mannvirki“.
Í umræðunum á þingi var Hanna Birna spurð hvaða verkefni
hún sæi fyrir sér að kæmu til greina í einkaframkvæmd af þessu
tagi og nefndi þá sérstaklega Sundabraut, sem lengi hefur verið á
teikniborðinu. Hún sagðist hafa verið í sambandi við borgaryfir-
völd í Reykjavík, sem hefðu mikinn áhuga á samstarfi um slíka
framkvæmd.
Hugmyndum um aukna þátttöku einkaaðila í byggingu og
rekstri nýrra samgöngumannvirkja hefur oft verið mætt með
tortryggni. Í umræðunum á þingi bar hins vegar ekki á öðru en
að nokkuð víðtæk sátt væri um þessar hugmyndir. Í máli Hönnu
Birnu kom fram að til þess að slíkar framkvæmdir gengju upp
yrðu vegfarendur að eiga val um aðra, gjaldfrjálsa leið. Það ætti
við um Sundabraut (þar sem fólk getur haldið áfram að nota
Vesturlandsveginn) en síður aðrar aðkomuleiðir inn í höfuð-
borgina eins og Suðurlandsveg og Reykjanesbraut. Jafnframt yrði
gjaldtakan fyrir að nota veginn að vera hófleg og sanngjörn.
Innanríkisráðherra nefndi að margar sveitarstjórnir hefðu haft
samband við ráðuneytið og sýnt því áhuga að brýnar samgöngu-
framkvæmdir í viðkomandi sveitarfélögum yrðu fjármagnaðar
með sambærilegum hætti. Fyrir fram verður að teljast ólíklegt að
margar framkvæmdir úti um land, þar sem umferð er mun minni
en í nágrenni höfuðborgarinnar, myndu reynast nógu hagkvæmar
til að standa undir sér með gjaldtöku.
Vaðlaheiðargöngin eru gott dæmi; það er ólíklegt að þau standi
undir sér og skattgreiðendur bera í raun ábyrgð á framkvæmd-
inni þótt hún sé kölluð einkaframkvæmd. Þar voru gerð mistök
sem stýrihópur innanríkisráðherra kemur vonandi í veg fyrir að
endurtaki sig.
Miklu nærtækara er að horfa til Hvalfjarðarganganna. Enginn
kvartar lengur yfir að þurfa að borga í þau vegna þess hvað hag-
ræðið fyrir vegfarendur er augljóst og umferðin er nógu mikil til
að fjárfestingin borgi sig upp. Göngin hefðu líkast enn ekki verið
boruð ef þessi háttur hefði ekki verið hafður á fjármögnuninni.
Reykvíkingar verða þess vegna að horfast í augu við að eina
leiðin til að fá Sundabraut eins og ástandið er nú í fjármálum
ríkisins er að hún verði lögð í einkaframkvæmd og borgað fyrir
afnot af henni. Það er raunhæf og fær leið.
Hvernig fáum við stórar, hagkvæmar vegabætur?
Rukkað á nýrri
Sundabraut