Fréttablaðið - 15.04.2014, Side 28

Fréttablaðið - 15.04.2014, Side 28
FÓLK|HEILSA HOLLUR OG SVALANDI SCANDIC HEILDVERSLUN EHF. KYNNIR Alo-drykkurinn er stútfullur af nær- ingarefnum. Hann fæst í fimm gerðum og er bæði bragðgóður og svalandi. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Ein þeirra ungu íþróttagreina sem njóta sívaxandi vinsælda hérlendis er frisbígolf. Leiknum svipar til golfs nema þar er notaður frisbídiskur í stað golfkylfu og bolta og er markmiðið að kasta disknum í tilteknar körfur í sem fæstum köstum. Frisbígolfið er upprunnið í Bandaríkjunum og hefur verið spilað þar í áratugi. Einn af upp- hafsmönnum íþróttarinnar hér á landi er Birgir Ómarsson, formaður Frisbí- golfsambands Íslands, en hann kynnt- ist íþróttinni þegar hann stundaði nám í Bandaríkjunum 1995. „Það er einkum tvennt sem gerir þessa íþrótt svo skemmtilega. Annars vegar getur fólk á öllum aldri stundað hana. Þú getur bæði spilað leikinn með barninu þínu og ömmu þinni á sama tíma. Hins vegar er lítill stofnkostnaður en leikmenn geta í raun notast við einn frisbídisk þótt þeir sem eru lengra komnir noti nokkrar ólíkar gerðir. Þetta er ótrúlega skemmti- legt sport.“ Nokkrir frisbígolfvellir eru á höfuð- borgarsvæðinu og í sumar verða þrír nýir vellir opnaðir í Reykjavík, einn við hlið Grasagarðsins í Laugardal, annar ofarlega í Elliðaárdal og sá þriðji í Foss- vogsdal. Fyrsti frisbígolfvöllur landsins var tekinn í notkun við Úlfljótsvatn árið 1998, annar er á Gufunesi og sá þriðji er á Klambratúni. Eftir að síðastnefndi völlurinn var opnaður sumarið 2011 jókst áhuginn mikið og telur Birgir að um 1.000 manns stundi nú íþróttina að stað- aldri. Hún er mest stunduð yfir sumar- tímann þegar veður er skaplegt en Birgir segir þó marga vera það áhugasama að þeir stundi íþróttina allt árið, sérstaklega á vellinum á Klambratúni. Undanfarin ár hefur sambandið skipu- lagt Íslandsmót auk þess sem fjölmörg mót eru haldin hvert sumar. „Núna í sumar skipuleggjum við að minnsta kosti tíu mót og verður fyrsta mótið á skírdag. Við búumst við góðri þátttöku þar.“ Allar nánari upplýsingar um mótið og frisbígolf má finna á vefsíðunni folf.is. ÍÞRÓTT FYRIR ALLA SKEMMTILEG ÍÞRÓTT Frisbígolf hefur verið stundað hér á landi í nokkur ár og hentar fólki á öllum aldri. Fyrsta mót ársins verður haldið á skírdag. HENTAR ÖLLUM Frisbígolf er ódýr og skemmtileg íþrótt sem hentar flestu fólki, segir Birgir Ómarsson, for- maður Frisbígolfsam- bands Íslands. MYND/VALLI www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Fræðslu- og myndakvöld Í sal FÍ 16. apríl, kl. 20:00 Hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi Halldór Björnsson veðurfræðingur fræðir okkur um hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi. Eldgosið í Eyjafjallajökli 2010; á norðurslóðum, Svalbarði og nágrenni Að loknu kaffihléi mun Kerstin Langenberger fv. skálvörður FÍ sýna myndir frá Eyjafjallajökulsgosinu 2010 og frá ferð sinni norður til Svalbarða og nágrennis. Aðgangseyrir kr. 600, innifalið kaffi og kleinur Allir velkomnir! Hnattrænar l oftslagsbreyt ingar og áhri f þeirra á Ísl andi Eldgosið í Eyj afjallajökli 2 010 Alo-drykkurinn er unninn úr Aloe vera-plöntunni sem er uppfull af vítamínum, steinefnum og mikilvægum amínósýrum. Drykkurinn er unninn beint úr plöntunni sjálfri og fylgir aldinkjötið með. Drykkurinn inniheldur ekkert duft og engin tilbúin bragð-, litar- eða rotvarnarefni. Fimm gerðir fást af drykknum sem kominn er í nýjar umbúðir með íslenskum innihaldslýsingum. Drykkurinn er í senn bragðgóður og svalandi og hentar bæði með mat og sem millimál. Hann er sömuleiðis góður sem viðbót í hvers kyns „boost“. Drykkurinn viðheldur vökvajafnvægi líkamans og er vinsæll hjá íþrótta- mönnum. Exposed-drykkurinn er sá upprunalegi og jafnframt þekktasti. Hann er bragðbættur með hunangi en hinir innihalda auk Aloe vera ýmiss konar ber og ávexti. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.facebook. com/AlOdrinkIsland og í síma 864-7087. APPEAL: DIVINE CITRUS Kínverskt greipaldin er upprunnið í Suðaustur- Asíu. Það er eins og greipaldin á sterum. Þetta er nýjasti drykk- urinn en hér er hinu kínverska greipaldini blandað við litla frænda, rautt greipaldin, sítrónu og Aloe vera. Úr verður frískandi sítrusdrykkur. AWAKEN: HVEITIGRAS… NÚNA GOTT Á BRAGÐIÐ Þessi drykkur gefur skjóta orku en einn snafs samsvarar einum kaffibolla. Drykkurinn sameinar orkuna í hveitigrasinu og heilsusamleg áhrif Aloe vera í einum sopa. ENRICH: MEÐ GRANATEPLUM OG TRÖNUBERJUM Margir trúa því að granat- eplið hafi verið hinn for- boðni ávöxtur í aldingarð- inum Eden. Granateplið er enn í dag tákn gnægðar, frjósemi og gæfu. Það er þekkt fyrir höfugt bragð og heilsusamlega eiginleika. Hér er því blandað við trönuber og Aloe vera-safa. EXPOSED: ALOE VERA OG HUNANG Þetta er sá upprunalegi og jafnframt þekktasti. Margir hafa notað Aloe vera við sólbruna og til að kæla og græða sár. Plantan er uppfull af vítamínum, steinefnum og amínósýrum en drykkinn má nota sem grunn að heilbrigðu líferni. Hann er auk þess bragðgóður og svalandi. ALLURE: MANGÓ/TANGÓ Mangóstan, eða gullaldin, er talið hafa kælandi áhrif. Í ALO Allure blandast suðrænu frændurnir, hinn ofurnæringar- ríki mangó og mangó stan, við Aloe vera. Upplifunin er hressandi. Speglar frá 5.000 Skrifstofuhillur frá 9.900 Rúm 153-193cm frá 69.000 Borðstofuborð frá 47.500 Sófaborð frá 7.500 Púðar frá 2.900 Stólar frá 2.000 Borðstofuskenkar frá 77.000 Bar skápar frá 89.000 Púðaver frá 1.000 LAGERHREINSUN Íslenskir sófar Fyrir íslensk heimili • Gerð (fleiri en 900 mismunandi útfærslur) • Stærð (engin takmörk) • Áklæði (yfir 3000 tegundir) Þú velur og draumasófinn þinn er klár Basel Við ætlum að rýma fyrir nýjum vörum og bjóðum allt að 50% afslátt Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Rín SÓFAR Í ÖLLUM STÆRÐUM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.