Fréttablaðið - 30.05.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.05.2014, Blaðsíða 30
KYNNING − AUGLÝSING FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2014 540 2000 | penninn@penninn.is www.penninn.is | www.eymundsson.is Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl. MERKTU ÞÍNAR KÚLUR! MERKITÚSS FYRIR GOLF SKAPALÓN GOLFIÐ MINNISBLOKK Nú er um að gera að sérmerkja goflkúlurnar fyrir sumarið ! Þrír litir og fylgir sér skapalón með. Snilldarbók með skorkortum ásamt blaðsíðum fyrir mikilvæg minnisatriði. Fáanleg í 4 litum - stærð 10 x 14.5 sm. 999 kr. 1.899 kr. 5% afsláttur af ÖLLUM VÖRUM einnig tilboðum Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512-5447 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Fyrsta umferð Eimskipsmóta raðarinnar í golfi, Nettómótið, fór fram um helgina. Tveir ungir kylfingar stóðu uppi sem sig- urvegarar; þau Ragnar Már Garðarsson, nítján ára, úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Sunna Víðis dóttir, tutt- ugu ára, úr Golfklúbbi Reykjavíkur en hún er ríkjandi Íslandsmeistari í högg- leik. Ragnar fagnaði sínum fyrsta sigri á mótaröðinni. „Þetta var mjög skemmti- legt og gefur mér aukið sjálfstraust,“ sagði hann að keppni lokinni. Mótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru. Að- stæður voru erfiðar báða keppnisdagana. Fyrri daginn voru leiknar tvær umferð- ir eða 36 holur en síðari 18 holur. Ragnar var samtals á 220 höggum eða 4 höggum yfir pari vallarins. Sunna var á 234 högg- um eða 18 höggum yfir pari. Bæði Ragnar og Sunna eru á golfstyrk í Bandaríkjunum. Ragnar í Lake Charl- es í Louisiana en Sunna í Elon University í Norður-Karólínu. Þau stefna bæði á at- vinnumennsku í framtíðinni. „Ég er að læra fjármálafræði og tölfræði og útskrifast með BS í báðum greinum. Þetta er fullt nám en við það bætast golf- æfingar og mót,“ segir Sunna. Hún byrj- aði í golfi tólf ára gömul. Áhuginn kvikn- aði fljótlega upp úr því. Sunna segir frá- bært tækifæri að fara á skólastyrk en þá borgar sig að byrja snemma. „Þjálfararn- ir ytra hafa bara örfáa styrki til umráða og velja aðeins þá bestu.“ Sunna segir drauminn að fara í at- vinnumennsku. „Ég útskrifast eftir tvö ár. Þá mun ég taka stöðuna og sjá hvar ég stend. Ég hef svo alltaf námið í bakhönd- inni.“ Sunna stefnir á að halda Íslands- meistaratitlinum en Íslandsmótið í högg- leik fer fram á Leirdalsvelli dagana 24.- 27. júlí. Hún segir þó ólíklegt að hún geti unnið stigakeppnina enda kemur hún til með að missa af einhverjum mótum á Eimskipsmótaröðinni þar sem þau skar- ast við mót erlendis. Ragnar Már var að ljúka sínu fyrsta ári í viðskiptafræði í Louisiana en ætlar að skipta yfir í fjármálafræði. Hann segir frábært að lengja golfsumarið á Íslandi og fá tækifæri til að spila úti í hitanum. Hann er að vonum ánægður með sigur- inn um síðustu helgi en þar skákaði hann mörgum eldri og reyndari kylfingum. „Þetta eykur sjálfstraustið,“ segir Ragnar. Næsta mót hefst á Strandavelli á Hellu í dag og stefnir Ragnar á topp fimm. „Lang- tímamarkmiðið er svo að komast á PGA- mótaröðina.“ Hingað til hefur aðeins einn íslensk- ur kylfingur, Ólafur Björn Loftsson, tekið þátt í henni. Sigurvegararnir báðir á skólastyrk Ragnar Már Garðarsson úr GKG og Sunna Víðisdóttir úr GR stóðu uppi sem sigurvegarar á Nettómótinu á Eimskipsmótaröðinni um síðustu helgi. Þau eru bæði á skólastyrk í Bandaríkjunum og stefna bæði á atvinnumennsku í. Andri Þór Björnsson, Ragnar Már Garðarsson og Bjarki Pétursson eftir mótið um helgina. Ragnar var í fyrsta sæti á 220 höggum. Andri og Bjarki spiluðu báðir á 222 höggum og deildu því öðru og þriðja sætinu. Lokahringurinn var viðburðaríkur. Ragnar lék síðari níu holurnar á þremur höggum undir pari vallar og dugði það til sigurs. Karen Guðnadóttir lék á 240 höggum, Sunna Víðisdóttir á 234 og Guðrún Brá Björgvinsdóttir á 236. Sunna leikur með Elon-háskólaliðinu í Bandaríkjunum og hefur náð góðum árangri þar í vetur. HLUSTAÐ Á TÓNLIST Í GOLFI Tónlistarhlustun í daglegu lífi hefur aukist mikið undanfarin ár og nú er svo komið að golfarar eru farnir að spila með tónlist í eyrunum. Sumir golfarar taka ekki vel í þessa nýjung á meðan öðrum finnst hún bráðnauðsynleg. Tónlistarhlustunin getur, auk þess að vera skemmtileg fyrir þann sem hlustar, bætt golfið. Mörgum finnst tónlistin veita hugarró og aukna orku til að ýta burtu neikvæðum hugsunum. Golfarar ofhugsa oft og tíðum sveifluna sína en þegar hlustað er á góða tónlist eru meiri líkur á að undir- meðvitundin taki völdin og sveiflan verði betri. Þetta er svipað því að keyra bíl á meðan hlustað er á tónlist, undirmeðvitundin tekur völdin og allt í einu er leiðarenda náð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.