Fréttablaðið - 15.04.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.04.2014, Blaðsíða 24
15. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 24TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Þessi hugmynd fæddist reyndar hjá Færeyingum á síðasta ári. Festivalið þeirra í Götu í nóvember, sem þeir köll- uðu Heima, er fyrirmyndin að þessu hjá okkur hér í Hafnarfirði,“ segir Krist- inn Sæmundsson, forsvarsmaður Menn- ingar- og listafélags Hafnarfjarðar. Félagið stendur fyrir tónlistarveislu að kvöldi síðasta vetrardags, 23. apríl, en þá mun félagið halda tónlistarhátíðina Heima í Hafnarfirði. Hugmyndin bygg- ist á því að tónlistarmenn úr ýmsum áttum halda stutta tónleika í tólf heima- húsum miðsvæðis í bænum og hátíðar- gestirnir rölta á milli húsa og hlusta og njóta. „Okkur langar til að leysa þann heimilislega anda sem ríkir hér suður frá úr læðingi,“ segir Kristinn. Ekki er nóg með að gestir þurfi að rölta milli húsa til að sjá fleiri en eina hljómsveit heldur munu hljómsveitirnar einnig færa sig á milli húsa. Dagskráin stendur frá 20 til 23 og mun hver hljóm- sveit leika í 45 mínútur á sama stað. Óttast Kristinn ekkert öngþveiti í mið- bænum þessa þrjá tíma? „Nei nei, við erum búin að ráða skátana til að vera með umferðarstjórnun og erum að láta framleiða gamaldags skilti sem vísa fólki til vegar,“ útskýrir hann. „Það á því enginn að þurfa að villast í hraun- inu í Hafnarfirði nema hann óski þess sjálfur.“ Eftir tónleikana tekur hljómsveitin Kátir piltar við stjórninni og verður slegið upp veislu á Fjörukránni. „Það er stórviðburður,“ fullyrðir Kristinn. „Aðgöngumiði á heimatónleikana gild- ir líka í Fjörukrána og Gaflaraleikhúsið þar sem verður opinn míkrafónn fyrir þá sem vilja láta ljós sitt skína.“ Meðal þeirra listamanna sem staðfest hafa komu sína á Heima í Hafnarfirði eru Fjallabræður, Bjartmar Guðlaugs- son, Ylja, Vök og DossBaraDjamm. Sérstakur gestur hátíðarinnar verður tónlistarmaðurinn Hallur Joensen frá Færeyjum. fridrikab@frettabladid.is Tólf hljómsveitir leika í hafnfi rskum stofum Heima í Hafnarfi rði nefnist tónlistarhátíð sem haldin verður síðasta vetrardag. Þar munu tólf hljómsveitir leika í tólf heimahúsum í miðbæ Hafnarfj arðar, auk þess sem hin róm- aða hljómsveit Kátir piltar mun slá upp partíi á Fjörukránni og spila fram eft ir nóttu. STÓRVIÐ- BURÐUR Kristinn fullyrðir að endurkoma Kátra pilta sé stórviðburður í tónlistarlífinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Okkar ástkæra systir og frænka, HANNA INDRIÐADÓTTIR COARE er látin. Jarðarför hennar hefur farið fram frá heimabæ hennar, Calfont St Peter í Englandi. Þórir Indriðason Ása María Kristinsdóttir Hans Jakob Kristinsson og systkinabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma, langamma og dóttir, GUÐNÝ PÁLA RÖGNVALDSDÓTTIR Kirkjusandi 5, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 6. apríl síðastliðinn. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 16. apríl næstkomandi kl. 13.00. Hörður Björnsson Rögnvaldur H. Jónsson Mar Martinez Hörður M. Harðarson Björn Arngríms Harðarson Nanna Ólafsdóttir Sigrún Harðardóttir Helgi Ómar Bragason Sigurður Harðarson Hrönn Stella Jónsdóttir Erla Kristín Harðardóttir Álfhildur Friðriksdóttir Gunnar Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, GUÐJÓN PÁLSSON hljóðfæraleikari og tónmenntakennari, lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 12. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Páll, Fanný, Herjólfur, Erla Björg, Friðjón Snorri og systkini hins látna. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, DAGNÝ PEDERSEN Hrafnistu í Hafnarfirði, lést 31. mars. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun og hlýju. Jón Magnússon Helen P. Brown Halla Magnúsdóttir Anna Magnúsdóttir Guðmundur Jóhannsson og barnabörn. Kær systir mín, mágkona og frænka, ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR hússtjórnarkennari, Reynimel 36, lést sunnudaginn 6. apríl. Útför hennar verður gerð frá Neskirkju þriðjudaginn 15. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Jóhannes Guðmundsson Guðrún María Tómasdóttir Jóhanna Guðbjörnsdóttir Þuríður Guðbjörnsdóttir Tómas Jóhannesson Helgi Jóhannesson Sigríður Jóhannesdóttir Guðmundur Þorri Jóhannesson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÖRVAR KRISTJÁNSSON harmonikkuleikari, lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 7. apríl sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum hlýhug og kveðjur. Guðbjörg B. Sigurðardóttir (Bubbý) börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLBORG S. SIGURÐARDÓTTIR lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 5. apríl síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Kópa- vogskirkju miðvikudaginn 16. apríl kl. 13. Álfheiður Steinþórsdóttir Vilhjálmur Rafnsson Sigurður Steinþórsson Kristjana Ólafsdóttir Magnús Steinþórsson Margrét Ragnarsdóttir Steinþór Steinþórsson Bjarnþóra Egilsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GEIR ÞÓRÐARSON bókbindari, Norðurbrún 1, lést þann 9. apríl á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför fer fram 22. apríl frá Áskirkju klukkan 13.00. Gunnar Þ. Geirsson Anna G. Hafsteinsdóttir Bjarni Geirsson Þuríður Björnsdóttir Þórður Geirsson Erna Valdimarsdóttir afabörn og langafabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓSÚA MAGNÚSSON hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist miðvikudaginn 9. apríl. Útför hans verður gerð frá Akraneskirkju miðvikudaginn 16. apríl kl. 14.00. Ragnheiður Jósúadóttir Ingi Gunnarsson Borghildur Jósúadóttir Sveinn Kristinsson Sigurður Jósúason Orchide Jósúason og fjölskyldur. Á þessum degi árið 1955 var fyrsti McDonalds-veitinga- staðurinn opnaður eftir að einkaleyfi fékkst á vörumerk- inu. Staðurinn var í Des Plaines í Illinois-ríki. Raunar var fyrsti McDonalds-staðurinn opnaður sjö árum áður en það gerðu bræðurnir Maurice og Richard McDonald. Skriður komst þó ekki á útbreiðsluna fyrr en kaupsýslumaðurinn Ray Kroc heimsótti veitingastað bræðranna og heillaðist af aðferð þeirra við að framleiða hamborgara og mjólkurhristing á ódýran hátt. Eftir opnun staðarins í Des Plaines hófst vöxtur McDon- alds-fyrirtækisins. Einungis áratug síðar voru staðirnir orðnir fleiri en þúsund talsins og árið 1967 opnaði McDonalds útibú í Kanada. Var það fyrsta skrefið í útbreiðslu hamborgarakeðjunnar um allan heim. Í byrjun þessarar aldar voru veitingastaðirnir orðnir fleiri en þrjátíu þúsund í hundrað og nítján löndum. Þaulskipulögð markaðsherferð McDonalds hefur löngum verið talin ein helsta ástæðan fyrir velgengni fyrirtæksins. Það hefur þó lent í skakkaföllum undanfarin ár vegna aukinnar meðvitundar um alþjóðleg viðskipti. ÞETTA GERÐIST 15. APRÍL 1955 Útþensla McDonalds hófst Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, afi, tengdafaðir, bróðir og mágur, GUÐMUNDUR KR. ÞÓRÐARSON – MUGGUR stýrimaður, til heimilis að Skaftahlíð 8, lést föstudaginn 4. apríl. Úför Muggs fór fram föstudaginn 11. apríl í kyrrþey. Þökkum hlýhug og stuðning á erfiðum tímum. Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarfélagið Ljósið. Þuríður Þorsteinsdóttir Elva Hrund Guðmundsdóttir Albert Rúnar Einvarðsson Kristinn Þór Guðmundsson Ingibjörg Bj. Bjarnadóttir Eva Lind Þuríðardóttir og barnabörn. Díana Þórðardóttir Gyða Þórðardóttir Gissur Jóhannsson og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.