Fréttablaðið - 30.05.2014, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 30.05.2014, Blaðsíða 36
KYNNING − AUGLÝSINGGolf FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 20148 Rafmagnsgolf kerrurnar eru orðn-ar nokkuð vinsælar,“ segir Magnús Ólafsson annar eigandi netverslun- arinnar Icegolf.is. Verslunin býður meðal annars upp á rafknúnar golfkerrur sem hægt er að fá með eða án fjarstýringar. Léttir fólki sporin „Hægt er að ganga með fjarstýringu í hend- inni og stjórna kerrunni þannig. Þó er al- gengara að fólki haldi í kerruna en þar sem hún er rafknúin tekur hún ekkert í,“ segir Magnús og bendir á að kerran létti fólki sporin og spari kraftana. „Með þessu móti fær fólk að njóta golfsins betur og nýtir orkuna í golfið en ekki að ýta kerrunni á undan sér.“ Kerrurnar eru búnar lithium-batteríi sem er minna, léttara og meðfærilegra en aðrir rafgeymar auk þess sem það er ekki eins við- kvæmt fyrir hleðslu. Þá dugar hleðslan í þrjá golfhringi. Magnús segir kerruna auðvelda í notk- un. „Hún er brotin saman svipað og venjuleg kerra. Þá er hraðastillir á kerrunum svo hægt sé að stilla á þann gönguhraða sem hverjum og einum hentar. Síðan fylgir með mælir sem sýnir hversu mikið er eftir á batteríinu,“ segir Magnús og bætir við að kerruna megi fá með aukahlutum á borð við glasa- og regnhlífahaldara. „Við höfum verið með kerrurnar í nokkuð mörg ár og hafa þær reynst mjög vel. Þá sakar ekki að þær eru á afar góðu verði, aðeins 95 þús- und krónur.“ Golfbílar á góðu verði Excar-golfbílarnir sem Icegolf hefur til sölu hafa verið í notk- un á Íslandi í fjögur ár og hafa reynst afar vel. „Svona bílar hafa til dæmis verið notað- ir hjá GKG, á Hellishól- um og í Vestmannaeyj- um. Þar hafa þeir verið notaðir samhliða golf- bí lu m f rá öðr u m merkjum. Bílarnir frá okkur hafa verið algjörlega gallalausir og ekki hefur komið upp eitt einasta við- gerðartilfelli. Þá eru þeir yfirleitt teknir fram yfir aðra bíla,“ lýsir Magnús. Bílarnir eru raf- knúnir og búnir am- erískum Trojan-raf- geymum sem þykja þeir bestu á markaðn- um að sögn Magnús- ar. „Þeir halda mjög vel hleðslu og fara auðveld- lega tvo golfhringi á einni hleðslu.“ Verð bílanna segir Magn- ús áður óþekkt fyrir nýja golf- bíla. „Við erum að selja þá á 899 þúsund krónur.“ Vinsælir við sumarbústaði Excar-golfbílarnir hafa bæði verið keyptir af golfklúbbum og einstaklingum. „Það hefur færst mjög í vöxt að einstak- lingar eigi slíka bíla, bæði hér í bænum en ekki síst þar sem golfvellir eru við sum- arhús, til dæmis við Kiðja- berg, Öndverðarnes og víða í Biskupstungum. Þar ekur fólk bara á golfbílunum frá sumarbústöðunum niður á völl og til baka,“ segir Magnús. Geta stundað golfið lengur Ástæður fyrir því að ein- staklingar fjárfesta í golf- bíl eru nokkrar. „Þetta eru eins og ég sagði áður sum- arbústaðaeigendur en einn- ig eldra fólk, með skerta hreyfigetu,“ segir Magn- ús og bendir á að golfbíll- inn opni golfíþróttina fyrir stærri hópi. „Hann gerir til dæmis eldra fólki kleyft að stunda golfið mikið lengur en það gat áður gert.“ Lítill munur á brennslu Magnús segir útbreiddan mis- skilning að golfarar vilji heldur ganga brautirnar til að fá hreyf- ingu út úr golfinu. „Búið að kanna hversu miklu menn brenna við að ýta kerrunni á undan sér. Þann- ig fara um 1500 kaloríur á einum golfhring. En, að fara svipaða leið á golfbíl útheimtir 1200 kaloríur. Munurinn er því lítill,“ upplýsir Magnús. Ástæðuna fyrir þessum litla mun segir hann vera að þrátt fyrir bílinn þurfi að ganga heilmikið, í leit að kúlum eða til að komast á teig. Tískulegur golffatnaður Dýrleif Arna Guðmundsdóttir, eigin- kona Magnúsar, er hinn eigandi Ice- golf og á veg og vanda af því að velja þau glæsilegu föt sem fá má í netversl- uninni. „Við flytjum inn fatnað frá Nivo Kanada, Poodle Hollandi og G-Mac í Bretlandi. Þetta er allt hágæðafatnaður en á mjög góðu verði,“ segir Dýrleif. Fötin eru ekki hin hefðbundnu golfföt. „Þetta eru ekki þessar týpískar pólóskyrtur og peysur heldur minna meira á tískufatnað. Til dæmis erum við með mjög vinsæla golf- kjóla , pils, peysur og leggings sem hægt er að nota bæði í golfið og utan vallar,“ segir Dýr- leif og bendir á að fötin séu ekki aðeins vin- sæl meðal golfara enda þyki þau bæði smart og mjög þægileg. Allir ættu að finna eitthvað fyrir sig enda er hægt að fá föti í stærðum frá 0 og upp í 16. Tískustraumar eru áberandi í golffatnaðin- um frá Nivo og Poodle. „Bestu meðmælin eru kannski þau að margar atvinnukonur klæð- ast fatnaði frá þessum merkjum svo og að við- skiptavinir okkar koma aftur og aftur,“ segir Dýrleif. Icegolf býður einnig upp á golfhanska frá Kakadu í Ástralíu. „Þeir eru úr ekta kengúruleðri og endast mun betur en aðrir hanskar auk þess sem þeir virka bæði í rigningu og sól.“ Dýrleif heldur reglulega opið hús í heildsöl- unni til að fólk geti komið að skoða og máta. Nánari upplýsingar má finna á Facebook undir Icegolf Netverslun og á www.icegolf.is. Rafknúnar kerrur, gæðalegir bílar og tískufatnaður hjá Icegolf Icegolf netverslun býður upp á rafmagnsgolfkerrur með eða án fjarstýringar, Excar-golfbíla sem reynst hafa mjög vel á íslenskum golfvöllum og tískufatnað í golfið á góðu verði. Hjónin Magnús Ólafsson og Dýrleif Arna Guðmundsdóttir eru eigendur Icegolf. Icegolf er með fatnað frá Nico, Poodle og G-Mac. Rafknúnar golfkerrur auðvelda fólki göng- una á golfvellinum. „Bílarnir frá okkur hafa verið algjörlega gallalausir og ekki hefur komið upp eitt einasta viðgerðartilfelli,” segir Magnús Ólafsson sem stendur hér við einn af bílunum sem hægt er að kaupa í gegnum Icegolf. MYND/ VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.