Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.04.2014, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 15.04.2014, Qupperneq 59
ÞRIÐJUDAGUR 15. apríl 2014 | SPORT | 47 OG 3FALDIR Vildarpunktar Icelandair alla páskana 15.–21. apríl Dæmi: 10.000 kr. áfylling gefur 450 Vildarpunkta. Til að safna Vildarpunktum Icelandair með ÓB-lyklinum þarf að hafa hann tengdan Visa Icelandair korti eða American Express vildarkorti. Einnig er hægt að safna punktum með Sagakorti. Nánari upplýsingar um vildarkerfi ÓB eru á ob.is/vildarkerfi PI PA R\ TB W A - SÍ A - 14 11 20 -12KR. af bensíni og dísel í dag þriðjudag með lykli, Staðgreiðslu- og Tvennukorti Olís Hlaupahópur Stjörnunnar leitar nú að þjálfara til að ganga til liðs við frábæran hóp skemmtilegra einstaklinga. Hópurinn var stofnaður haustið 2012 og er í dag með stærri hlaupahópum landsins. Mikil fjölbreytni er innan hópsins sem og mikið og gott félagslíf Ef þú ert áhugasamur og vilt kynna þér málið frekar vertu þá í sambandi við Odd eða Gunnar, oddur@nordicseafood.is s. 847 7674 eða gunnar@garri.is s. 696 4446. Hlaupagarpar! KÖRFUBOLTI Teitur Örlygsson stýrði Stjörnuliðinu í síðasta sinn á sunnu- dagskvöldið þar sem Garðabæjarliðið datt út úr úrslitakeppninni eftir æsispennandi leik og eins stigs tap fyrir deildarmeisturum KR. Það er óhætt að segja að Teitur hafi skrifað nokkra kafla í sögu körfu- boltans í Garðabænum þau rúmu fimm ár sem hann var við stjórn- völinn í Ásgarði en Stjarnan hefur á þeim tíma orðið að einu af bestu körfuboltaliðum landsins þótt Íslandsbikarinn eigi enn eftir að rata í Garðabæinn. Einn sá óvæntasti í sögunni Teitur tók við Stjörnuliðinu á miðju tímabili 2008-09 og hafði ekki verið marga mánuði í starfinu þegar Stjarnan vann einn óvæntasta sigur í sögu íslenska körfuboltans. Stjarnan vann þá stórstjörnulið KR í bikar- úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni og dramatísk fagnaðarlæti þessa mikla sigurvegara gleymast líklega aldrei. Síðan þá hefur Stjarnan ítrekað endurskrifað körfuboltasögu félags- ins og nú síðast hjálpuðu Stjörnumenn Teiti sjálfum að ná einstökum árangri. Teitur vann fjóra leiki með Stjörnunni í þessari úrslitakeppni og komst þar með upp í 100 sigurleiki í úrslitakeppninni á Íslandi. Hann varð fyrstur til að vinna tíu Íslandsmeistaratitla sem leik maður í úrslitakeppni og tími hans með Stjörnunni kom honum upp um hundrað sigurleiki sem leikmaður og þjálfari í úrslitakeppni. Það eina sem vantar upp á er að vinna Íslandsmeistarabikarinn sem var í huga flestra kominn hálfa leið upp í Ásgarð fyrir ári. Sigur vilji Grindvíkinga verður hins vegar seint vanmetinn og Teitur og félagar urðu að sætta sig við silfrið í annað skiptið á þremur tímabilum. Hafa fest sig í sessi „Hjartað í liðinu í dag eru sömu mennirnir og voru þegar ég kom og við erum að spila svipað kerfi mestallan tímann. Liðið og deildin á sama tíma hefur dafnað frá því að ég tók við Stjörnunni og það hefur verið gaman að fylgjast með uppbyggingunni. Liðið hefur unnið tvö silfur og tvo bikarmeistaratitla og er vonandi búið að festa sig í sessi í körfubolta,“ sagði Teitur við blaðamann Vísis eftir síðasta leikinn sem þjálfari Stjörnuliðsins. Teitur gekk líka stoltur maður út úr Ásgarði á sunnudagskvöldið: „Algjörlega, stoltur og þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Allir vinirnir sem maður er búinn að eignast hérna, það situr eftir í manni,“ sagði Teitur. Komið að 89 prósent sigranna Stjarnan hefur unnið 106 leiki í deild og úrslitakeppni frá upphafi, þar af 94 þeirra undir stjórn Teits Örlygssonar eða 89 pró- sent. Hann hefur komið að báðum stórum titlum félagsins og nú er það í höndum Hrafns Kristjáns- sonar að fylgja starfi hans eftir. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir fyrstu skrefin sem Stjarn- an tók í þjálfaratíð Teits Örlygssonar frá 2009 til 2014. ooj@frettabladi.is Tímamótatíð hjá Teiti Teitur Örlygsson kvaddi Ásgarð á sunnudaginn eft ir fi mm og hálft tímabil sem þjálfari karlaliðs Stjörn unnar. Liðið náði ekki þeim stóra en endur- skrifaði körfuboltasögu Garðabæjar í þjálfaratíð þessa mikla sigurvegara úr Njarðvík. KR - STJ KARLA, KÖRFUB UPP, UPP, UPP Stjarnan steig hvert skrefið af öðru upp metorðastigann á meðan Teitur þjálfaði liðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „NÝJU SKREFIN“ Í GARÐABÆNUM Í ÞJÁLFARATÍÐ TEITS FYRSTA SINN Í UNDANÚRSLIT Í BIKARKEPPNI - 11. janúar 2009 (116-70 sigur á Val) FYRSTA SINN Í BIKARÚRSLITALEIK - 25. janúar 2009 (83-73 sigur á Njarðvík) FYRSTI BIKARMEISTARATITILINN - 15. febrúar 2009 (78-76 sigur á KR) FYRSTA SINN YFIR 50 PRÓSENT SIGURHLUTFALL Á TÍMABILI - 2009/10, 68 prósent (15 sigrar - 7 töp) FYRSTI LEIKUR Í ÚRSLITAKEPPNI - 14. mars 2009 (81-93 tap fyrir Snæfelli) FYRSTI SIGURLEIKUR Í ÚRSLITA- KEPPNI - 29. mars 2010 (95-91 sigur á Njarðvík) FYRSTI SIGUR Í SERÍU Í ÚRSLITA- KEPPNI - 23. mars 2011 (69-66 sigur á Grindavík, 2-1) FYRSTI SIGUR Í UNDANÚRSLITUM Í ÚRSLITAKEPPNI - 27. mars 2011 (75-73 sigur á Snæfelli) FYRSTA SINN Í LOKAÚRSLIT Í ÚR- SLITAKEPPNI - 31. mars 2011 (105-88 sigur á Snæfelli) FYRSTI SIGUR Í LOKAÚRSLITUM Í ÚRSLITAKEPPNI - 14. apríl 2011 (107-105 sigur á KR) FYRSTA FORYSTA Í LOKAÚRSLITUM Í ÚRSLITAKEPPNI - 22. apríl 2013 (101-89 sigur á Grindavík, 2-1)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.