Fréttablaðið - 04.06.2014, Blaðsíða 24
| 6 4. júní 2014 | miðvikudagur
Stjórn Samskip Holding BV hefur
gengið frá ráðningu Pálmars Óla
Magnússonar, framkvæmdastjóra
framkvæmdasviðs Landsvirkjun-
ar, í starf forstjóra Samskipa hf.
Ákvörðunin var kynnt starfs-
mönnum félagsins í gær. Pálm-
ar mun hefja störf í júlí en hann
starfaði áður hjá Samskipum frá
1998 til 2011. Hann mun sjá um
fl utningastarfsemi félagsins til og
frá Íslandi og Færeyjum og allt
sem henni tengist.
Þrír forstjórar
Í síðustu viku kynnti stjórn Sam-
skip Holding BV, yfi rstjórn sam-
stæðunnar, áform um skipulags-
breytingar. Samkvæmt þeim
verða fl utningakerfi samstæðunn-
ar sameinuð undir nafni Samskipa
og fl utningsmiðlun fyrirtækisins
undir Samskip Logistics.
Samskip mun sjá um grunn-
fl utningakerfi ð í Evrópu og þar á
meðal fl utninga til og frá Íslandi.
Daninn Jens Holger Nielsen verð-
ur forstjóri Samskipa með aðset-
ur í Hollandi, eins og kom fram í
fréttatilkynningu um breytingarn-
ar. Pálmar mun aftur á móti stýra
dótturfélaginu Samskip hf.
Ásbjörn Gíslason, sem áður
var annar tveggja forstjóra Sam-
skipa, tekur við stöðu forstjóra
Samskip Logistics. Hann verður
með aðsetur í Hollandi og meðal
annars ábyrgur fyrir FrigoCare,
frystigeymslum samstæðunnar
utan Íslands og Færeyja, dóttur-
félaginu Silver Sea í Noregi og
Samskip IcePack.
„Það er verið að skipta þessu
upp þannig að Samskip Logistics
mun sjá um fl utningsmiðlun Sam-
skipa um allan heim sem tekur þá
til frystifl utninganna og annarra
flutninga þar sem við erum að
nota okkar fl utningakerfi og kerfi
hvers sem er í raun og veru,“ segir
Pálmar.
Hagnaður upp á tvo milljarða
„Það sem við erum að gera með
þessum skipulagsbreytingum er
annars vegar að skerpa áhersl-
una á áframhaldandi vöxt og við-
gang félagsins en ekki síður að
tryggja að við séum með skýran
fókus á okkar heimamarkað hérna
á Íslandi. Við ætlum áfram að veita
viðskiptavinum okkar hér heima
hagkvæmar heildarlausnir í fl utn-
ingum og viljum tryggja að þeir
njóti góðs af þeim árangri sem við
erum að ná erlendis,“ segir Pálmar.
„Með aukinni samhæfi ngu fl utn-
ingakerfanna til og frá Íslandi
teljum við okkur ná kostnaðar-
legri hagræðingu og sá möguleiki
opnast að viðskiptavinir okkar á
Íslandi geti fylgst með og rakið
sendingar í gegnum flutninga-
kerfi okkar, ekki aðeins til og frá
Íslandi, heldur jafnframt innan
Evrópu.“
Samskipasamstæðan hagn-
aðist um tvo milljarða króna á
síðasta ári þegar veltan nam 88
milljörðum. Í tilkynningu félags-
ins um skipulagsbreytingarnar
er tekið fram að spár þess geri
Ráðinn til að stýra Samskipum hf.
Yfirstjórn Samskipa hefur gengið frá ráðningu Pálmars Óla Magnússonar í stöðu forstjóra Samskipa hf. Pálmar
hefur starfað hjá Landsvirkjun en hann mun sjá um flutningastarfsemi félagsins til og frá Íslandi og Færeyjum.
NÝR FORSTJÓRI Pálmar er vélaverkfræðingur og starfaði hjá Samskipum frá 1998-2011. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VIÐTAL
HARALDUR GUÐMUNDSSON
HARALDUR@FRETTABLADID.IS MIKIL FLUTNINGSGETA Í gámaflota Samskipa eru um 19 þúsund gámar.