Fréttablaðið - 27.05.2014, Síða 22
KYNNING − AUGLÝSINGMótorhjól ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 20144
Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, náðu nýverið þeim merka
árangri að fá úthlutað fyrsta sérmerkta bifhjólastæðinu á Íslandi.
Stæðið er tvöfalt og upphitað við verslunarmiðstöðina Smáralind
og senn verða tekin í notkun bifhjólastæði í Kringlu, Aðalstræti og
Skólastræti.
„Bifhjólastæði eru löngu tímabær á höfuðborgarsvæðinu því
bifhjólum hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum árum,“ segir
Iðunn Arnarsdóttir í umferðarnefnd Snigla.
Hún segir æ fleiri nota bifhjól sem farartæki og að nú séu um 11
þúsund bifhjól á landinu, fyrir utan vespur og rafmagnsvespur.
„Margir eru smeykir við að leggja hjólum sínum í hefðbundin
bílastæði, ekki síst ef bifreiðum er lagt sitt hvoru megin við hjólið.
Þá lítur stæðið út fyrir að vera autt og aðvífandi bílar skella á hjól-
unum. Til að verja hjólin leggja menn þá frekar á gangstéttum en
það stuðar svo gangandi vegfarendur og vitaskuld viljum við ekki
pirra neinn.“
Ingunn segir bifhjólastæðin viðurkenningu á að bifhjól séu
hluti af íslenskri umferðarmenningu þar sem öllum þarf að lynda
saman.
„Eðlilega þurfa borgaryfirvöld svo að hagræða fyrir bifhjólafólk
líkt og gert hefur verið fyrir reiðhjólafólk víða í borginni.“
Bifhjólastæðin eru sérmerkt skiltum sem Sniglar létu útbúa og
vonast til að fari sem víðast. „Sniglar eru hagsmunasamtök bif-
hjólafólks um land allt og að sjálfsögðu eru stæðin fyrir allt bif-
hjólafólk, burtséð frá klúbbum eða félögum,“ segir Iðunn.
Lesendur eru hvattir til að hafa samband við stjórn Snigla ef
þeir hafa hugmynd um hentuga staði fyrir bifhjólastæði, netfang
er stjorn@sniglar.is.
Bifhjólastæði í fyrsta sinn
Í Smáralind eru stæði fyrir sex bifhjól og hvetur Iðunn bifhjólafólk til að notfæra sér
stæðin til að sýna þörfina í verki. MYND/IÐUNN ARNARSDÓTTIR
Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | sími 540 4900
Facebook/YamahaMotorIsland
www.yamaha.is
Þú ferð lengra á Yamaha!
Sérpöntum mótorhjól - afhendingartími 2 vikur
Motocross er frekar ung íþrótt á Íslandi en samt sem áður er fjöldi þeirra
sem stunda hana mikill. Moto-
cross-íþróttin er innan vébanda
Mótorhjóla & snjósleðaíþrótta-
sambands Íslands, MSÍ, og er það
fimmta stærsta sérsambandið
innan ÍSÍ. Um fimm þúsund iðk-
endur og keppendur eru skráðir
innan MSÍ. „Í hverri keppni eru 90
til 140 keppendur á ráslínu,“ segir
Sverrir Jónsson, liðstjóri Team
Yamaha.
„Fjórtán einstaklingar munu
keppa fyrir Team Yamaha í sumar
og að öllum líkindum verður þetta
eitt fjölmennasta liðið. Við erum
með mjög efnilegt unglingalið en
við gerum okkur vonir um að þeir
Þorsteinn Helgi Sigurðsson og
Óliver Örn Sverrisson berjist um
titilinn í sumar í sínum flokki.
Svo er aðalfrétt ársins í sport-
inu sú að margfaldur Íslands-
meistari í motocrossi, Eyþór
Reynisson, er kominn yfir í Team
Yamaha frá Honda. Hann hefur
verið einn besti ökumaður lands-
ins síðustu fimm árin og hefur
meðal annars vakið athygli á er-
lendri grundu þar sem hann
hefur verið að keppa. Við bindum
vonir við að hann standi uppi sem
sigurvegari í lok sumars í sínum
flokki.“
Ný Yamaha-hjól uppseld strax
Sverrir segir fjölda þátttakenda
í motocrossi vera að aukast en
nokkur niðursveif la hafi orðið
á árunum í kringum hrunið.
„Íþróttin er mjög skattlögð og lík-
legast sú íþróttagrein sem er mest
skattlögð af öllum þeim sem hér
eru stundaðar. Auk þess að bera
þó nokkur vörugjöld þurfum við
líka að borga skatta og gjöld af
bensíni sem renna til vegagerð-
ar þó við notum ekki vegina og
keppum í lokuðum brautum. Af
þeim sökum fækkaði þeim sem
stunda íþróttina nokkuð á þeim
tíma vegna hækkandi verðlags.
Nú hefur Arctic Trucks endurreist
Team Yamaha en hjá þeim má fá
fjölbreytt úrval Yamaha-moto-
crosshjóla fyrir flesta aldurshópa.“
Yamaha kom með ný hjól á
markað í vor, bæði í 250cc (rúm-
sentimetrum) og í 450cc en þau
heita Yamaha YZ250F og YZ450F.
„Yamaha YZ250F hefur hvarvetna
verið kosið eitt besta hjól ársins í
helstu fjöl- og vefmiðlum heims.
Það þykir afskaplega vel heppnuð
smíði og það sem stendur upp úr er
mótor, fjöðrun og léttleiki. Hjólið
er uppselt hjá framleiðanda og er
ófáanlegt í Evrópu vegna mikill-
ar eftirspurnar. Öll hjól sem komu
til landsins eru uppseld og seldust
þau áður en þau komu til lands.“
Ein erfiðasta íþróttin
Allir meðlimir Team Yamaha
keppa bæði í enduro og moto-
crossi en helsti munurinn er sá
að í motocrossi er keppt í afmark-
aðri braut. „Í enduro er keyrt eftir
slóðum og stígum en í motocrossi
er keyrt hring eftir hring í lokaðri
braut. Líf motocross-ökumanns-
ins sem keppnismanns er ekki
mjög langt því að líkamlega er
þetta ein erfiðasta keppnisíþrótt
sem til er. Fólk ímyndar sér að
þetta sé ekkert mál, að það sé bara
setið á rassinum og snúið upp á
rör. Ég hef sjálfur verið í mörgum
íþróttum og þetta er það lang-
erfiðasta sem ég hef gert. Ég var í
góðu formi þegar ég byrjaði en ég
komst bara þrjá hringi lullandi í
öðrum gír en menn fara allt upp
í tuttugu hringi á fullum hraða í
keppni og það í tvígang sama dag-
inn,“ segir Sverrir og hlær.
Ekki bara setið á rassinum og stýrt
Motocross er vinsæl íþrótt á Íslandi en áætlað er að um fimm þúsund manns stundi torfæruakstur af einhverju tagi hér á landi. Yamaha-
motocross-hjól fást í fjölbreyttu úrvali fyrir flesta aldurshópa hjá Arctic Trucks en fyrirtækið styður einnig við bakið á Team Yamaha.
Björk Erlings-
dóttir á Yamaha
YZ250F
sem seldist
upp áður
en það kom
til landsins.
Björk keppir í
kvennaflokki
fyrir Team
Yamaha en hún
er fædd árið
1967.