Fréttablaðið - 15.04.2014, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGSumardekk ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 20144
Dekkin sem notuð eru í Formúlu 1-kappakst r-inum eiga fátt skylt við
venjuleg bíladekk. Á venju legum
dekkjum má aka allt að 80 þúsund
kílómetra en formúludekkin aftur
á móti eru smíðuð til að end-
ast hluta úr einni keppni. Þessi
skammi endingartími kemur til
af því ofboðslega álagi sem er á
dekkjunum í keppninni.
Skipt er um dekk minnst einu
sinni í hverri keppni. Reyndar
var bannað að skipta um dekk
árið 2005 og því þurfti sami
dekkjagangurinn að endast alla
keppnina eða um 300 km. Þessi
regla var afturkölluð strax árið
eftir og skipti þar mestu atvik sem
upp kom í bandarísku formúlu-
keppninni árið 2005. Þá lenti Ralf
Schumacher, sem ók fyrir Toyota,
í harkalegum árekstri í 13. beygju
í Indianapolis-brautinni. Ástæðan
var bilun í hægra afturdekki. Æði-
mörg vandamál komu upp tengd
Michelin-dekkjum í keppninni. Að
lokum voru aðeins sex keppendur
eftir, allir ökumenn í liðum sem
voru með Bridgestone-dekk.
Nokkrir dekkjaframleið endur
hafa þróað og framleitt dekk
í Formúlu 1 í gegnum tíðina.
Þetta eru Avon, Bridgestone,
Continental, Dunlop, Englebert,
Firestone, Goodyear og Michel-
in. Pirelli hefur frá árinu 2011
haft einkarétt á því að skaffa
dekk í keppnina.
Dekkin sem notuð eru í Formúl-
unni í dag eru flest slétt. Á árunum
1998 til 2008 kröfðust reglur þess
að minnst fjórar rásir væru í öllum
dekkjum og var það gert til að
hægja á bílunum. Þessari reglu var
breytt árið 2009 þegar sléttu dekk-
in fóru undir bílana á ný.
Í blautu veðri eru hins vegar
notuð annars konar dekk með
rásum sem kljúfa vatnið betur. Í
miklu vatnsveðri hafa dekkin þó
ekki við að kljúfa vatnið. Þá halda
formúlubílarnir ekki í við öryggis-
bílinn þar sem dekkin fljóta ofan
á vatninu. Í slíkum tilfellum er
keppni frestað.
Í hverri keppni eru tvær gerðir af
sléttum dekkjum í boði, hörð dekk
sem endast betur og gefa minna
grip og mýkri dekk sem gefa meira
grip en endast verr. Liðin verða að
nota báðar týpurnar í keppninni.
Þó er gerð undantekning ef notuð
eru bleytudekk.
Reglurnar kveða einnig á um að
ökumenn sem komast áfram eftir
tímatöku verði að byrja keppni
á sömu dekkjum og voru notuð í
hraðasta hringnum í tímatökunni.
Hvert dekk vegur aðeins níu kíló
Dekk skipta höfuðmáli í Formúlu 1-kappakstrinum. Mikil þróunarvinna liggur að baki dekkjunum sem notuð eru. Framleiðendur á
borð við Avon, Bridgestone, Continental Dunlop, Englebert, Firestone, Goodyear, Michelin og Pirelli hafa spreytt sig á gerð þeirra.
Dekk fyrir þurrt veður eru þekkt undir
nafninu „slicks“. Þau eru framleidd í fjórum
gerðum; mjög mjúk, mjúk, miðlungs og
hörð. Aðstæður hverju sinni, gerð malbiks,
fjöldi krappra beygja og hámarkshraði
ráða hvaða gerð er notuð hverju sinni.
Dekk fyrir blauta braut eru með raufar-
mynstur í ysta byrði. Tvær týpur eru til,
annars vegar miðlungsbleytudekk fyrir
raka braut og þegar veðurspá er óljós og
hins vegar fullbleytudekk fyrir rigningu.
Sebastian Vettel hjá Red Bull-liðinu kælir dekkin á bíl sínum eftir að hann varð fyrstur í
tímatöku í keppni á Indlandi í fyrra. NORDICPHOTOS/GETTY
ENDURKOMA PIRELLI
Pirelli sér öllum tólf liðum Formúlu 1 fyrir dekkjum. Dekkjaframleið-
andinn sneri aftur í keppnina eftir nokkurt hlé árið 2009 en hafði þá ekki
komið að henni síðan 1991.
Nokkrar staðreyndir um Pirelli-formúludekkin:
Bleytudekkin geta tvístrað meira en 60 lítrum af vatni á sekúndu þegar
ekið er á 300 km hraða á klukkustund.
Pirelli framleiðir um 50 þúsund dekk fyrir hvert keppnistímabil.
Öll formúludekkin eru búin til í verksmiðju Pirelli í Izmit í Tyrklandi.
Í hverri keppni er Pirelli með 15 bíla á sínum snærum og 50 starfsmenn,
þar af einn verkfræðing fyrir hvert lið.
Hvert framhjól vegur um níu kíló. Afturhjólin eru eilítið þyngri.
Dekkin virka best við um 90 gráðu hita.
Skipt á mettíma
Dekkjaskipti í Formúlu 1 taka
aðeins örfáar sekúndur. Heims-
metið á lið Red Bull sem skipti
um öll fjögur dekkin á 1,9
sekúndum í kappakstrinum í
Austin í Bandaríkjunum í fyrra.
www.n1.is facebook.com/enneinn
ÍSLE
N
SK
A
/SIA
.IS E
N
N
68624 04/14
Bíllinn nýtur sín best á
hjólbörðum af bestu gerð.
Þú færð hágæðahjólbarða
frá Michelin á hjólbarða-
verkstæðum N1 sem
öll hafa hlotið vottun
samkvæmt gæða-
kerfi Michelin.
Hjólbarðaþjónusta N1:
Bíldshöfða 440-1318
Fellsmúla 440-1322
Réttarhálsi 440-1326
Ægissíðu 440-1320
Langatanga Mosfellsbæ 440-1378
Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 440-1374
Grænásbraut Reykjanesbæ 440-1372
Dalbraut Akranesi 440-1394
Opið
mánudaga-föstudaga kl. 08-18
laugardaga kl. 09-13
www.n1.is www.dekk.is
Michelin gæði
allan hringinn • Frábært undir fjölskyldubílinn og stærri fólksbíla
• Endingargott og sparar eldsneyti
• Besta dekkið – hæsta heildarskor
í könnun Autobild 2014
• Undir smærri bíla, meðalstóra
og fjölskyldubíla
• Umhverfisvænt, endingargott og stutt
hemlunarvegalengd
• Sumardekk ársins 2013 samkvæmt
gæða- og öryggisprófum ADAC
• Algjör lúxus undir kraftmikla sportbíla
• Gefur gott grip og bætir aksturseiginleika
• Dekk fyrir kröfuharða eigendur
sportlegra lúxusbíla
Michelin
Primacy 3
Michelin
Energy Saver +
Michelin
Pilot Sport 3
2014