Fréttablaðið - 27.05.2014, Blaðsíða 21
KYNNING − AUGLÝSING Mótorhjól27. MAÍ 2014 ÞRIÐJUDAGUR 3
Mótorhjólaverslunin Reykja-vík Motor Center (RMC) hefur umboð fyrir fjölda
þekktra gæðamerkja á Íslandi á
borð við Piaggio-, Vespa-, Aprilia-,
Moto Guzzi- og BMW-mótorhjól.
Að sögn Eyþórs Örlygssonar, fram-
kvæmdastjóra RMC, verður aðal-
áherslan í ár lögð á mikla breidd frá
BMW þegar kemur að nýjum mótor-
hjólum, þó með áherslu á hina svo-
kölluðu GS (möl/malbik) ferðahjó-
lalínu sem hentar íslenskum aðstæð-
um best. „Fyrst ber að nefna BMW
G650GS, sem er létt og meðfærilegt
eins strokks 652 rsm hjól sem hentar
byrjendum jafnt sem lengra komn-
um. Hjólið er í boði í tveimur út-
gáfum, G650 GS og G650 GS Sertao,
en báðar útgáfurnar eru með ABS-
hemlakerfi og hita í handföngum
sem staðalbúnað. Helsti munur-
inn á þessum tveimur útgáfum er að
Sertao-týpan er hærra hjól með meiri
torfærueiginleika en báðar gerðir eru
minnaprófshjól samkvæmt Sam-
göngustofu.“
Næst nefnir Eyþór til sögunn-
ar BMW F700GS og F800GS línuna
sem eru millistór tveggja strokka 800
rsm ferðahjól sem fást í þremur út-
færslum; F700GS, F800GS og F800GS
Adventure. „F700/800GS-línan er að
margra mati þau hjól sem henta ís-
lenskum aðstæðum allra hjóla best.
Þau eru jafnvíg á malarvegi og bund-
ið slitlag en hafa jafnframt getu til að
fara erfiðari hálendisvegi með þó
nokkrum þægindum. Við höfum
gantast með að F700/800GS-línan
sé jepplingar mótorhjólanna. F700GS
er með lægri sætishæð en flest önnur
ferðahjól á markaði, F800GS er með
meiri torfærueiginleika og F800GS
Adventure sameinar meiri torfæru-
eiginleika og þægindi á lengri ferð-
um. Nefna má að F700/800GS-hjól-
in koma með ríkulegum búnaði frá
verksmiðjunni; ABS-hemlakerfi,
spólvörn, hita í handföngum, akst-
urstölvu og rafstýrðri fjöðrun svo
eitthvað sé nefnt.“
Mesti töffarinn
RMC hefur einnig til sölu toppinn í
ferðahjólum sem er BMW R1200GS
og ofurferðahjólið BMW R1200GS
Adventure sem er að sögn Eyþórs eitt
mesta tækniundur sem rúllað hefur
á tveimur hjólum síðari ár. „BMW
R1200GS er arftaki BMW R80G/S
sem markaði upphaf stórra ferða-
hjóla í byrjun níunda áratugarins.
R1200GS hefur sannað sig sem eitt
albesta ferðahjól sem völ er á frá því
það var fyrst kynnt til sögunnar árið
2003. Tíu árum síðar, eða árið 2013,
kynnti BMW til sögunnar arftakann,
R1200GS LC, sem er algjörlega end-
urhannaður frá grunni. Eina samlík-
ingin er drifskaftið og hinn einkenn-
andi tveggja strokka boxermótor en
þar endar samlíkingin. Hin nýju
R1200GS og R1200GS Adventure eru
að sönnu lúxusferðahjól með tals-
verða torfærueiginleika en um leið
meiri þægindi og búnað en þekkst
hefur í mótorhjólum af þessari gerð.“
Búnaður sem fylgir hjólunum er
meðal annars hæðarstillanleg vind-
hlíf, ABS-hemlar, spól- og skrikvörn,
fullkomin aksturstölva, rafstýrð
fjöðrun, hiti í handföngum, skrið-
stillir og stillanleg aksturskerfi eftir
aðstæðum.
Önnur lína sem verslunin leggur
mikla áherslu á í ár er að sögn Eyþórs
einn mesti töffari sem sést hefur hin
síðari ár, hið stórglæsilega R nineT.
„Hjólið er eins og nafnið gefur til
kynna hylling BMW til 90 ára sögu
fyrirtækisins sem mótorhjólafram-
leiðanda. Það er í gömlum stíl með
1200 rsm, 110 hö og tveggja strokka
boxervél en þó með öllum nútíma-
búnaði eins og ABS-hemlum, spól-
vörn, aksturstölvu og hita í hand-
föngum. R nineT er framleitt í tak-
mörkuðu upplagi og eingöngu sem
árgerð 2014. Ársframleiðslan er upp-
seld á heimsvísu en við náðum að
tryggja okkur þrjú eintök. Þetta frá-
bæra hjól er hannað með einstak-
lingshyggju mótorhjólakappans í
huga en með örfáum handtökum er
hægt að breyta R nineT í svo kallað-
an Café Racer eða Bobber.“
Gott verkstæði
RMC rekur þjónustuverkstæði sem
er sérútbúið fyrir BMW, Harley-
Davidson og þau merki sem falla
undir Piaggio Group. „Þess utan
þjónustum við allar gerðir bifhjóla
og reynum að vera leiðandi í þjón-
ustu við mótorhjólamenn og -konur.
Ef við eigum ekki varahlutinn getum
við yfirleitt útvegað hann með stutt-
um fyrirvara. Við erum með eina
best búnu dekkja- og smurþjónustu
landsins fyrir bifhjól og bjóðum dekk
frá öllum helstu dekkjaframleiðend-
um heims. Við reynum að eiga dekk
á lager fyrir sem flest götu- og ferða-
hjól en séu þau ekki til getum við oft-
ast útvegað þau með mjög skömm-
um fyrirvara.“
Eyþór segir verslunina vera leið-
andi í þjónustu við hinn ört stækk-
andi hóp ferðahjóla. Auk þess bjóði
hún upp á aukahluti og töskur á flest-
ar gerðir ferðahjóla frá einum stærsta
framleiðanda heims. „Við bjóð-
um einnig sérhannaðar vatnsheld-
ar mótorhjólatöskur og poka frá Ort-
lieb og vatnshelda hanska og sokka
frá SealSkins. Hjálma eigum við af
flestum gerðum, meðal annars með
innbyggðu sólgleri og Bluetooth-
búnaði. Við reynum ávallt að vera
með fjölbreytt úrval notaðra bifhjóla
á verði sem hentar flestum í björtum
og rúmgóðum sýningarsal okkar á
Kleppsvegi í Reykjavík.“
Nánari upplýsingar má finna
á www.rmc.is og á Facebook-síðu
verslunarinnar.
Gott úrval glæsilegra mótorhjóla
Einungis gæðamerki eru til sölu hjá Reykjavík Motor Center. Verslunin hefur umboð fyrir fjölda þekktra merkja og býður upp á
glæsileg og vönduð hjól í sumar auk þess að bjóða upp á fjölbreytt úrval aukahluta fyrir öll hjól. Þjónustuverkstæði verslunarinnar
sinnir öllum gerðum mótorhjóla og er vel útbúið varahlutum.
Harley-Davidson hjólin er stórglæsileg.
MYND/GVA
Mikið úrval aukahluta er á boðstólum í verslun RMC. MYND/GVA
R1200GS Adventure-mótorhjólið er sann-
kallað tækniundur. MYND/GVA
RMC býður upp á gott þjónustuverkstæði fyrir nær allar gerðir bifhjóla.
MYND/GVA
Eyþór Örlygsson, framkvæmdastjóri RMC, situr á töffaranum R nineT. MYND/GVA