Fréttablaðið - 15.04.2014, Side 21

Fréttablaðið - 15.04.2014, Side 21
ÞRIÐJUDAGUR 15. apríl 2014 | SKOÐUN | 21 segja þjóðir sem freistast til þess í þágu „einföldun- ar“ á skattkerfinu eða til að stoppa í fjárlagagötin með því að hækka virðisauka- skatt á bækur sjá flestar að sér, eins og sést til dæmis á því að í júní 2012, tveimur mánuðum eftir að virðis- aukaskattur á bækur hafði verið hækkaður upp í 7%, ákváðu frönsk stjórnvöld að lækka hann aftur niður í 5,5%, fyrst og fremst í þágu bókaútgáfu og bóksölu í landinu. Í Suður-Ameríku er enginn virð- isaukaskattur lagður á bækur í þrettán löndum. Virðisaukaskattur í ESB-löndunum 27 er að meðaltali 7,83% en í Suður-Ameríku er hann enn lægri, eða 1,94% að meðaltali. Í Norður-Ameríku er enginn vask- ur á bókum í Kanada. Aðeins fjög- ur lönd sem könnunin náði til, Búlg- aría, Síle, Danmörk og Gvatemala, hafa ekki lægri virðisaukaskatt á bækur en aðrar vörur. Núll-prósenta-leiðin er best Ég skora hér með á ríkisstjórn Íslands að hrófla ekki við virðis- aukaskatti á bækur og tónlist á Íslandi – og helst af öllu að fella hann alfarið niður. Niðurfelling er vitaskuld besta leiðin, leið Bret- lands, Írlands, Noregs og Úkraínu, mun betri leið en undanþága. Núll prósenta virðisaukaskattur er ein- dreginn stuðningur við alla bóka- útgáfu; frá höfundi til útgefanda til bóksala til bókasafna, og loks til lesenda. Núll prósenta virðisauka- skattur hvetur fólk til að kaupa bækur og er þar með skilvirkasta leiðin til að styðja við bókmenn- ingu, málsamfélagið, lestur og læsi. Hvers konar árás á skapandi greinar skaðar virðiskeðju þeirra og leiðir til taps fyrir þjóðina í heild, hvort sem litið er til efnislegra eða óefnislegra verðmæta. Núverandi ríkisstjórn Bókaþjóðarinnar skráir sig kirfilega á sakaskrá sögunnar ef hún ræðast á bókaútgáfu á Íslandi með aukinni skattheimtu. Bjarni, sumar hugmyndir eru miklu hættu- legri en aðrar. ➜ Ég skora hér með á ríkis- stjórn Íslands að hrófl a ekki við virðisaukaskatti á bækur og tónlist á Íslandi … Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra lýsti því yfir í viðtali í Fréttablaðinu nýlega að hann stefndi að því að leggja fram laga- frumvarp í haust um breyt- ingu á virðisaukaskatt- skerfinu. Fyrir réttum sjö árum lækkaði virðisauka- skattur á menningarefni á borð við geisladiska og bækur niður í 7%. Almennt er virðisaukaskatturinn hins vegar 25,5%. Skelfilegar afleiðingar Mér vitanlega hefur fjármálaráð- herra ekki nefnt hvaða skattpró- sentu hann hefur í huga en fylgi hann tillögum AGS frá 2011 um að virðisaukaskattur á vörur og þjón- ustu verði 20% yfir línuna myndi virðisaukaskattur á bækur og tón- list hækka um þrettán prósentu- stig, sem jafngildir 286% hækkun á skattlagningu! Varan sjálf hækkar um 12,15%, bók sem lesandi borgar nú 5.350 krónur fyrir þyrfti hann að punga út 6.000 krónur fyrir ef virð- isaukaskatturinn færi upp í 20%. Í skýrslunni Kortlagning á hag- rænum áhrifum skapandi greina kemur fram að samanlögð velta í bókaútgáfu og smásölu á bókum í sérverslunum nam 11,8 milljörðum árið 2009. Á núvirði eru þetta 14,7 milljarðar króna. Ef við reynum að vera bjartsýn og segja að bóksala myndi „aðeins“ dragast saman um tíu prósent – sem er nánast ósk- hyggja því að vísast yrði hrap bók- sölu miklu meira eins og til eru dæmi um erlendis frá – þá myndi veltan í greininni minnka um tæpan 1,5 milljarða króna. Ársverkin voru samtals rúmlega 1.125 og ef við miðum við að bein fylgni sé á milli sölu og ársverka þýddi það að 112 ársverk myndu tapast – eða með öðrum orðum, 112 manns myndu missa vinnuna í greininni. Þetta er bjartsýna spáin! Meirihluti hlúir að bókaútgáfu Í þarseinasta mánuði birti Inter- national Publishers Association fjórðu skýrslu sína um hvernig virðisaukaskattheimtu á bækur er háttað í heiminum. Alls náði rann- sóknin til 51 lands og leiddi þetta í ljós: Meirihluti landanna, eða rúm 92%, hlúa að bókum og bókaútgáfu með því að gæta þess að virðis- aukaskattur á prentaðar bækur sé lægri en á aðrar vörur. Meira að Hættulegar hugmyndir FJÁRMÁL Sindri Freysson rithöfundur Sjá má lengri útgáfu greinar- innar á Vísi. visir.is AF NETINU E N N E M M / S ÍA / N M 6 2 0 5 7 Kynntu þér páskaopnun allra Vínbúða á vinbudin.is eða á farsímavef okkar m.vinbudin.is. súkkulaði páskaungi hátíð páskalambið pálmar fjölskylda passía gulur samvera kerti útivist súkkulaðiegg sálmur tágakarfa veisla páskalilja hreiður páskahret messa servíettur krókus skraut páskasól ungi páskahelgi eggjaleit kanína málsháttur vorblóm egg dúkur frí gleðilega páska gulur túlípani kaffiboð föndur tryggðablóm sunnudagur konfekt OPNUNARTÍMI UM PÁSKANA VÍNBÚÐIRNAR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU OG AKUREYRI Miðvikudagur 16. apríl OPIÐ 11-19 Dalvegur, Skeifan og Skútuvogur OPIÐ 10-20 Skírdagur LOKAÐ Föstudagurinn langi LOKAÐ Laugardagur 19. apríl OPIÐ 11-18 Páskadagur LOKAÐ Annar í páskum LOKAÐ 10-20 SKEIFAN | DALVEGUR SKÚTUVOGUR OPIÐ Í DAG OG Á MORGUN „Við eigum þetta land“? Jæja, er það svo? […] Bandaríkjamenn, sem telja sig í fram- varðasveit einka- eignar og frelsis til orðs og æðis, tóku upp þá stefnu fyrir 140 árum að helstu náttúruverðmæti landsins væru í þjóðareign en ekki einkaeign. Og þannig hefur það verið síðan með atbeina 27 Banda- ríkjaforseta. Hér á landi ríkir argasta forneskja í þessum málum sem hefur verið þjóðarskömm í áratugi. Sjálfbær þróun, varúðarreglan og jafnrétti kyn- slóðanna eru fótum troðin. Nú er mál að linni og þótt fyrr hafi verið. http://omarragnarsson.blog.is Ómar Ragnarsson Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.