Fréttablaðið - 30.05.2014, Page 2
30. maí 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis-
ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, tekur ekki
afstöðu til ummæla oddvita flokksins í Reykjavík um lóð
fyrir mosku í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook-
síðu sinni í gær.
Þar sagðist Sigmundur ekki vilja blanda sér í
þessa umræðu. Hann tók fram að í stefnu flokks-
ins endurspeglist að allir séu fæddir jafnréttháir.
Sigmundur Davíð vildi ekki veita Fréttablaðinu við-
tal vegna málsins.
„Það er með ólíkindum hvað menn leggjast sumir lágt
í tilraunum til að koma höggi á pólitíska andstæðinga.
Þegar menn seilast svo langt að saka heilu hópana um
kynþáttaníð að ósekju þá er það ekki bara alvarlegt mál
fyrir þá sem fyrir því verða heldur fyrir samfélagið
allt. Með því að misbeita slíkum ásökunum er verið að
draga úr þeim mikilvæga þunga sem þarf að liggja að
baki baráttu gegn kynþáttahyggju,“ skrifar Sigmundur.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista
Framsóknar og flugvallarvina, sagði í viðtali við frétta-
vefinn Vísi síðastliðinn föstudag að hún vildi láta aftur-
kalla lóðarúthlutun undir mosku í Sogamýri til Félags
múslima á Íslandi. Ummælin hafa verið afar umdeild.
Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Stöðv-
ar 2 og Fréttablaðsins, sem birt var í gær, fær Fram-
sókn 9,2 prósent atkvæða, sem tryggir flokknum einn
borgarfulltrúa. Í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem
gerð var í lok apríl, mældist flokkurinn með 5,2 pró-
sent atkvæða. - ka, bj
Forsætisráðherra vill ekki blanda sér í umræðu um mosku í Reykjavík:
Tekur ekki afstöðu til ummæla
RAUF ÞÖGNINA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson birti í gær
yfirlýsingu á Facebook þar sem hann tjáir sig um ummæli Svein-
bjargar Birnu sem vakið hafa mikla athygli. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Treystirðu Dilly fyrir Billy?
„Auðvitað, annað væri silly.“
Bergur Þór Ingólfsson mun leikstýra Billy
Elliott sem frumsýndur verður í Borgar-
leikhúsinu í mars. Sex ungir strákar verja
sumrinu í þjálfunarbúðum fyrir hlutverkið og
mun Elizabeth Greasley, eða Dilly, koma til
með að þjálfa strákana.
NÁTTÚRA Náttúruleg laxaseiði
finnast víða í Jökulsá á Dal, eða
Jöklu, og þar hefur hrygning og
klak laxa því heppnast og sterk-
ar vísbendingar eru um að sjálf-
bær laxastofn sé að ná sér á strik
í ánni. Búsvæði laxfiska hefur
sannast vera um 110 kílómetr-
ar frá ósi og langleiðina upp að
Kárahnjúkavirkjun.
Þetta kemur m.a. fram í nýrri
skýrslu Veiðimálastofnunar um
útbreiðslu og ástand seiða í Jöklu
og hliðarám hennar í fyrrasum-
ar, en höfundar hennar eru Guðni
Guðbergsson og Eydís Njarðar-
dóttir.
Ljóst er að lax sem uppalinn
er í Jöklu hefur aukist á síðustu
árum, miðað við lax ættaðan úr
hliðaránum sem eru nokkrar.
Jafnframt bendir veiðidreifing
síðasta sumars til þess að slepp-
ingar smáseiða á efri svæði Jöklu
séu farnar að skila sér í veiði og
séu uppistaðan í hrygningar-
stofni ársins 2013.
Þröstur Elliðason hjá Veiði-
þjónustunni Strengjum segir
að með hverju árinu líti Jökla
betur og betur út, og það sanni
niðurstöður Veiðimálastofnunar.
„Þegar við byrjuðum að sleppa
smáseiðum upp allan Jökuldal þá
var það gert upp á von og óvon.
Svo kemur í ljós að það hefur
tekist, og ég held því að þar séu
miklir möguleikar til veiðinýt-
ingar,“ segir Þröstur en tekur
fram að lengi þurfi að bíða enn
áður en fyrir liggur hversu gott
veiðivatn Jökla reynist. Enn er
verið að kanna ána, skrá veiði-
staði og rannsaka kosti Jöklu
til að fóstra laxfiska. Í skýrslu
Veiðimálastofnunar segir að sá
tími sem tekur laxfiska að full-
nema allt vatnasvæðið verði
líklega að lágmarki 15-20 ár. Á
hraða landnámsins muni árferði,
veiði og fiskræktaraðgerðir hafa
áhrif en aðeins sjö ár eru síðan
rekstur Kárahnjúkavirkjunar
með tilheyrandi vatnsflutningum
til Fljótsdals hófst, en nú er Jökla
sennilega stærsta dragá landsins.
Síðan hefur sú spurning brunn-
ið á mönnum hvaða áhrif yfirfall
Hálslóns hefur á seiðin í ánni, og
nú virðist þeirri spurningu hafa
verið svarað að hluta, en botn-
gerð og uppeldisskilyrði fyrir lax
eru víða ágæt. svavar@frettabladid.is
Jökla fóstrar nú sinn
eigin villta laxastofn
Vísir að náttúrulegum laxastofni er að byggjast upp í Jökulsá á Dal. Búsvæði lax-
fiska í ánni eru 110 kílómetrar og uppeldisskilyrði ágæt. Seiði laxfiska þola yfir-
fallið frá Hálslóni. Allt að 20 ár munu líða áður en möguleikar til veiði liggja fyrir.
JÖKLA Margir veiðistaðir í Jöklu eru ægifagrir en eiga það sameiginlegt að þar
hefur aldrei maður komið með stöng, þeir hafa ekki gefið fisk og bera því ekki
nafn– ennþá. MYND/PÁLL BENEDIKTSSON
Miðað við bakkalengd allt að 110 kíló-
metrum og möguleg uppeldisskilyrði á öllu
því svæði finnst mér þetta gríðarlega spenn-
andi, og gæti slegið út allt sem ég hef komið
að áður.
Þröstur Elliðason, Veiðiþjónustunni Strengjum.
HEILBRIGÐI Nærri þriðji hver jarð-
arbúi er nú of þungur, samkvæmt
nýrri rannsókn sem birt var í gær.
Ekki í einu einasta landi heims
hefur tekist að draga úr offitu síð-
ustu þrjá áratugina.
Þetta kemur fram í læknatíma-
ritinu The Lancet, en könnunin var
gerð undir forystu vísindamanna
við Washington-háskóla í Banda-
ríkjunum.
Meginniðurstöðurnar eru þær
að meira en tveir milljarðar jarð-
arbúa eru of þungir eða of feitir,
og hefur ástandið versnað jafnt
og þétt. Hæst er hlutfallið reynd-
ar í Mið-Austurlöndum og norðan-
verðri Afríku, þar sem nærri 60
prósent karla og 65 prósent kvenna
eru of þung.
Fram kemur að töluverð tengsl
eru á milli fátæktar og offitu. Í
svonefndum þróunarlöndum hefur
fólk fitnað nokkuð eftir að hagur
þess batnaði. Í vestrænum velferð-
arlöndum hefur hins vegar aðeins
tekið að hægja á þessari þróun á
allra síðustu árum. - gb
Ekkert hefur gengið að draga úr of itu mannkynsins undanfarna áratugi:
Þriðji hver jarðarbúi of þungur
TVÆR Á TALI Í NEW YORK Í Bandaríkj-
unum búa 13 prósent þeirra jarðarbúa
sem eiga við ofþyngd eða offitu að
stríða. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
JAPAN, AP Eins manns úr áhöfn
japanska olíuskipsins Shoko
Maru er saknað eftir að skipið
gjöreyðilagðist í sprengingu í
fyrrinótt. Sjö manns var bjargað,
en fjórir þeirra voru alvarlega
særðir af völdum bruna.
Mikil sprenging varð í skipinu
út af suðvesturströnd lands-
ins skammt frá hafnarborginni
Himeji.
Skipið er gjörónýtt, en það var
998 tonna tankskip gert út frá
borginni Hiroshima. Orsakir
sprengingarinnar voru ekki ljós-
ar í gær. - gb
Sprenging í olíuskipi:
Eins úr áhöfn
er saknað
ORKUMÁL Samsetningu lýkur
brátt á nýjum 100 MVA spenni
í tengivirki Landsnets í Fljóts-
dal. Þetta kemur fram á vefsíðu
Landsnets. Samsetning spennis-
ins hófst í síðustu viku. Verkefnið
annast starfsmenn frá Orkuvirki,
netrekstri Landsnets og ÞS verk-
tökum.
Verkið hefur gengið hratt og
vel fyrir sig við góðar aðstæður.
Gert er ráð fyrir að samsetning-
unni ljúki á föstudag og að spenn-
irinn verði kominn í rekstur í
tengivirkinu í Fljótsdal í byrjun
ágústmánaðar. - kóh
Verður tilbúinn á föstudag:
Nýr spennir
Landsvirkjunar
TYRKLAND, AP Hæstiréttur Tyrk-
lands hefur úrskurðað að bann
við notkun vefsíðunnar YouTube
brjóti í bága við stjórnarskrá
landsins.
Tyrknesk stjórnvöld lokuðu
aðgangi landsmanna að YouTube
í mars síðastliðnum, eftir að þar
hafði birst upptaka frá fundi rík-
isstjórnar landsins.
Á fundinum var fjallað um
öryggismál og ráðherrar virtust
vera að ræða um hugsanleg hern-
aðarinngrip í Sýrlandi. - gb
Stjórn Tyrklands í órétti:
YouTube-bann
er ekki löglegt
FJÖR Í FLUGVÉLUM Börn og fullorðnir skemmtu sér vel við að skoða flugför af
ýmsu tagi, en meðal skemmtiatriða var fallhlífarstökk, listflug, vélar sem nota
stuttar flugbrautir, rússneskar listflugvélar og fisflugvélar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SAMGÖNGUR Mikill fjöldi sótti flugsýningu sem Flugmálafélag Íslands
stóð fyrir á Reykjavíkurflugvelli í gær. Flugdagurinn, sem haldinn er
á hverju ári, tókst með afbrigðum vel. Veðráttan olli því að um morg-
uninn var einkar blautt, en þegar leið á daginn batnaði veðrið svo um
munaði.
Metaðsókn var að flugsýningunni, en rúmlega sex þúsund happ-
drættismiðar kláruðust, og áætlað er að um það bil átta þúsund manns
hafi komið á flugsýninguna. - kóh
Metaðsókn að árlegum Flugdegi á Reykjavíkurflugvelli í gær:
Flugdagur heppnaðist mjög vel
SPURNING DAGSINS
FISKIKÓNGURINN
HÖFÐABAKKA 1
v/Gullinbrú
SÍMI 555 2800
FISKIKÓNGURINN
S0GAVEGI 3
SÍMI 587 7755
www.fiskikongurinn.is