Fréttablaðið - 04.06.2014, Blaðsíða 10
4. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Erla Björg
Gunnarsdóttir
erlabjorg@frettabladid.is
Morgunverðarfundur 6. júní
Í tilefni rannsóknar á mati á umhverfisáhrifum vegagerðar býður VSÓ Ráðgjöf
til morgunverðarfundar 6. júní næstkomandi.
Á fundinum verður farið yfir helstu niðurstöður um þróun mats á
umhverfisáhrifum undanfarin 20 ár þ.m.t. fjöldi umhverfisþátta, ólíkt vægismat
og gæði matsins, ásamt tillögum að úrbótum. Þá verður rætt um samráð og
aðkomu Landverndar að matinu og Skipulagsstofnun lítur yfir farinn veg.
Frummælendur eru:
Auður Magnúsdóttir,
umhverfisstjórnunarfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
framkvæmdastjóri Landverndar
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir,
forstjóri Skipulagsstofnunar
Fundurinn hefst kl. 08:30 og stendur til 10:00
í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík, föstudaginn 6. júní.
Boðið er upp á morgunverð frá kl. 08:00.
Allir velkomnir.
Skráning á vso@vso.is
Mat á
umhverfisáhrifum
í 20 ár
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/G
R
A
6
93
33
0
6/
14
NORÐURSKAUTIÐ „Við sýnum
auðmýkt í umgengni okkar við
norðurskautið,“ sagði Richard
Tibbels, sviðsstjóri norðurslóða-
mála hjá utanríkisþjónustu Evr-
ópusambandsins (EEAS), þegar
hann gerði grein fyrir norður-
slóðastefnu Evrópusambandsins
á opnum fundi í Norræna húsinu
á mánudag.
Á ráðstefnunni kom fram að
norðurslóðastefnan felst ekki síst
í því að Evrópusambandið hefur
komið á fót og tekur þátt í marg-
þættum samstarfs- og samræðu-
vettvangi með öllum þeim ríkj-
um, sem eiga hagsmuna að gæta á
norðurslóðum.
Tibbels segir Ísland nú þegar
í töluverðu samstarfi við ESB í
norðurslóðamálum, og þau sam-
skipti eigi eftir að aukast á næstu
misserum.
Hann segir ESB þessa dagana
fylgjast með þróun mála í Rúss-
landi og nágrannaríkjum Rúss-
lands, og telur fullvíst að Rússar
hafi eins og önnur norðurskauts-
ríki hag af því að friður ríki áfram
á norðurslóðum, þrátt fyrir vax-
andi hernaðaruppbyggingu Rússa
þar.
„Norðurskautið hefur áratugum
saman verið friðsælt og öruggt
svæði, jafnvel á meðan kalda stríð-
ið var í hámarki,“ segir Tibbels.
„Ríkin hafa jafnan getað komist
að niðurstöðu í ágreiningsmálum
sínum og ég tel að það sé í allra
þágu að svo verði áfram.“
Hvað varðar vaxandi áhrif Kín-
verja víða um heim, þá segir Tibb-
els afar mikilvægt að þeir séu nú
komnir með áheyrnaraðild að
Norðurskautsráðinu.
„Kínverjar hafa nú tækifæri
til að horfast í augu við skoðan-
ir norðurskautsríkjanna.“ Hann
segir sérlega mikilvægt að Kín-
verjar hafi nú tækifæri til að átta
sig á því „hvað þeir þurfa að gera,
kjósi þeir að fylgja eftir efnahags-
legum hagsmunum sínum á norð-
urslóðum, þannig að það gangi
ekki gegn hagsmunum norður-
skautsríkjanna. - gb
Tibbels gerði grein fyrir norðurslóðastefnu ESB:
ESB sýnir auðmýkt
RICHARD TIBBELS Yfirmaður norðurslóðastefnu Evrópusambandsins tók þátt í
opnum fundi í Norræna húsinu á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MENNTAMÁL Í kjölfar mælinga
Skólapúlsins, sem sýndu neikvæða
þróun á sjálfsmynd og líðan stelpna
frá 5. til 10. bekkjar, var stofnaður
starfshópur innan borgarinnar.
Verkefni hópsins var að greina
áhrif staðalímynda kynjanna á börn
og leita leiða til að draga úr nei-
kvæðum áhrifum
þeirra. Síðastlið-
ið eitt og hálft ár
hefur hópurinn
staðið að fræðslu
til fagfólks, gert
tilraunaverkefni
um áhrif fræðsl-
unnar og nú í dag
lýkur starfinu
formlega með
málþingi um valdeflandi starf með
börnum og unglingum.
Síðasta verkefni Oddnýjar Sturlu-
dóttur, borgarfulltrúa Samfylking-
arinnar, á hennar síðasta borgar-
stjórnarfundi í gær var að tryggja
áframhaldandi baráttu gegn staðal-
ímyndum í skóla- og frístundastarfi
borgarinnar.
„Það er mikilvægt að taka þenn-
an nýja vágest inn í forvarnarstefnu
borgarinnar. Staðalímyndir, líkams-
dýrkun, klámvæðing og dökkar
hliðar samfélagsmiðlanna hafa aug-
ljós áhrif á sjálfsmynd barnanna,“
segir Oddný og bætir við að sam-
kvæmt rannsóknum Unicef megi
rekja nær allt einelti til þess að barn
fari út fyrir staðlaðan kynjaramma.
Samþykktur var fjögurra millj-
óna króna styrkur til starfsins
sem mun fara mestmegnis í aukna
fræðslu til þeirra sem starfa með
börnum.
„Það er margt sem glöggur kenn-
ari og frístundastarfsmaður getur
gert til að hafa áhrif. Starfshóp-
urinn skilaði af sér tuttugu tillög-
um sem snúast fyrst og fremst um
að grípa tækifærið í daglegu lífi
barnanna. Kennarar geta til dæmis
opnað umræðu um staðalímyndir
með því að ræða nýja sigurvegar-
ann í Eurovision eða þegar Eiður
Smári fór að gráta í lok fótbolta-
leiks. Einnig er hægt að snúa við
kynhlutverkum í sögum og leikrit-
um eða telja alþingismenn eftir kyni
í stærðfræðitíma.“
Oddný segist ekki hafa lært eins
mikið af öðru verkefni í átta ára
starfi sínu í borgarstjórn. „Mér
þykir vænt um að fá að fylgja þessu
verkefni úr hlaði og vona að þetta sé
bara byrjunin á vitundarvakningu á
meðal fagfólks, foreldra og barna.“
Staðalímyndir skekkja sjálfsmyndina
Frá byrjun árs 2013 hefur starfshópur undir forystu Oddnýjar Sturludóttur frætt fagfólk um hvernig megi efla sjálfstraust unglingsstúlkna
og vinna gegn hamlandi staðalímyndum í lífi barna og ungmenna. Í dag er haldið málþing um valdeflandi starf með börnum þar sem
aðgerðasinninn Dana Edell fræðir fagfólk um leiðir til að fá börnin til þess að horfa gagnrýnum augum á kynbundnar staðalímyndir.
Aðalfyrirlesari á málþinginu í dag
er dr. Dana Edell, aðgerðarsinni og
framkvæmdastjóri SPARK-hreyf-
ingarinnar.
Starf hreyfingarinnar snýst um
að þjálfa ungar stelpur upp sem
aðgerðarsinna.
„Besta leiðin til að vinna gegn
staðalímyndum og klámvæðingu
í fjölmiðlum er að efla þann hóp
sem verður fyrir sterkustu og
neikvæðustu áhrifunum af þeim.
Það eru ungar stúlkur,“ segir Dana.
Með fræðslu og valdeflingu er
stúlkunum kennt að horfa gagn-
rýnum augum á skilaboð glans-
tímaritanna og berjast gegn því.
„Við vöðum í fyrirtækin og
fjölmiðlana. Með mikilli baráttu
hóps ungra stúlkna fengum við
unglingatímaritið Seventeen
til þess að lofa því að hætta að
breyta myndum af fyrirsætum
með photoshop.“
Dana segir að með þessum
hætti sé hægt, skref fyrir skref,
að fá fjölmiðla til að skilja ábyrgð
sína gagnvart ungum stúlkum.
Í heimsókn sinni á Íslandi hefur
Dana haldið tvær vinnustofur fyrir
kennara og frístundaleiðbeinendur.
Þar kennir hún þeim hvernig hægt
sé að virkja bæði stelpur og stráka
til að berjast gegn staðalímyndum.
„Það er hægt að kenna börnum að
lesa fjölmiðla, gagnrýna þá og ef
þeim ofbýður skilaboðin að gera
eitthvað í málinu.“
Dana segir að staðalímyndir
kynjanna verði sterkari með ári
hverju.
„Stelpur og strákar vaxa úr
grasi eftir mjög þröngum fyrir
fram mótuðum stíg. Þessir stígar
eru alltaf að þrengjast og aðskilja
sífellt meira kynin. Þetta er þróun
sem við þurfum að styðja börnin
til þess að stöðva.“
➜ Kennir baráttu gegn staðalímyndum
ODDNÝ
STURLUDÓTTIR
DÆMI UM SPURNINGU Á LISTANUM
30
25
20
15
10
5
0
Heild Strákar Stelpur Nemendur sem
fengu ekki fræðslu
um staðalmyndir
Nemendur sem
fengu fræðslu um
staðalmyndir
17%
23%
10%
26%
7%
Góður vinur þinn (strákur)
mætir með bleika
skólatösku með blóma-
munstri í skólann.
Hlutfall 10-12 ára barna
sem telja líklegt að þau
segi vini sínum að taskan
sé meira fyrir stelpur.
Þrír skólar fengu fræðslu um staðalímyndir. Í lok verkefnis var spurningalisti lagður
fyrir börnin ásamt samanburðarhópi sem ekki fékk fræðslu. Marktækur munur var
á hópunum og fræðsla um neikvæð áhrif staðalmynda bar greinilegan árangur.
➜ Fræðsla um staðalmyndir og umræður um jafnréttismál
KENNIR
AKTÍVISMA
Dana Edell
fræðir fagfólk
um hvernig
hægt sé að
hvetja börn til
þess að berjast
á móti staðal-
ímyndum.