Fréttablaðið - 27.05.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 27.05.2014, Blaðsíða 38
27. maí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 30 „Ég er svo viðkvæm sál, ég er farinn að svitna,“ segir Ásgeir Ásgeirsson, betur þekktur sem frétta- ljósmyndarinn Geirix hjá PressPhotos, en hann opnar sína fyrstu einkasýningu, Á nærfötunum: Hin hliðin á íslenskum stjórnmálum, í Tjarnarbíói klukkan sex í dag. „Maður er búinn að sanka að sér myndum í gegnum tíðina sem passar ekki að hafa í fréttum, svona húmorsatvik sem gerast bak við tjöld- in. Og vegna þess að það eru kosningar þá var hugs- unin að hafa smá húmor, létta fólki lundina og leyfa því að brosa,“ segir Ásgeir. Aðspurður hvort ekki hefði verið erfitt að fá póli- tíkusana til að taka þátt sagðist Ásgeir ekki hafa gefið þeim neitt val. „Ég sneri upp á handlegginn á þeim og fékk að lokum leyfi frá þeim til að sýna þessar óvana- legu myndir,“ segir Ásgeir og hlær. „Raunveruleik- inn er oft skondnari en fólk sér í fréttum.“ S. Björn Blöndal, borgarstjóraefni Bjartrar fram- tíðar, og frambjóðendur Pírata munu formlega opna sýninguna með því að afhjúpa einstakar myndir af sér, þar sem þau sýna á sér nýjar og óvæntar hlið- ar. „Ég býst við því að þurfa að fela mig undir pils- faldinum á vertinum þegar borgarstjóraefnin koma hlaupandi á eftir mér,“ segir Ásgeir að lokum. - ósk Maður er búinn að sanka að sér myndum í gegnum tíðina sem passar ekki að hafa í fréttum Ásgeir Ásgeirsson, ljósmyndari „Mér hefur verið líkt við svo mikið af fólki að ég hef ekki spáð mikið í þessu,“ segir hinn 25 ára gamli Sigurður Örn Einarsson. Hann þykir vera sláandi líkur knattspyrnugoðinu David Beckham þó hann sé talsvert yngri en David sem verður fertugur á næsta ári. Sigurður tekur sjálfur ekki eftir þessum líkindum. „Mér finnst ég ekki vera neitt sérstaklega líkur honum en það er betra að vera líkt við Beckham en til dæmis Bill Murray,“ segir hann og hlær. „Ég hef heyrt þetta frá nokkrum upp á síðkastið sem ég þekki ekki neitt. Í síðustu viku voru held ég þrír sem líktu mér við Beckham,“ segir Sigurður en tekur fram að enginn hafi ruglast á þeim tveimur. „Ég virði kallinn enda er hann goðsögn. En það hefur enginn tekið feil á okkur enn þá. Ef það gerist spila ég með. En mér hefur líka verið líkt við James Franco og í síðustu viku var mér líkt við Ryan Gosl- ing. Ég hef fengið að heyra að ég líti út fyrir að vera hvaðan sem er eða ekki neins staðar frá,“ segir Sig- urður glaður í bragði. - lkg Tvífari Davids Beckham „Það hefur enginn tekið feil á okkur enn þá,“ segir Sigurður Örn Einarsson. SLÁANDI LÍKIR Á þessum tveimur myndum sést hve líkir Sigurður og Beckham eru. MYND/ÚR EINKASAFNI Langar að segja að uppáhalds- myndin mín sé einhver framúr- stefnuleg frönsk nýbylgjumynd frá 7. áratugnum en verð að viðurkenna að ég hef enga mynd séð jafn oft og This is Spinal Tap, bæði drepfyndin og snertir mann líka á einhvern furðulegan og fallegan hátt. Hannes Óli Ágústsson, leikari BÍÓMYNDIN Sneri upp á handlegg pólitíkusa Fréttaljósmyndarinn Geirix fangar nýjar hliðar á stjórnmálamönnum og -konum. EIN MYNDANNA Á SÝNINGUNNI Geirix hefur náð mörgum skemmti- legum myndum gegnum árin sem ekki hafa passað í fréttir. MYND/GEIR „Hver og einn bloggari mun ein- blína svolítið á sitt eigið en vef- síðan verður samansafn af tísku, innanhússhönnun, lífsstíl, mat og menningu, með smá innsýn í persónulega lífið,“ segir Sylvía Dagmar Briem Friðjónsdóttir, en Sylvía er í hópi sex bloggara sem stofnað hafa bloggið Femme. is. Stúlkurnar koma víða að og segir Sylvía að fjölbreytileikinn verði allsráðandi. „Ég hef sjálf verið að þjálfa á Dale Carnegie, hef unnið mikið með fólki og verð því með áhugaverð viðtöl við fólk og fleira skemmtilegt. Alexandra Helga mun birta alls konar upp- skriftir, bæði hollar og óhollar, Marta Rún verður með umfjöll- un um mat og menningu, Sara Dögg er innanhússarkitekt og mun taka púlsinn á því sem er að gerast í þeim bransanum, Edda mun koma inn á tísku og listir og Sara Sjöfn er mikil áhugamann- eskja um hönnun og ætlar að veita innsýn í hönnunarheiminn.“ Edda Gunnlaugsdóttir bloggar einnig á síðunni en hún segir undirbúningsferlið hafa verið stórskemmtilegt. „Við komum allar úr mismunandi áttum og erum með mismunandi áhuga- mál. Sumar höfðu verið að blogga áður en aðrar höfðu mikinn áhuga á því að byrja að skrifa og á fyrsta fundi kom okkur öllum ótrúlega vel saman.“ Sylvía segir að bloggheimurinn hér á landi hafi sótt í sig veðr- ið undanfarin ár. „Það eru gríð- arlega mörg blogg að spretta upp núna sem er alveg ótrúlega skemmtilegt. Fólk í dag er mikið í tölvunni og því er gaman að geta skoðað eitthvert skemmtilegt les- efni á vefnum.“ kristjana@frettabladid.is Sameina áhugamálin á vefsíðunni Femme Á bloggsíðunni Femme.is ætla sex ungar konur að fj alla um áhugamál sín á borð við tísku, matargerð, menningu og innanhússhönnun í bland við smá innsýn í persónulegt líf þeirra en þær eru búsettar víðs vegar um heiminn. KOMIN Í LOFTIÐ Bloggsíðan Femme.is er farin í loftið en á vefnum verður samansafn af áhugamálum sex ungra kvenna. Á myndinni má sjá þær Söru Dögg Guðjónsdóttur, Mörtu Rún Ársælsdóttur, Eddu Gunnlaugsdóttur og Söru Sjöfn Grettisdóttur. Sumar höfðu verið að blogga áður en aðrar höfðu mikinn áhuga á því að byrja að skrifa og á fyrsta fundi kom okkur öllum ótrúlega vel saman. Edda Gunnlaugsdóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.