Fréttablaðið - 15.04.2014, Side 54
15. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 42
BAKÞANKAR
Söru
McMahon
Macklemore
@lamMackIemore
14. apríl
„Að ofhugsa
hlutina drepur
hamingjuna.“
Harry Styles
@Harry_Styles
11. apríl
„Er öllum mjög illa
við rauðrófur? Mér finnst það
vera raunin.“
Piers Morgan
@piersmorgan
14. apríl
„Mig grunar að
ákvörðun Oscars Pistorius um
að stíga í vitnastúkuna verði
versta ákvörðun í lögfræði-
sögunni.
STJÖRNURNAR Á
TWITTER
Hönnunargleði í Gerðarsafni
Margt var um manninn í Gerðarsafni í Kópavogi á laugardag þegar útskrift arsýning meistaranema við Lista-
háskóla Íslands var opnuð en sýningin stendur til 11. maí. Átta nemendur í hönnun og myndlist sýndu verk
sín en þetta er fyrsti hópurinn sem útskrifast úr meistaranámi LHÍ í þessum greinum. Verk nemendanna
eru af ýmsum toga, myndir, innsetningar og skúlptúrar.
GLATT Á HJALLA Þórey Sigþórsdóttir
og Fríða Björk Ingvarsdóttir létu sjá sig.
FJÖGUR FRÆKIN Gréta Guðmundsdóttir, Kristján Jónsson, Diljá Þórhallsdóttir og
Stefán Jónsson.
VEL SÓTT Á fimmta hundrað gesta mættu á sýningaropnun í Gerðarsafni. ÍSLENSKI HESTURINN Verk Grétu Guðmundsdóttur um íslenska hestinn vakti athygli.
ÁLFABAKKA
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
AKUREYRI
KEFLAVÍK
THE HOLLYWOOD REPORTERL.K.G - FBL.
EMPIRE ENTERTAINMENT WEEKLYTOTAL FILMTHE GUARDIAN
CHICAGO SUN-TIMES ENTERTAINMENT WEEKLY PORTLAND OREGONIAN
ANDRI & EDDA VERÐA BESTU VINIRMETÉORAANTBOY
SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
MONICA Z 5:50, 8
HARRY OG HEIMIR ATH EKKI TILBOÐ 2, 4, 6, 8, 10
CAPTAIN AMERICA 3D 8, 10:45
NOAH 10:20
HNETURÁNIÐ 2D 2, 4, 6
ÆVINTÝRI PÍBODY 2D 2, 4
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
þriðjudagstilboð
Miðasala á:
ÝHARR OG HEIMIR
NYMPHOMANIAC PART 2
HEILD
GRAND BUDAPEST HOTEL
KL. 6 - 8 - 9 - 10
KL. 6 - 8
KL. 6
KL. 5.45 - 8 - 10.15
ÝHARR OG HEIMIR
HARRÝ OG HEIMIR LÚXUS
GRAND BUDAPEST HOTEL
HNETURÁNIÐ 2D
Ý Í ÍÆVINT RI HR. PBODYS SL. TAL 2D
RIDE ALONG
KL. 4 - 5 - 6 - 7 - 8 - 9 - 10
KL. 4 - 6 - 8 - 10
KL. 5.45 – 8 - 10.15
KL. 3.30 - 5.50
KL. 3.30
KL. 8 - 10.15
-H. S. S., MBL
-B.O., DV
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL
14:00 Sju brödre, Finnland (2012),
finnskumælandi
16:00 Fuglejagten, Danmörk (2012)
18:00 Miss Farkku-Suomi, Finnland
(2012)
20:00 Monica Z, Svíþjóð (2013)
NORRÆN
KVIKMYNDA
HÁTÍÐ
3.–15. APRÍL 2014
NORRÆNA HÚSIÐ
KYNNIR:
Allar kvikmyndirnar eru sýndar með
enskum texta og er frítt inn á hátíðina.
Nánari upplýsingar á norraenahusid.is.
ÞEGAR ég var barn hlakkaði ég til
þess að verða fullorðin. Mér fannst
svalt að sjá fólk halda á innkaupapoka,
heimilispóstinum og bisa við að opna
útidyrnar heima hjá sér. Mér fannst
töff að ganga með seðlaveski og horfa
á fréttatíma RÚV. Mér fannst full orðið
fólk geggjað og ég gat ekki beðið
eftir því að verða tekin í full orðinna
manna tölu.
HIÐ óhjákvæmilega gerðist
og áður en ég vissi af var ég
orðin fullorðin. Ég keypti fast-
eign, skila skattskýrslu minni
á hverju ári, held lífi í plöntum
og bý til sósur frá grunni.
Draumur minn hafði ræst en
skyndilega fannst mér ekki
nóg að vera bara fullorðin
– mig langaði líka að verða
fullkomlega sjálfbjarga full-
orðinn einstaklingur.
FULL bjartsýni hóf ég
ætlunarverk mitt. Árið
2009 lærði ég að taka slátur
og sníða vambir. Í fyrra
lærði ég að smíða rúm úr pallettum …
alvöru rúm á fótum sem stendur enn.
Sama ár kenndi vinkona mín mér réttu
aðferðina við að stytta buxur með broti
í. Eldri starfsmaður í BYKO eyddi
dágóðum tíma í að sýna mér hvernig
eigi að beita sög þannig að það flís-
ist sem minnst úr viðnum. Samstarfs-
maður minn kenndi mér á tækniundrið
sem kallað er snjallsími og góður vinur
kenndi mér að tengja rafmagn.
UM síðustu helgi bættist svo enn í
reynslubanka minn því ég fékk að
aðstoða foreldra mína við að skipta um
eldhúsinnréttingu. Með þolinmæðina
að vopni útskýrði stjúpi minn fyrir mér
hvert handtakið á fætur öðru og þótt
ég sé ekki fullnuma í eldhúsuppsetn-
ingum, þá er ég komin með þokkalegan
grunn.
NÆSTA mál á dagskrá er að dobla
hann tengdaföður minn til að kenna
mér handtökin við að hamfletta rjúpu.
Ég vil einnig læra grunninn í pípu-
lögnum. Það er toppurinn að vera full-
orðinn.
Toppurinn að vera fullorðinn