Fréttablaðið - 15.04.2014, Qupperneq 34
KYNNING − AUGLÝSINGSumardekk ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 20146
VERÐKÖNNUN FÍB
Sumarhjólbarðar þurfa umfram vetrarhjól-
barða að vera slitþolnir og þola hraðan akstur
á sumarheitum og þurrum vegum langtímum
saman en þeir þurfa líka að vera mynstraðir
þannig að þeir hrindi vatni vel frá sér og haldi
veggripi vel í bleytunni. Framleiðendur ódýrra
hjólbarða ráða illa við að bæta aksturseigin-
leika í bleytu auk þess sem öryggið er verra.
Hemlunarvegalengd sama bíls á lélegum
dekkjagangi í bleytu er miklu lengri en ef hann
er á dekkjagangi af góðri tegund.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, gerði á
dögunum verðkönnun á sumarhjólbörðum.
Í könnuninni var spurt um verð á fjórum
hjólbörðum eða einum hjólbarðagangi undir bílinn. Könnunin var gerð
í 15. viku þessa árs. Spurt var um verð á nýjum hjólbörðum af tveimur
algengum stærðum hjólbarða fyrir fólksbifreiðar og jeppa/jepplinga. Beðið
var annars vegar um verð á sumarhjólbörðum fyrir fólksbíla, stærð 195 / 65
R15 og hins vegar verð sumarhjólbarða fyrir jeppa/jepplinga af stærð 235
/ 65 R17.
Marktæk svör bárust frá 21 seljanda. Verð í könnuninni er listaverð og án
afsláttar en margir seljendur bjóða margvíslegan afslátt.
Ódýrasti dekkjagangurinn í fólksbílaflokki er SONAR SC608-dekk
frá Dekkjahöllinni þar sem umgangurinn kostar 43.856 krónur. Í flokki
jepplingadekkja er Aoteli Ecosaver-dekkjagangur frá Sólningu ódýrastur
á 91.600 krónur. Nánari upplýsingar um verðkönnunina má nálgast á
vefnum www.fib.is.
Íslenska f y rir tæk ið A rct ic Trucks hefur um nokkurra ára skeið tekið þátt í mörgum verk-
efnum á Suðurpólnum. Vegna
umfangs þeirra þurfti fyrirtækið
að reisa verkstæði í S uður-Afríku
fyrir nokkrum árum og þar kynnt-
ist einn starfsmanna þess, Gísli
Jónsson, suðurhluta Afríku. Hann
hreifst svo af fallegri náttúru og
vinalegum landsmönnum að
hann skipulagði, ásamt vinkonu
sinni Önnu Kristínu Bang Péturs-
dóttur, sex vikna jeppaferð um
Suður-Afríku, Namibíu, Botsvana,
Sambíu, Simbabve og Mósambík.
„Ég hafði sjálfur starfað þarna í
nokkra mánuði og kynnst inn-
fæddum. Stína las sér mikið til
um allar aðstæður og í samein-
ingu smíðuðum við ferðaplanið.“
Ferðafélagarnir fengu lánaðan
Toyota Hilux-jeppa hjá kunningja
Gísla sem býr í Jóhannesarborg
og þar hófst ferða lagið í upphafi
árs 2011. Jeppinn var vel útbúinn
og var meðal annars með tjald á
toppnum. Fyrir vikið þurftu þau
aldrei að gista á hótelum eða gisti-
heimilum á meðan á dvöl þeirra
stóð.
„Jeppinn var meðal annars
útbúinn með grófum 33 tommu
dekkjum, ARB-læsingum, upp-
færðri fjöðrun og 160 lítra elds-
neytistönkum því það er slæmt
að verða bensínlaus í Afríku utan
alfaraleiðar. Auk þess var jeppinn
með toppgrind, húsi á palli með
skúffukerfi og ísskáp og ýmsum
öðrum búnaði.“
Náttúrufegurð Afríku er stór-
brotin og segir Gísli þau hafa
séð marga ótrúlega fallega staði
og kynnst um leið hlýju heima-
manna. „Mér fannst þó Namibía
og Botsvana standa upp úr. Í Nami-
bíu búa um 3,3 milljónir manna en
landið er tíu sinnum stærra en Ís-
land. Landið er því mjög strjálbýlt
og ekkert fólk að finna á stórum
svæðum. Náttúrufegurðin er alveg
mögnuð og dýralífið mjög fjöl-
breytt. Á sama svæði sáum við fíla,
gíraffa og antilópur hlaupa um,
ljón labba eftir slóðanum eftir góða
máltíð og krókódíla svamla innan
um flóðhesta. Hrægammarnir sátu
svo uppi í tré og biðu eftir að hýen-
urnar hyrfu af braut.“
Mjög góður matur
Sem fyrr segir gistu þau í tjaldi
á toppi jeppans sem gerði allt
skipulag auðveldara að sögn
Gísla. „Auðvitað er hægt að gista
á flestum stöðum en það gaf okkur
mikið frjálsræði að gista í tjaldi.
Við vorum sjálfstæðari fyrir vikið
og ef okkur leist ekki á að stæður á
einum gististað héldum við bara
áfram ferðalaginu. Það skipti
raunar öllu máli í ferðalagi okkar;
að vera sjálfstæður og geta tekið
eigin ákvarðanir varðandi gist-
ingu og hvað við borðuðum.“
Að sögn Gísla var maturinn á
þessum slóðum mjög góður, sér-
staklega í Suður-Afríku, Namibíu
og Botsvana. „Þegar við vorum
komin til Sambíu var maturinn
orðinn meira framandi þar sem
við smökkuðum til dæmis steikta
ánamaðka og sitthvað fleira. Í það
heila var þetta eitthvert stórkost-
legasta ferðalag sem ég hef upp-
lifað og ég væri svo sannarlega til
í frekari ferðalög á þessum slóðum
í framtíðinni.“
Á jeppa í Afríku
Afríka er heil veröld út af fyrir sig. Heimsálfan býr yfir stórkostlegri náttúru,
mjög fjölbreyttu dýralífi og vinalegu fólki sem tekur vel á móti gestum.
Vinirnir Gísli og Stína keyrðu á sérútbúnum jeppa um sex lönd á sex vikum
sem reyndist mikið ævintýri frá upphafi til enda.
Gísli Jónsson með hina stórkostlegu
Viktoríufossa í baksýn.
MYND/GÍSLI JÓNSSON
Eyðimerkur
Namibíu eru ein-
stök náttúrufyrir-
bæri. Á myndinni
sést jeppinn sem
notaður var í
ferðalaginu.
MYND/GÍSLI JÓNSSON
M A D E T O F E E L G O O D.
PARTNER
FÆRÐU HJÁ OKKUR!
SUMARDEKKIN