Fréttablaðið - 15.04.2014, Síða 48

Fréttablaðið - 15.04.2014, Síða 48
15. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 36 LEIKLIST ★★★★ ★ Hamlet litli Litla svið Borgarleikhússins HÖFUNDUR: BERGUR ÞÓR INGÓLFS- SON OG HÓPURINN. LEIKSTJÓRN: BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON. LEIKMYND, LEIKBRÚÐUGERÐ OG BÚNINGAR: SIGRÍÐUR SUNNA REYNISDÓTTIR. LÝS- ING: GARÐAR BORGÞÓRSSON. HLJÓÐ: ÓLAFUR ÖRN THORODDSEN. TÓNLIST: KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR. LEIKARAR: SIGURÐUR ÞÓR ÓSKARSSON, KRISTÍN ÞÓRA HARALDSDÓTTIR OG KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR. Best að gangast við því strax; ég er Shakespeare-snobb. Nútíma- uppfærsla á Hamlet, sem miðar að því að opna augu íslenskra ungmenna fyrir gildi klassískrar leikritunar, hljómar eins og eitt- hvað sem lævís óvinur gæti hafa kokkað upp sérstaklega mér til hrellingar. Hamlet Shakespeares er líklega þekktasta leikrit ger- vallra leikbókmenntanna og leik- listarfólk hefur í gegnum árin og aldirnar gert sér mat úr verkinu með afar misjöfnum árangri eins og gengur, bæði með uppfærslum verksins og svo því að byggja lauslega á leikritinu. Hamlet litli fellur í seinni flokkinn; Bergur Þór Ingólfs son fær hér frjálsar hendur, litla leiksvið Borgarleik- hússins (besta leiksvið lands- ins) og fulltingi leikhússins – en frumsýnt var um síðustu helgi. Og útkoman kemur sannarlega ánægjulega á óvart. Bergur Þór, leikstjóri, höfundur leikgerðar og söngtexta, sker verkið inn að beini, styðst við strípaðan söguþráðinn og helstu persónur verksins – veitir sér svo fullkomið frelsi til að setja upp sýningu sem byggir á þeirri sögu með frjálslegu orðfæri sem íslensk ungmenni þekkja. Þetta tekst honum að gera án þess að maður fái á tilfinninguna að verið sé að skælast á Shakespeare – sem hlýtur að teljast verulegt afrek. Eina sem skýtur skökku við er mónólógur sem Ófelía fer með ágætlega en er á skjön við heildarmyndina sem og epílógur sem Hamlet flytur: Þar sem hann ávarpar salinn og útskýrir fyrir leikhúsgestum hvernig beri að skilja sýninguna. Þetta er algjört tabú, út með þessa ræðu en þá er líka upptalið það sem finna má að. Sýningin öll er ákaflega kraft- mikil og sterk. Sigurður Þór Ósk- arsson og Kristín Þóra Haralds- dóttir fara á kostum og bresta í söng, og leika sér að því en fléttuð er inn í frumsamin tón- list sem sjálf Kristjana Stefáns- dóttir semur og flytur ásamt leik- urunum. Kristjana bregður sér einnig í ýmis hlutverk og túlkar til dæmis hinn illa kóng Kládíus með fulltingi bráðskemmtilegrar brúðu. Allt tekst það með miklum ágætum. Leikmyndin sjálf er ákaflega snjöll og skemmtileg; nánast eins og inni í pípuorgeli sé og í pípunum leynast gagn- legir leikmunir – reyndar ein- kenna hugmyndaauðgi og snjallar lausnir sýninguna í heild. Þá er lýsingin með miklum ágætum sem og búningar bráðskemmtilegir og vandaðir. Hér vinnur allt saman eins og best verður á kosið. Bergur Þór er potturinn og pannan í öllu þessu og sýnir hér hversu snjall leikhúsmaður hann er orðinn. Sýningin má heita sigur fyrir Berg. Hún er klukku- stundar löng og salurinn var vel með á nótunum allt frá fyrstu mínútu. Líkast til er ekki hægt að mæla með henni fyrir allra yngstu áhorfendur en þeir sem eru orðnir tíu ára og upp úr ættu að geta haft af henni gagn og mikið gaman. Jakob Bjarnar Grétarsson NIÐURSTAÐA: Sigur fyrir Berg Þór Ingólfsson sem sýnir með stór- skemmti legri, hugmyndaríkri og kröftugri leiksýningu hversu öflugur leikhúsmaður hann er. Hamlet litli fer hamförum HAMLET LITLI „Hér vinnur allt saman eins og best verður á kosið.“ MYND/GRÍMUR BJARNASON „Við erum þrjú á förum norður, Sesselja Kristjánsdóttir mezzó- sópran, Aladár Rácz píanó- og orgel leikari og ég. Við hlökkum til að flytja músík í Mývatns sveitinni. Þar fáum við líka til liðs við okkur karlaoktett sem kallar sig Garðar Hólm. Það verður gaman að tengj- ast menningarstarfseminni heima í héraði,“ segir Laufey Sigurðar- dóttir fiðluleikari og frum kvöðull tónlistarhátíðarinnar Músík í Mývatnssveit sem nú er haldin í sautjánda sinn. Á kammertónleikum í Skjól- brekku á skírdag er Fantasie Impromptu eftir Chopin á dag- skrá, ásamt fiðlu- og píanósónötu eftir Beethoven. Sesselja syngur úr Sígaunaljóðum eftir Dvorák, einnig íslensk lög og óperusmelli, meðal annars úr Carmen, sem hún flutti eftirminnilega í Íslensku óperunni í haust. Átta karla sveitin Garðar Hólm kemur líka fram þar. „Það er allt önnur stemning í Reykjahlíðarkirkju á föstudag- inn langa. Þar verður tónlist sem hæfir stund og stað, meðal annars eftir Bach, Händel og Gluck, ásamt íslenskum sálmalögum,“ segir Laufey og getur þess líka að Svava Björnsdóttir myndlistar maður verði með sýningu á pappírs- skúlptúrum í Skjólbrekku. - gun Músíkin í Mývatnssveitinni Tónlistarhátíðin Músík í Mývatnssveit verður haldin um bænadagana. Kammertónleikar verða í Skjól- brekku og kyrrlátari stemning í Reykjahlíðarkirkju. FRUMKVÖÐULLINN „Það verður gaman að tengjast menningarstarfseminni heima í héraði,“ segir Laufey. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Mér hefur alltaf þótt eftir- tektar vert að fjórar konur skyldu vera með þeim fyrstu sem Hall- grímur trúði fyrir sálmunum sínum,“ segir Steinunn Jóhannes- dóttir rithöfundur. Hún segir lengi hafa blundað í sér að kynna sér sögu þeirra kvenna betur og láta jafnmargar konur flytja Passíusálmana í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Nú er komið að því. Það eru leikkonurnar Helga E. Jóns- dóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Ragnheiður K. Steindórs dóttir ásamt Steinunni sjálfri sem gera það og Arna Kristín Einars dóttir flautuleikari velur og flytur tón- list milli þátta. Dagskráin hefst klukkan 13.30 og stendur til 18.45. Þeir sem mæta í Saurbæ fá afhentan bækling sem Steinunn hefur ritað og nefnist Svoddan ljós mætti fleirum lýsa. Þar rekur hún sögu þeirra fjögurra kvenna sem Hallgrímur valdi sem umboðsmenn sína og rýnir í ástæður hans fyrir því. Konurnar voru Ragnhildur Árnadóttir í Kaldaðarnesi, Helga Árnadóttir í Hítardal, Kristín Jónsdóttir í Einarsnesi og Ragnheiður Brynj- ólfsdóttir í Skálholti. „Allt voru þetta merkiskonur og vel í sveit settar,“ segir Steinunn og kveðst í þessum nýjustu pælingum vera að kynnast markaðsmanninum Hallgrími. „Hallgrímur hafði traust á kvenþjóðinni. Hann biður því þessar fjórar konur að taka sálm- ana til forsvars og sjá til þess að þeim verði ekki varpað undir bekk. Þær eru ekki bara læsar, hann telur þær dómbærar og þar fyrir utan í þeirri stöðu að geta hugsanlega haft áhrif á að sálm- arnir verði afritaðir og að þeir komist í umtal og umferð,“ segir hún. Steinunn telur ljóst að skáldið hafi haft smekk fyrir sterkum konum. „Þeirri fyrstu kynnist hann í barnæsku, Halldóru Guð- brandsdóttur á Hólum, sem þá var mesta valdakona landsins og síðan velur hann sér fyrir eigin- konu Guðríði Símonardóttur, mikinn skörung. Þegar hann þarf að koma stórvirkinu sínu á fram- færi þá velur hann til þess fjórar flottar konur. Þær risu undir þessu trúnaðarhlutverki því þótt handrit Ragnheiðar Brynjólfs- dóttur sé það eina sem varðveist hefur til okkar daga lágu handrit hinna til grundvallar nokkrum útgáfum Passíusálmanna.“ gun@frettabladid.is Hallgrímur hafði traust á kvenþjóðinni Fjórar konur fl ytja Passíusálmana í Hallgrímskirkju í Saurbæ á föstudaginn langa í minningu þeirra fj ögurra kvenna sem Hallgrímur sendi sálmana í eigin- handarritum vorin 1660 og 1661. Steinunn Jóhannesdóttir veit meira. FLYTJENDUR Arna Kristín Einarsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Margrét Guð- mundsdóttir, Helga E. Jónsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir. MYND/ÚR EINKASAFNI Stabat Mater eftir Pergolesi, eitt af höfuðverkum kirkju- legra tónsmíða, verður flutt í Bústaðakirkju á föstudaginn langa klukkan 14. Flytjendur eru Gréta Hergils sópran og Svava K. Ingólfs dóttir mezzósópran við undirleik Jónasar Þóris, kantors Bústaðakirkju, og Gretu Salóme fiðluleikara. Milli þátta verður lesið úr Píslar sögunni. Tónverkið fjallar um raunir Maríu meyjar þar sem hún stendur við kross Jesú Krists og syrgir son sinn. Það er orðin hefð í Bústaða- kirkju að verkið sé flutt í heild á föstudaginn langa. Aðgangur að tónleikunum, sem standa í um það bil 50 mínútur, er ókeypis eins og allar kirkjulegar athafnir. Stabat Mater í Bústaðakirkju Árlegur fl utningur á Stabat Mater eft ir Pergolesi fer fram í Bústaðakirkju á föstudaginn langa. SÓPRAN Meðal þeirra sem flytja Stabat Mater er Gréta Hergils sópransöngkona. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.