Fréttablaðið - 15.04.2014, Page 20
15. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 20
Gífuryrði Einars Huga
Bjarnasonar hæstaréttar-
lögmanns um Lýsingu hf.
í áskorun hans til þing-
manna, sem Fréttablað-
ið birti 4. apríl sl., um að
lengja lögbundinn fyrn-
ingarfrest eru honum
vissulega ekki til sóma. En
lengri fyrningarfrestur er
kappsmál lögmanna, sem
hafa sérstaklega sóst eftir
að reka svokölluð gengis-
lánamál, og í því ljósi er ef til vill
skiljanlegt að lögmanninum hlaupi
kapp í kinn.
Þannig stíluð grein er að jafnaði
ekki svaraverð en mér finnst rétt
umræðunnar vegna að leiðrétta
fullyrðingar í henni sem byggjast á
röngum lagaskilningi og misskiln-
ingi á dómum Hæstaréttar.
1 Það er til dæmis misskilningur að Lýsing hafi áhrif á það hvort
mál fyrnist. Það er á valdi kröfu-
hafa að slíta fyrningu.
2 Umrædd útreikningsaðferð Lýsingar styðst meðal annars
við álit lögmanna og niðurstöður
Hæstaréttar í málum nr. 50/2013,
337/2013, 463/2013 og 661/2013
og var síðast staðfest í úrskurði
úrskurðarnefndar um viðskipti við
fjármálafyrirtæki frá 14. mars sl. í
máli nr. 90/2013. Fullyrðingar lög-
mannsins um að endurreikningur
Lýsingar sé í andstöðu við dóma-
fordæmi standast því ekki.
3 Enn fremur er rétt að fram komi að Lýsing hefur í ýmsum
tilvikum gengið lengra
í þágu viðskiptamanna
sinna en lagaskylda og
dómar kveða á um. Því er
það rangt sem lögmaður-
inn heldur fram að Lýsing
beiti iðulega þröngri túlk-
un. Jafnvel þótt svo væri
er það meginregla í lög-
fræði að undantekningar
beri að túlka þröngt.
Ekkert fjær sanni
Lögmaðurinn hefur um árabil
haft óvenjulega mikinn áhuga á
Lýsingu. Í viðtali við Fréttablað-
ið árið 2011 gaf hann í skyn að
Lýsing ætti gjaldþrot á hættu og
að viðskiptamenn yrðu að varast
að hugsanlegar kröfur á hendur
félaginu brynnu inni í búinu. Ekk-
ert er fjær sanni. Lýsing hefur
starfað óslitið frá 1986, er með
elstu fjármálafyrirtækjum lands-
ins, með sterka eiginfjárstöðu,
hefur hvorki þegið ríkisstyrki
né lánasöfn á afsláttarkjörum og
gekk nýverið í gegnum árangurs-
ríka endurfjármögnun. Til marks
um öfluga starfsemi má nefna að
Lýsing keypti á dögunum Lykil af
MP banka.
Í sama viðtali í Fréttablaðinu
ráðlagði lögmaðurinn viðskipta-
mönnum fjármálafyrirtækja að
hætta að greiða af fjármögnun-
arleigusamningum sínum, þeir
væru „ólögmætir lánssamning-
ar“, og velti fyrir sér hvaða áhrif
slíkt „högg“ hefði á starfsemi Lýs-
ingar. Skemmst er frá því að segja
að höggið hefur látið standa á sér.
Hæstiréttur hefur í tveimur nýleg-
um dómum, 638/2013 og 717/2013,
staðfest lögmæti fjármögnunar-
leigusamninga Lýsingar og hafn-
að sjónarmiðum eins og þeim sem
lögmaðurinn hélt fram. Hafi ein-
hver fengið högg er það væntan-
lega sá sem fylgdi ráðgjöf lög-
mannsins og hætti að greiða af
samningum sínum og skuldar nú
í ofanálag dráttarvexti frá árinu
2011.
Ég ætla samt að stilla mig um
gífuryrði og láta við sitja að benda
á að mál geti verið afar mismun-
andi frá einu tilviki til annars,
þótt þau kunni í fljótu bragði að
virðast hliðstæð, og því er vara-
samt að gera ráð fyrir að einstök
dómsmál svari öllum spurningum
um ágreining um inntak samninga
í öðrum málum.
Jafnframt er vert að hafa í huga
að starfsemi Lýsingar á fjármála-
markaði er leyfisskyld og háð
ströngum skilyrðum og opinberu
eftirliti eins og starfsemi banka og
annarra fjármálafyrirtækja.
Lýsing byggir á lögum
FJÁRMÁL
Þór Jónsson
upplýsingafulltrúi
Lýsingar hf.
➜ Hafi einhver fengið högg
er það væntanlega sá sem
fylgdi ráðgjöf lögmannsins
og hætti að greiða af samn-
ingum sínum og skuldar nú í
ofanálag dráttarvexti …
Margir líta svo á að eitt
það versta sem geti gerst
í lífi foreldra sé að vera
tilkynntir til barnavernd-
arnefndar. Með því sé því
lýst yfir að foreldri eða
aðstandandi sé ekki fær
um að sinna hlutverki
sínu gagnvart barni og
því fylgi fordæming og
skömm.
Það er ákaflega mik-
ilvægt að minna á með
reglubundnum hætti hver
tilgangur með lagalegri
tilkynningaskyldu til barnavernd-
arnefndar er. Tilkynning er ekki
kæra, heldur beiðni um að barni
og fjölskyldu þess verði veitt
aðstoð.
Tilkynnandi kann að hafa hug-
boð um að barn sé í aðstæðum
sem eru ekki góðar fyrir það,
það fái ekki þann stuðning og
atlæti sem nauðsynlegt er til að
það þroskist og mikilvægt sé að
koma því til aðstoðar. Það er því
af umhyggju fyrir barninu, en
ekki af óvild við foreldrana sem
langflestar tilkynningar berast til
barnaverndarnefnda. Tilkynning
til barnaverndarnefndar er ekki
dómur yfir frammistöðu aðstand-
enda barnsins. Við skyldum miklu
fremur einblína á að barni berist
aðstoð í aðstæðum sem taldar eru
á einhvern hátt óheppilegar eða
óheilbrigðar barninu. Hér skyldi
ekki einblínt á það við hvern sé
að sakast, heldur að aðstæður
hafi þróast á þann veg að
gera þurfi ráðstafanir til
að koma barninu og fjöl-
skyldu þess aftur á sporið.
Barnaheill – Save the
Children á Íslandi hafa það að
markmiði að stuðla að bættum
hag barna og fjölskyldna þeirra og
að hafa áhrif á viðhorf til barna
í samfélaginu. Barnaheill líta á
það sem hlutverk sitt að tala máli
barna og hvetja því samfélagið
allt til að líta jákvæðum augum á
þau tækifæri sem geta falist í að
vera veittur stuðningur frá barna-
verndarkerfinu.
Við vitum það öll sem reynt
höfum, að það er ekki leikur einn
að ala upp barn. Við erum misjafn-
lega sett hvað varðar félagslega,
fjárhagslega eða heilsufarslega
stöðu. Sumir hafa óþétt stuðnings-
net og geta illa fengið aðstoð í upp-
eldishlutverki sínu. Sá stuðningur
sem býðst þegar starfsfólk barna-
verndarnefndar gerir vart við sig
ætti vitanlega að þykja kærkom-
inn og opna leiðir að nýjum tæki-
færum til að skapa barni gott og
heilbrigt líf.
Tilkynning til
barnaverndar er
beiðni um aðstoð,
ekki kæra
Á netinu má sjá fjölda
ýmissa verðlauna í bygg-
ingarlist, um hundrað tals-
ins, svonefnd Architect-
ure Awards (AA), fyrir
áhugaverðustu byggingar í
heimi. Ósköpin öll af bygg-
ingum hampa AA-prísum,
hver annarri heimsfræg-
ari. Ein verðlaun kalla
gjarnan á hrinu annarra –
eins og tíðkast í heimi sjó-
bisnissins.
Margir arkitektar í Evrópu hafa
um þetta stór orð og eru uggandi
vegna þessarar þróunar. Þeir segja
að fjölmiðla- og áróðursmeistarar
risastóru teiknistofanna séu dug-
legir við að afla þeim prísa úr
þeirri miklu prísaflóru. Altalaður
er ábatasamur verðlaunaiðnaður.
Stórgóðir arkitektar með
afburðaverk, en á litlum teiknistof-
um, eiga litla sem enga möguleika
á þessu sviði og segjast hvorki
hafa burði til að „lobbýa“ né eiga
gilda sjóði til að koma sér á fram-
færi við verðlaunaveitendurna.
Fjöldi arkitekta furðar sig á 1.
sætinu við úthlutun síðustu Mies-
verðlauna, og þá einkum hvers
vegna sneitt var hjá frábæru torg-
lausninni í Ghent í Belgíu, verki
á viðkvæmum stað við miðalda-
byggingar, lausn sem er afgerandi
í anda Mies van der Rohe sjálfs,
með einkunnarorð sín, Less Is
More, og mjög rómuð af UNESCO.
Verkefnið fékk flest atkvæði evr-
ópskra arkitekta og áhugafólks
um byggingarlist, sem veittu því
70% atkvæða. Hins vegar fékk
Mies-prísinn verk með aðeins 10%
atkvæða að baki sér. Hvers vegna?
er spurt.
Antonio Borghi, formaður ACE,
Sambands evrópskra arkitekta,
hafði umsjón með kosningunni, en
verðlaunin voru hins vegar í hönd-
um sérstakrar úthlutunarnefndar
sem taldi að efnisgerð og hæð tón-
listarhússins við Austurhöfn félli
stórvel að umhverfi Kvosarinnar!
Geta má einnig um svonefnd
LEAF-verðlaun, sem ýmsir vita að
stendur fyrir Life, Earth and Air
Friendly Design og að baki þeim
eru ýmis samtök sem veita verð-
laun undir þessari yfirskrift. Ein
þeirra eru í West Hartford í BNA,
í London og víðar. Veita þau meðal
annars verðlaun fyrir „viðhaldsfrí-
ar“ og vistvænar byggingar. Kát-
broslegt finnst fjölda fagfólks.
Af prísamergð til
handa Austurhöfn
Helmingur heimilanna
í landinu á í erfiðleikum
með að ná endum saman
og um tíu prósent okkar
eru í alvarlegum vanskil-
um. Atvinnulífið getur ekki
greitt hærri laun, meðal
annars vegna erfiðs rekstr-
arumhverfis og gjaldmið-
ilsvanda. Launahækkanir
umfram getu hækka bara
verðlag og verðtryggðar
skuldir. Þetta er alvöru
ómöguleiki fyrir fólkið í landinu
og mun alvarlegri og erfiðari en
verkefnið að ljúka samningum við
Evrópusambandið sem er nú bara
þægileg innivinna.
Hvað er til ráða? Í McKinsey-
skýrslunni og víðar eru upplýsing-
ar um það sem gera þarf til að bæta
lífskjörin í landinu. Meðal þess
brýnasta er að taka á óhagkvæmni
landbúnaðarins.
Landbúnaðurinn nýtur velvildar
Þeir njóta líka velvildar sem hafa
lítið handa á milli og þeir sem
standa höllum fæti. En það er ekki
hægt að gera allt fyrir alla.
Landbúnaðurinn fær samt árlega
frá neytendum hvorki meira né
minna en 8 milljarða króna í formi
tollverndar, það er markaðsvernd-
ar, samkvæmt OECD. Auk þess fær
hann 12 milljarða frá skattgreiðend-
um í styrkjum á fjárlögum. Samtals
eru þetta 20 milljarðar króna á ári,
sem eru um þrjú prósent af opin-
berum útgjöldum. Það er þrisvar
sinnum meira en meðaltalið í Evr-
ópu þar sem opinn matvörumark-
aður tryggir lág verð og gott fram-
boð. Þessi vernd og styrkir eru með
því mesta í heiminum og koma hart
niður á efnaminni heimilum.
Ef bæta á lífskjör þarf breytingar
Opna þarf á tollfrjálsan innflutn-
ing matvæla og fella niður
undanþágur landbúnaðar-
ins frá samkeppnislögum.
Við opnun aukast ráðstöf-
unartekjur meðalheimilis
um 100 til 200 þúsund kr.
á ári. Þetta kemur sér best
fyrir þá efnaminni þar sem
verja þarf stærstum hluta
útgjaldanna í grunnþarfir
og kaupmáttur ráðstöfunar-
tekna eykst um að minnsta
kosti 5 til 10%. Við opnun
matvælamarkaðarins, með eða án
inngöngu í ESB, opnast 550 milljóna
manna innri markaður Evrópu fyrir
okkar matvælaframleiðendum.
Á móti samdrætti í sumum grein-
um landbúnaðarins koma ný tæki-
færi. Innlend matvælavinnsla fær
ódýrara innflutt hráefni, eins og
hún hefur nýtt sér þegar kjúklinga,
svínakjöt og smjör hefur skort hér
innanlands. Við höfum reynslu af
alþjóðlegum viðskiptum með mat-
væli. Sjávarútvegsfyrirtækin eru
í raun matvælaframleiðendur í
útflutningi. Bakkavör, glæsilegt
18.800 manna fyrirtæki, framleið-
ir gríðarlegt magn ferskra matar-
skammta daglega í Bretlandi og
víðar um heiminn.
Upp munu vaxa fleiri alþjóðleg
matvælafyrirtæki. Við getum líka,
eins og mörg Evrópulönd, nýtt
þekkingu og reynslu í landbúnaði
til að hjálpa fólki í þróunarlönd-
um við að auka sína matvælafram-
leiðslu til eigin neyslu og útflutn-
ings á Evrópumarkað og til okkar.
Lækka þarf styrki skattgreið-
enda til landbúnaðarins um tvo
þriðjuhluta niður í Evrópumeðal-
talið. Styrkirnir myndu lækka úr
12 milljörðum í 4 milljarða á ári.
Með þessari 8 milljarða lækkun
útgjalda ríkisins mætti til dæmis
lækka virðisaukaskattinn um 5
prósent. Lækkun virðisaukaskatts
kemur á matvæli, föt og aðrar nauð-
synjar og fleira og myndi líka koma
þeim efnaminnstu best.
Skipuleggja þarf landnotkun til
sveita og miða stuðning skattgreið-
enda við nýtingu lands en ekki
framleitt magn. Skilgreina þarf
heppileg landsvæði til landbúnað-
ar meðal annars út frá fjarlægð frá
þéttbýli og umhverfissjónarmiðum.
Framleiðslutengdur stuðningur
stuðlar að sóun þegar framleiðslan
miðast við að fá styrki.
Sumir telja mikilvægt að hafa
landbúnað sem víðast um landið,
það styðji við þróun ferðaþjónustu
og sé skemmtilegra þegar ferðast er
um landið. Ósnortin náttúra hefur
sérstakt aðdráttarafl fyrir marga.
Ekki er öll byggð til prýði. Í opnu
kerfi verða færri og stærri býli og
ímynd greinarinnar mun stórbatna.
Sérhagsmunir fárra víki
Alþingi virðist máttlaust þegar
kemur að breytingum sem gagnast
hinum þögla meirihluta á kostnað
háværra sérhagsmunahópa. Þeir
sem hafa verið að beita sér fyrir
breytingum á landbúnaðarkerfinu
eru SA, SVÞ, FA, Neytendasamtök-
in, sumir fjölmiðlanna, Samkeppn-
iseftirlitið og einstaklingar. Skiln-
ingur er að vaxa. Fleiri ættu að láta
til sín taka og styðja nauðsynlegar
breytingar. Sveitarfélög sem greiða
framfærslustyrki, hjálparstofnan-
ir sem sinna matargjöfum, verka-
lýðsfélög sem berjast fyrir bættum
kaupmætti og fleiri einstaklingar
sem sjá þörfina. Þessar breytingar
eru nauðsynlegar og þær má gera
af tillitssemi og með stuðningi við
þá sem verða fyrir röskun.
Heimilum blæðir,
landbúnaður í bómull
EFNAHAGSMÁL
Guðjón
Sigurbjartsson
viðskiptafræðingur
➜ Þessi vernd og styrkir eru
með því mesta í heiminum
og koma hart niður
á efnaminni heimilum.
BYGGINGALIST
Örnólfur Hall
arkitekt
➜ Þeir segja að fjöl-
miðla- og áróðurs-
meistarar risastóru
teiknistofanna séu
duglegir við að afl a
þeim prísa úr þeirri
miklu prísafl óru.
BARNAVERND
Þóra Jónsdóttir
verkefnastjóri
og lögfræðingur
Barna heilla
➜ Það er því af um-
hyggju fyrir barninu,
en ekki af óvild við
foreldrana sem lang-
fl estar tilkynningar
berast til barnavernd-
arnefnda.
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is