Fréttablaðið - 15.04.2014, Blaðsíða 50
15. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 38
Sumarstemning á Coachella
Það er aldeilis hægt að ylja sér við myndirnar frá tónlistarhátíðinni Coachella sem haldin er þessa dagana í steikjandi hita og sól
í Kaliforníu. Fjölmargir leggja leið sína á hátíðina sem fór fram um helgina og heldur áfram þá næstu. Frægasta tónlistarfólk
í heiminum í dag kemur fram á hátíðinni eins og Arcade Fire, Muse, Pharrell Williams, Lorde, Lana del Rey og Ellie Goulding.
GULLKLÆDD Söngkonan Lorde var flott á sviðinu.
Söngkonan Beyonce kom óvænt fram á tónlistarhátíðinni í ár er hún steig
á svið með litlu systur sinni Solange. Systurnar dönsuðu saman við lagið
Losing You við mikinn fögnuð áhorfenda. Poppdívan hefur áður komið
fram á hátíðinni en var ekki á dagskránni í ár og því ákveðinn bónus fyrir
áhorfendur að sjá þær systur saman á sviðinu. Eiginmaður Beyonce, Jay
Z, ákvað líka að koma óvænt fram á hátíðinni en hann stal senunni á tón-
leikum rapparans Nas og tóku þeir lögin Dead Presidents II og Where I’m
From.
Komu óvænt fram
FJÖR Systurnar dönsuðu skemmtilegan dans saman á sviðinu og virtust skemmta
sér hið besta. NORDICPHOTOS/GETTY
■ Fyrsta tónlistarhátíðin var árið 1999 og þá kostaði miðinn 50 Banda-
ríkjadali fyrir hvern dag.
■ Hátíðin tapaði svo miklu fyrsta árið að henni var frestað árið eftir og
þráðurinn tekinn upp á ný árið 2001.
■ Árið 2003 voru gestir 70 þúsund og hátíðin skilaði hagnaði í fyrsta sinn.
■ Árið 2011 voru gestir 225 þúsund talsins og seldist upp á sex dögum.
■ Í fyrra skilaði hátíðin 67 milljóna dollara hagnaði og hefur fest sig í sessi
sem ein vinsælasta tónlistarhátíð í heimi.
COACHELLA-TÓNLISTARHÁTÍÐIN
SÓL OG SUMAR Katy Perry lét sig ekki vanta á hátíðina.
SMART Jared Leto var flottur í tauinu
að venju.
HATTURINN Pharrell Williams tók að
sjálfsögðu með sér hattinn.
VINKONUR Leikkonan Emmy Rossum
og söngkonan Fergie voru sumarlega
klæddar.
NEFHRINGUR Kendall Jenner var með óvenjulegan skartgrip.
N
O
RD
ICPH
O
TO
S/G
ETTY
Græjaðu fermingargjafirnar!
Kláraðu
kaupin hér!
Hljómskærustu pakkarnir
Bose SoundLink Mini hljómtæki
Verð: 39.990 kr.
Sony Bluetooth hljómtæki
Tilboð: 15.192 kr.
Plantronics RIG heyrnartól
Verð: 21.900 kr.
Þráðlaus og létt
græja. Tengist við
snjallsíma. Flott
hulstur fylgir.
Ótrúlega fínn
hljómur sem hægt
er að tengja við
snjallsíma.
Frábær heyrnatól fyrir
tölvuleikjasnillinginn.
Borgartúni 37 / Kaupangi Akureyri
nyherji.is/fermingar
LÍFIÐ