Fréttablaðið - 25.04.2014, Síða 8

Fréttablaðið - 25.04.2014, Síða 8
25. apríl 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is RÍFLEGA HRINGINN Á EINUM TANKI! Renault Megane hefur slegið í gegn sem einn sparneytnasti bíll landsins. Nýr Megane er ekki síðri sparibaukur því beinskiptur Megane með start/stopp búnaði notar aðeins 3,5 l/100 km og sjálfskiptur 4,2 l/100 km*. Þú getur því keyrt ríflega 1.700 km á einum tanki á þessum framúrskarandi sparneytna bíl og CO2 útblástur er einungis frá 90 g/km. www.renault.is GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 E N N E M M / S ÍA / N M 6 13 10 RENAULT MEGANE DÍSIL, SJÁLFSKIPTUR. VERÐ 3.590.000 KR. RENAULT MEGANE SPORT TOURER DÍSIL, SJÁLFSKIPTUR. VERÐ 3.890.000 KR. NÝR RENAULT MEGANE ÖRYGGIS GÆTT Indverskur lögreglumaður leitar á íbúum áður en þeir ganga til kjörfundar í Mattan í Anantnag-kjördæmi í gær. Yfir 814 milljónir hafa kosningarétt í landinu, en kosningarnar eru þær fjölmennustu í heimi. Útlit er fyrir að niðurstöðurnar verði á þá leið að til valda komist stjórnarandstöðuflokkur þjóðernissinnaðra hindúa. Á Indlandi hefur hagvöxtur verið dræmur og lands- menn langþreyttir á spillingu, auk þess sem varað hefur verið við vaxandi ólgu vegna núnings ólíkra trúarbragða. NORDICPHOTOS/AFP Fjölmennustu kosningar í heimi standa nú yfi r á Indlandi Úrslit nálgast í Afganistan 1AFGANISTAN Abdullah Abdullah hefur enn yfirburða-forystu, með nærri 44 prósent atkvæða, þegar 82 prósent atkvæða hafa verið talin upp úr kjörkössum forsetakosninganna í Afganistan. Ashraf Ghani er enn í öðru sæti með nærri 33 prósent. „Endanlegar bráðabirgðatölur“, eins og það er kallað, verða birtar á laugardag. Þrátt fyrir sögur um kosningasvindl verður kosið á milli tveggja efstu í seinni umferð kosninganna, innan nokkurra vikna. Smáríki kærir stórveldin 2MARSHALL-EYJAR Stjórnin á Marshall-eyjum í Kyrrahafinu hefur lagt fram kæru hjá Alþjóðadómstólnum í Haag á hendur þeim níu ríkjum sem hafa yfir kjarnorkuvopnum að ráða, nefnilega Bandaríkjunum, Rússlandi, Bretlandi, Frakk- landi, Kína, Ísrael, Indlandi, Pakistan og Norður-Kóreu. Þessi ríki eru sökuð um gróf brot á alþjóðalögum með því að vinna að því að endurnýja kjarnorkuvopn sín í staðinn fyrir að vinna að kjarnorkuafvopnun. Saknaði Afríku 3HAVAÍ Fimmtán ára piltur faldi sig í hjólabúnaði farþegaþotu þegar hún var á flugvelli í San Francisco í Bandaríkjunum. Hann var enn á lífi þegar vélin lenti í Honolúlú á Havaí á sunnudagsmorgun, en var harla ringlaður, þyrstur og varla fær um að ganga eftir þrekraunina uppi í háloftunum, þar sem loftið er þunnt og kuldi mikill. Faðir hans sagði síðar að stráksi hefði saknað Afríku svo mikið, en þar bjuggu þeir áður. Honum hefði líka gengið illa í skóla. Símar prentaðir á föt 4ÁSTRALÍA Vera má að símar verði innan einhverra ára orðnir það þunnir að hægt verði að prenta þá á föt. Þetta fullyrða vísindamenn við Monash-háskóla í Ástralíu, sem hafa unnið að rannsóknum á nanótækni. Meðal annars hafa þeir kannað möguleikana á nanóprentun sem gerir mönnum kleift að prenta örsmáar rafrásir, til dæmis á föt. Chanaka Rupasinghe hefur stjórnað þessum rannsóknum. HEIMURINN 1 2 4 3 ABDULLAH ABDULLAH

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.