Fréttablaðið - 15.04.2014, Side 62

Fréttablaðið - 15.04.2014, Side 62
15. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 50 Ársfundur EFÍA 2014 Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA verður haldinn þriðjudaginn 6. maí 2014 kl. 14.00 í Hlíðasmára 8, Kópavogi. DAGSKRÁ Allir sjóðfélagar eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum með umræðu- og tillögurétti. Hægt er að nálgast ársfundargögn á heimasíðu sjóðsins www.efia.is. 1. Skýrsla stjórnar 2. Ársreikningur kynntur 3. Tryggingafræðileg úttekt 4. Fjárfestingarstefna 5. Skipun stjórnar og laun stjórnarmanna 6. Val endurskoðanda 7. Önnur mál „Hugmyndin kviknaði eiginlega þegar ég var að fara að sofa eitt kvöldið,“ segir Vilhjálmur Sanne en hann var að opna veitingastað- inn Chuck Norris Grill á Lauga- veginum. „Ég og konan mín vorum að velta fyrir okkur nafni á stað- inn og þá datt okkur í hug þetta þema,“ segir Vilhjálmur en flestir hljóta að kannast við brandarana um Chuck Norris og hörku hans. „Við ákváðum í kjölfarið að fara þá leið að leggja mesta áherslu á steikarsamlokurnar,“ segir veit- ingastaðareigandinn sem bætir því við að á matseðlinum verði ýmiss konar grillmatur ásamt steikarsamlokunum. „Við erum með hamborgarana eins og flestir grillstaðir en okkur fannst vanta fleiri staði sem sérhæfðu sig í steikarsamlokum.“ Staðurinn var opnaður síðastlið- inn föstudag og segir Vilhjálmur viðtökurnar hafa verið góðar. „Fólki finnst þetta skemmtilegt, Chuck Norris er náttúrlega gler- harður.“ Á bak við staðinn er einnig að finna myndar legan garð sem Vilhjálmur segir eiga eftir að nýtast vel í sumar þegar sólin fer að skína. „Við erum með nokkur borð og stóla úti en síðan getur fólk líka sest inni eða tekið matinn heim með sér,“ segir Vilhjálmur sem mælir með því að fólk líti inn og grípi með sér eitthvað af grillinu. „Við bjóðum líka upp á góð salöt og steikur, hér geta allir fundið sér eitthvað.“ Chuck Norris er glerharður Vilhjálmur Sanne var að opna nýstárlegan grillstað á Laugaveginum þar sem þemað er Chuck Norris. GÓÐUR MATUR Vilhjálmur Sanne segir að allir geti fundið sér eitthvað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA The Darjeeling Limited eftir Wes Anderson er í uppáhaldi. Matthildur Matthíasdóttir, fyrirsæta BESTA BÍÓMYND Steinunn „Eldflaug“ Harðardóttir er betur þekkt sem dj. flugvél og geimskip en hún byrjaði mjög ung að semja tónlist og er nýjasti við- mælandi þáttarins Á bakvið borðin. „Það eru samt bara til upp- tökur frá því að ég var fimm ára því þá fékk ég kassettutæki að gjöf,“ segir Steinunn í viðtali við þáttarstjórn endurna. „Ég fann síðan kassetturnar um daginn og varð svo hissa á því að lögin sem ég var að semja þá eru rosalega svipuð nýjustu lögunum mínum, textar og allt.“ Tónlistarkonan segir einnig í við- talinu að áhuginn á raftónlist hafi kviknað þegar frændi hennar gaf henni vinsælan geisladisk eftir fræga rafhljómsveit. „Hann kom sem sagt með diskinn Fat of the Land eftir Prodigy,“ segir Steinunn. „Þá var ekki aftur snúið eftir að ég var búin að hlusta á hann.“ Í þættinum leikur Steinunn listir sínar á ýmsa hljóðgervla en sá sem hún notar einna mest er hljóðfæri sem hún hefur nefnt Stóru nýbylgj- una. Aðspurð hvort það séu ein- hverjir tónlistarmenn sem hafa haft áhrif á hana segir hún að Sig- ríður Níelsdóttir, einnig þekkt sem Grandma Lo-Fi, hafi haft góð áhrif á hana. „Hún gerði tónlistina sína og tók hana upp sjálf og bjó síðan til geisladiska sem hún lét selja í búðum,“ segir Steinunn. „Þá hugs- aði ég bara, nú jæja, þetta er ekkert mál.“ baldvin@frettabladid.is Fékk kassettutæki fi mm ára Steinunn „Eldfl aug“ Harðardóttir er betur þekkt sem dj. fl ugvél og geimskip en hún segir að Grandma Lo-Fi hafi haft góð áhrif á hana sem tónlistarkonu. HÆFILEIKARÍK Dj. flugvél og geimskip spilar mest á hljóðgervla. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég var orðin svo pirruð á ákveðinni forræðishyggju sem var í gangi í samskiptum skóla- stjórnar og nemendafélagins,“ segir Salka Valsdóttir, einn með- lima Reykjavíkurdætra, en hún bauð sig fram til forseta Nem- endafélags Menntaskólans við Hamrahlíð og hengdi upp nektar- myndir af sjálfri sér sem plaköt. „Það var rosaleg ritskoðun í skólablaðinu og mér fannst ég heldur ekki búin að pönkast nægilega mikið í stjórn,“ segir Salka og hlær. „Mér finnst að til gangur nemendafélags sé að gera allt eins skemmtilegt og hægt er fyrir nemendurna en núna er eins og það sé verið að aga þá og allt gert til þess að þóknast skólastjórninni.“ Salka bjó til síðu vegna framboðsins á Facebook en var bönnuð í kjölfar myndbirtingarinnar. „Fyrst kom viðvörun en síðan var ég sett í bann í 48 klukkustundir,“ segir Salka en Facebook hafði flokk- að myndina sem klám. „Þetta er klárlega ekki klám og það er engin hlutgerving við þessa mynd heldur er þetta bara falleg mynd sem vinkona mín, Sólveig Lára, tók.“ segir Salka. „Það er eins og þeir séu með einhverja græju sem skannar hvort það séu brjóst á myndum en ef ég væri karlmaður sem væri ber að ofan þá yrði ekkert sagt.“ Athæfi Sölku virðist þó hafa vakið athygli utan skólans en vinkona hennar sem stundar nám við Verslunarskóla Íslands sagði henni að einstaklingar innan Versló hefðu spurst fyrir um athæfið. „Það voru einhverjar stelpur að spyrja vinkonu mína hvort ég væri ekki hrædd um að fólk héldi að ég væri lauslát út af myndunum,“ segir Salka. „Síðan voru nokkrar stelpur sem spurðu hvort kærastinn minn leyfði mér að vera með hár undir höndun- um,“ segir Salka og hlær en hún undirbýr brúðkaup sitt og unn- usta síns, Almars S. Atlason- ar. „Vinkona mín sagði þessum stelpum að ég væri ekki beint lauslát, í ljósi þess að ég væri að fara að gifta mig í sumar,“ segir Salka sem er ákaflega spennt fyrir athöfninni. baldvin@frettabladid.is Nakin í framboði Salka Valsdóttir var ekki sátt við forræðishyggjuna sem virtist ríkja innan veggja Menntaskólans við Hamrahlíð og ákvað því að taka málin í sínar hendur. FEMÍNISTI Salka Valsdóttir vekur mikla athygli. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL UMDEILD Salka Valsdóttir var nakin á framboðsplakötunum. Síðan voru nokkrar stelpur sem spurðu hvort að kærastinn minn leyfði mér að vera með hár undir höndunum. Salka Valsdóttir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.