Fréttablaðið - 15.04.2014, Qupperneq 47
ÞRIÐJUDAGUR 15. apríl 2014 | MENNING | 35
Karl Sigurbjörnsson, fyrrver-
andi biskup, er höfundur nýrrar
myndskreyttrar bókar um lífs-
hlaup Hallgríms Péturssonar sem
forlagið Ugla gefur út. „Ég var í
undirbúningshópi hjá Hallgríms-
kirkju vegna afmælisárs Hall-
gríms og það vantaði stutt og lag-
gott yfirlit yfir ævi hans, kveðskap
og áhrif á menningu okkar og trú.
Það var gaman að vinna að því
og velja myndir sem varpa ljósi á
sögu hans,“ segir Karl og bætir við
að efnið sé komið út, annars vegar
sem bæklingur á íslensku, ensku,
þýsku og dönsku og í bókarformi.
Bókin er aðeins 32 blað síður
í A5-broti. Var ekki erfitt að
koma hinni mögnuðu sögu sálma-
skáldsins fyrir á svo fáum síðum?
„Jú, það þurfti ansi mikið að
velja og hafna því þarna er bara
stiklað á því stærsta. Þetta er
mögnuð lífssaga og ég fullyrði
að enginn Íslendingur hefur haft
önnur eins áhrif á eina þjóð eins og
Hallgrímur Pétursson.“ - gun
Enginn haft
eins mikil áhrif
HÖFUNDURINN „Þarna er bara stiklað
á því stærsta,“ segir Karl um nýju
bókina um Hallgrím Pétursson.
Sæmundur Gunnarsson hefur opnað listsýningu í húsnæði Ófeigs
gullsmiðs á Skólavörðustíg 5. Sýningin kallast Ljós í hrauni,
enda segir listamaðurinn nýlega atburði við Gálgahraun hafa
kveikt með honum ljós.
Þetta er sjöunda einkasýning Sæmundar sem kveðst hafa
krassað og teiknað frá því að hann man eftir sér.
Hann hefur sótt fjölda námskeiða, meðal annars í Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands, Myndlistarskóla Reykjavíkur, hjá
Þuríði Sigurðardóttur og ýmis námskeið á vegum Myndlistar-
félags Reykjanesbæjar.
- gun
Atburðirnir í Gálga-
hrauni innblástur
Nýjasta sýning Sæmundar Gunnarssonar nefnist
Ljós í hrauni. Hún er á Skólavörðustíg 5 í Reykjavík.
LISTAMAÐURINN „Ég hef krassað og teiknað frá því ég man eftir mér,“ segir Sæmundur.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Tónleikar Jazzklúbbsins Múlans
verða annað kvöld í Björtuloftum
Hörpu. Þar kemur fram hljóm-
sveitin Hot Eskimos, en hana
skipa Karl Olgeirsson, sem leikur
á píanó, bassaleikarinn Jón Rafns-
son og Kristinn Snær Agnars son,
sem leikur á trommur.
Eskimóarnir heitu munu leika
lög af plötu sinni Songs from the
Top of the World, sem kom út
árið 2011, og einnig af væntan-
legri plötu en þar kennir einmitt
ýmissa grasa úr poppflóru og
víðar að.
Hot Eskimos
í Múlanum
HOT ESKIMOS Karl Olgeirsson, Jón
Rafnsson og Kristinn Snær Agnarsson.
Katrín Elvarsdóttir heldur erindi
í hádeginu í dag í fyrirlestrar-
sal Þjóðminjasafnsins og nefnist
það Undirbúningsferli og val á
ljósmyndum á sýninguna Betur
sjá augu. Ljósmyndun íslenskra
kvenna 1872-2013 er efni fyrir-
lestrar Katrínar en hún er sýn-
ingarhöfundur Betur sjá augu,
sem er samstarfsverkefni Þjóð-
minjasafns og Ljósmyndasafns
Reykjavíkur.
Á sýningunni Betur sjá augu,
sem lýkur 1. júní, er að finna
ljósmyndaverk eftir 34 konur
sem eiga það sameiginlegt að
hafa unnið við ljósmyndun hér
á landi, flestar sem atvinnu-
ljósmyndarar en einstaka sem
áhugaljósmyndarar.
Um ljós myndun
kvenna