Fréttablaðið - 25.04.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.04.2014, Blaðsíða 8
25. apríl 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is RÍFLEGA HRINGINN Á EINUM TANKI! Renault Megane hefur slegið í gegn sem einn sparneytnasti bíll landsins. Nýr Megane er ekki síðri sparibaukur því beinskiptur Megane með start/stopp búnaði notar aðeins 3,5 l/100 km og sjálfskiptur 4,2 l/100 km*. Þú getur því keyrt ríflega 1.700 km á einum tanki á þessum framúrskarandi sparneytna bíl og CO2 útblástur er einungis frá 90 g/km. www.renault.is GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 E N N E M M / S ÍA / N M 6 13 10 RENAULT MEGANE DÍSIL, SJÁLFSKIPTUR. VERÐ 3.590.000 KR. RENAULT MEGANE SPORT TOURER DÍSIL, SJÁLFSKIPTUR. VERÐ 3.890.000 KR. NÝR RENAULT MEGANE ÖRYGGIS GÆTT Indverskur lögreglumaður leitar á íbúum áður en þeir ganga til kjörfundar í Mattan í Anantnag-kjördæmi í gær. Yfir 814 milljónir hafa kosningarétt í landinu, en kosningarnar eru þær fjölmennustu í heimi. Útlit er fyrir að niðurstöðurnar verði á þá leið að til valda komist stjórnarandstöðuflokkur þjóðernissinnaðra hindúa. Á Indlandi hefur hagvöxtur verið dræmur og lands- menn langþreyttir á spillingu, auk þess sem varað hefur verið við vaxandi ólgu vegna núnings ólíkra trúarbragða. NORDICPHOTOS/AFP Fjölmennustu kosningar í heimi standa nú yfi r á Indlandi Úrslit nálgast í Afganistan 1AFGANISTAN Abdullah Abdullah hefur enn yfirburða-forystu, með nærri 44 prósent atkvæða, þegar 82 prósent atkvæða hafa verið talin upp úr kjörkössum forsetakosninganna í Afganistan. Ashraf Ghani er enn í öðru sæti með nærri 33 prósent. „Endanlegar bráðabirgðatölur“, eins og það er kallað, verða birtar á laugardag. Þrátt fyrir sögur um kosningasvindl verður kosið á milli tveggja efstu í seinni umferð kosninganna, innan nokkurra vikna. Smáríki kærir stórveldin 2MARSHALL-EYJAR Stjórnin á Marshall-eyjum í Kyrrahafinu hefur lagt fram kæru hjá Alþjóðadómstólnum í Haag á hendur þeim níu ríkjum sem hafa yfir kjarnorkuvopnum að ráða, nefnilega Bandaríkjunum, Rússlandi, Bretlandi, Frakk- landi, Kína, Ísrael, Indlandi, Pakistan og Norður-Kóreu. Þessi ríki eru sökuð um gróf brot á alþjóðalögum með því að vinna að því að endurnýja kjarnorkuvopn sín í staðinn fyrir að vinna að kjarnorkuafvopnun. Saknaði Afríku 3HAVAÍ Fimmtán ára piltur faldi sig í hjólabúnaði farþegaþotu þegar hún var á flugvelli í San Francisco í Bandaríkjunum. Hann var enn á lífi þegar vélin lenti í Honolúlú á Havaí á sunnudagsmorgun, en var harla ringlaður, þyrstur og varla fær um að ganga eftir þrekraunina uppi í háloftunum, þar sem loftið er þunnt og kuldi mikill. Faðir hans sagði síðar að stráksi hefði saknað Afríku svo mikið, en þar bjuggu þeir áður. Honum hefði líka gengið illa í skóla. Símar prentaðir á föt 4ÁSTRALÍA Vera má að símar verði innan einhverra ára orðnir það þunnir að hægt verði að prenta þá á föt. Þetta fullyrða vísindamenn við Monash-háskóla í Ástralíu, sem hafa unnið að rannsóknum á nanótækni. Meðal annars hafa þeir kannað möguleikana á nanóprentun sem gerir mönnum kleift að prenta örsmáar rafrásir, til dæmis á föt. Chanaka Rupasinghe hefur stjórnað þessum rannsóknum. HEIMURINN 1 2 4 3 ABDULLAH ABDULLAH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.