Fréttablaðið - 15.04.2014, Page 64

Fréttablaðið - 15.04.2014, Page 64
FRÉTTIR AF FÓLKI Cell7 burt úr bænum Hipphoppgyðjan Cell7, Ragna Kjart- ansdóttir, hefur sett gömlu húfuna frá Subterranean-árunum upp og er tilbúin í kuldann á Ísafirði. Ragna kemur fram á Aldrei fór ég suður en þetta er í fyrsta sinn sem hún stígur á svið á há- tíðinni. Rögnu fylgir hljómsveit skipuð þeim Magnúsi Trygvasyni Eliassen, Andra Ólafssyni og Steingrími Teague. Von er á meira brölti út fyrir höfuð- borgarsvæðið frá Cell7 og fylgisveinum en Ragna fékk nýlega styrk frá Kraumi til tónleikahalds á landsbyggðinni. Eins og alþjóð veit er fátt betra til að halda á sér hita í páskahretinu en að dansa við þéttan hipp- hopptakt. - ssb Hittust á Everest Pólfarinn Vilborg Arna Gissurar- dóttir og leikkonan Saga Garðars- dóttir hittust í gær í grunnbúðum við Everest, hæsta fjallstind í heimi. Vilborg birti mynd af fagnaðar- fundunum, eins og hún kallar þá, á Facebook-síðu sinni. „Vildi að Saga gæti verið með okkur alla daga,“ skrifar Vilborg við myndina. Everest er síðasti tindurinn af tind- unum sjö, hæstu tindunum í hverri heimsálfu, sem Vilborg klífur á einu ári. Grunnbúðirnar eru í um 5.300 metra hæð og ætlar Vilborg að dvelja þar í sex vikur ef marka má ferðadagbók hennar á vefsíðunni vilborg.is. - lkg Mest lesið 1 „Ætlarðu svo að reyna að taka kredit fyrir það að mér gangi vel í tónlistinni í dag?“ 2 Sex mánaða fangelsi fyrir að „vera of góður í rúminu“ 3 Umfj öllun, viðtöl og myndir: Stjarnan- KR 89-90 | KR komið í úrslit 4 Takk fyrir mig! 5 Listi yfi r Íslendinga í skattaskjóli afh entur VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja Opið alla páskana í Vesturbergi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.