Fréttablaðið - 30.05.2014, Blaðsíða 18
30. maí 2014 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 18
„Þetta eru miklir umbrotatímar í lífi
eins manns. Fyrir allmörgum árum
hélt ég að á þessum tímamótum væri
orðið lítið eftir og allt komið á lygnan
sjó en það er nú öðru nær. Mér finnst
ég varla hálfnaður,“ segir Kristian
Guttesen ljóðskáld. Hann gaf út ljóða-
bók í gær og hélt með því upp á fer-
tugsafmælið, nítján ára skáldaafmæli
og mánaðarafmæli sonar síns.
Síðasta ár hefur verið viðburða-
ríkt hjá Kristian. Hann kveðst hafa
séð auglýsta stöðu við Menntaskól-
ann á Egilsstöðum og þar hafi hann
verið við kennslu í vetur. „Ég hef
kennt grunnforritun, það er léttur
tölvuleikjaáfangi sem mér þykir ekki
síður skemmtilegur en nemendunum.
Svo kenni ég ritun og siðfræði,“ segir
Kristian sem trúlofaði sig í haust og
flutti austur í byrjun vetrar en unn-
ustan, Sigurbjörg Sæmundsdóttir,
flutti um áramótin. „Sigga á tvær
dætur og saman eigum við soninn
Tristan Djúka sem fæddist í byrjun
þessa mánaðar og er einmitt mán-
aðargamall í dag. Afmælið hans er
kannski það merkilegasta af þessu
öllu,“ lýsir Kristian og bætir við að úr
fyrra hjónabandi eigi hann tvö börn
og einn uppeldisson.
Nafnið hans Kristians vekur spurn-
ingar um upprunann. „Ég er hálf-fær-
eyskur, mamma er íslensk og pabbi fær-
eyskur. Þau kynntust í Danmörku þar
sem ég fæddist og ólst upp en nú búa
þau á Akureyri og við brugðum okkur
þangað í tilefni afmælisins.“
Í landi hinna ófleygu fugla heitir nýja
bókin hans Kristians og það er hans átt-
unda frumsamda ljóðabók. Hann byrj-
aði um tvítugsaldurinn að birta sögur
og ljóð í tímaritum og dagblöðum á
Norðurlöndunum og verk hans hafa
verið þýdd á fjölmörg tungumál.
Fyrir utan bókina sem kom út í gær
hefur Kristian nýlega gefið út bók með
enskum þýðingum á ljóðum sem hafa
komið út eftir hann á árunum 2007 til
2014. Það tengist því að hann er að fara
á fjögurra daga ljóðahátíð í borginni
Trivandrum í Kerala á Suður-Indlandi
og ætlar að gefa bækurnar á ferðum
sínum. „Ég hef tvisvar áður farið út á
ljóðahátíðir, til Makedóníu og El Salva-
dor. Það er gaman að kynnast skáld-
um og áhugafólki og líka að skilja eitt-
hvað eftir hjá því. Ég hef fengið gefins
bækur og ákvað að fara ekki tómhentur
næst.“
En hver eru helstu yrkisefni skálds-
ins? „Ætli ég sé ekki að leita að sjálfum
mér þegar ég yrki? Ljóðin mín fjalla
um líf mitt og reynslu og það er einfalt
að útskýra nýjustu bókina, hún geymir
bara ástarljóð til hennar Siggu, unnustu
minnar.“ gun@frettabladid.is
TÍMAMÓT
Útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
LÓU ÞORKELSDÓTTUR
frá Álftá í Mýrasýslu,
Sléttuvegi 11 í Reykjavík,
sem lést 16. maí, verður gerð frá
Fossvogskirkju mánudaginn 2. júní kl. 13.00.
Heiðar Þór Hallgrímsson Halldóra Margrét Halldórsdóttir
Björn Ólafur Hallgrímsson Helga Matthildur Bjarnadóttir
Heiðrún Gréta Heiðarsdóttir
Þorkell Heiðarsson
Elín Hrund Heiðarsdóttir
Ragnheiður Lóa Björnsdóttir
Sólveig Hildur Björnsdóttir
Hallgrímur Thorberg Björnsson
og
barnabarnabörn.
Elín Sigrún Jónsdóttir
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Þorsteinn Elísson
útfararþjónusta
Jón G. Bjarnason
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
önnumst við alla þætti þjónustunnar
Þegar andlát ber
að höndum
Með virðingu og
umhyggju að leiðarljósi
Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is
Við þjónum allan sólarhringinn
Reynsla – Umhyggja – Traust
MERKISATBURÐIR
1431 Jóhanna af Örk er brennd á báli í Rúðuborg í Frakklandi.
1768 Eggert Ólafsson skáld og varalögmaður ferst á Breiðafirði
ásamt konu sinni og sex öðrum mönnum. Voru þau að koma
frá vetursetu í Sauðlauksdal.
1829 Jónas Hallgrímsson flytur prófræðu sína í Bessastaða-
kirkju.
1836 Paul Gaimard kemur með leiðangur sinn til Reykjavík-
ur og fara þeir víða um land. Einn leiðangursmanna, August
Mayer, teiknar fjölda mynda hérlendis og eru þær síðar gefn-
ar út.
1851 Jón Sig-
urðsson er kos-
inn forseti
Kaupmanna-
hafnardeild-
ar Hins íslenska
bókmennta-
félags og gegn-
ir þeirri stöðu
til dauðadags.
Af því var hann
jafnan nefndur
Jón forseti. Um
skeið var hann
einnig forseti
Alþingis.
1889 Hallgrím-
ur Sveinsson
vígður biskup.
1894 Eldey er
klifin í fyrsta
skipti. Er þar
að verki Hjalti
Jónsson, sem
síðar var kallaður Eldeyjar-Hjalti, og tveir aðrir Vestmannaey-
ingar.
1919 Fyrsti íslenski ríkisráðsfundurinn er haldinn í Fredens-
borgarhöll í Danmörku.
1940 Róstur verða eftir knattspyrnuleik milli Fram og Víkings í
Reykjavík. Þrjátíu manns eru handteknir.
1977 Kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Blóðrautt sólarlag, er
frumsýnd og verða um hana deilur.
1982 Spánn verður sextánda aðildarland NATO og fyrsta ríkið
til að gerast meðlimur frá því Vestur-Þýskaland gekk í banda-
lagið árið 1955.
1984 Alþingismönnum er fjölgað úr 60 í 63 og kosningaaldur
lækkaður úr 20 árum í 18 ár.
Afmæli sonarins það
merkilegasta af öllu
Í tilefni fertugsafmælis síns í gær gaf Kristian Guttesen skáld út áttundu ljóðabók sína.
Hún heitir Í landi hinna ófl eygu fugla og inniheldur ástarljóð til unnustu hans.
Þennan dag árið 1990 bönnuðu frönsk yfir-
völd allan innflutning á bresku nautakjöti
og lifandi nautgripum af ótta við kúariðu.
Frakkland var stærsti innflytjandi bresks
nautakjöts og kom þetta sér því mjög illa
fyrir breska bændur. Einnig kom þetta sér
illa fyrir bresk yfirvöld sem höfðu þráfaldlega
reynt að sannfæra almenning um að öruggt
væri að neyta nautakjöts. Fáum dögum síðar
bönnuðu Þýskaland og Ítalía innflutning á
nautakjöti. Banninu var aflétt nokkru síðar
eftir miklar samningaviðræður í Brussel.
Kúariðukreppan náði síðan hámarki 20. mars
árið 1996 þegar bresk yfirvöld viðurkenndu
að tengsl væru milli kúariðu og Creutzfeldt-
Jakob-sjúkdómsins, mannskæðs afbrigðis
hrörnunarsjúkdómsins sem hafði fyrst
fundist í breskum kúm tíu árum áður. Viku
síðar var algert bann við útflutningi á bresku
nautakjöti sett á. Banninu var aflétt í öllum
löndum nema Frakklandi árið 1999 en
eftir að Evrópusambandið hótaði stórum
fjársektum var banninu einnig aflétt í þar í
október árið 2002.
ÞETTA GERÐIST 30. MAÍ 1990
Frakkar banna breskt nautakjöt
Í landi hinna ófleygu fugla geymir fjörutíu og tvö frumort ljóð og eitt þýtt. Bókin er
105 blaðsíður og útgefandi er Bókaútgáfan Deus.
Kristian gaf út fyrstu bók sína árið 1995. Meðal fyrri bóka hans eru Litbrigðamygla
frá árinu 2005, Glæpaljóð frá árinu 2007 og Vegurinn um Dimmuheiði frá árinu
2012.
Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu útgáfunnar: http://internet.is/deus.
Um bækur Kristians
SKÁLDIÐ „Fyrir allmörgum árum hélt ég að á þessum tímamótum væri orðið lítið eftir og allt komið á lygnan sjó en það er nú öðru nær,“
segir Kristian. MYND/SIGURBJÖRG SÆMUNDSDÓTTIR