Fréttablaðið - 04.06.2014, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 04.06.2014, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 4. júní 2014 | MENNING | 25 Sýning um franska landkönnuðinn Yves-Joseph de Kerguelen verður opnuð í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni á morgun klukk- an 16. Á sýningunni er rakin saga fyrsta vísindaleiðangurs Frakka til Íslands; ferðir Kerguelens hing- að til lands 1767 og 1768. Bók hans, Relation d‘un voyage dans la Mer du Nord, kom út árið 1771. Þar greindi hann frá rann- sóknum sínum og uppgötvunum í þessum tveimur Íslandsferðum. Skýrslur Kerguelens höfðu bæði hernaðarlega og vísindalega þýð- ingu. Auk þess að fela í sér nákvæm- ar upplýsingar um sjóferðirnar þá birtust þar greinargóðar upplýs- ingar um náttúrufar, dýralíf, flóru, loftslag og landafræði, um leið og greint var frá ýmsum siðum og hátt- um Íslendinga á þessum tíma. Kerg- uelen gaf þannig mörgum löndum sínum og erlendum lesendum tæki- færi til að kynnast hinum margvís- legu töfrum og sérkennum Íslands. Sýningin er samstarfsverkefni franska sendiráðsins á Íslandi og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og stendur til 30. júní í Þjóðarbókhlöðu. Eftir það verður hún á Patreksfirði 4. til 22. júlí og loks á Fáskrúðsfirði 26. júlí til 18. ágúst. Fyrsti vísindaleiðangur Frakka til Íslands Sýning um ferðir Frakkans Yves-Joseph de Kerguelen á seinni hluta átjándu aldar verður opnuð í Þjóðarbókhlöðunni á morgun. Bók hans um þær ferðir kom út árið 1771 og þótti sæta tíðindum. LANDKÖNNUÐUR Yves-Joseph de Kerguelen skrifaði merka bók um rannsóknir sínar á Íslandi á síðari hluta átjándu aldar. Í sumar verður boðið upp á menn- ingargöngur með leiðsögn um svæðið umhverfis miðbæ Hafnar- fjarðar öll fimmtudagskvöld kl. 20. Gengið er frá Hafnarborg eða Pakkhúsi Byggðasafns Hafnar- fjarðar. Hver ganga tekur um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. Fyrsta gangan verður farin fimmtudagskvöldið 5. júní, en þá mun Sigurður Hallgrímsson, fyrr- verandi hafnsögumaður, leiða gesti um svæði Hafnar fjarðar hafnar og segja frá upp bygg ingu og sögu hafnarinnar. Gangan hefst klukk- an 20 við Pakkhús Byggðasafnsins. Menningar- göngur í Hafnarfi rði Kreppusöngleikur leikfélagsins Hugleiks, Stund milli stríða, var á vordögum valin athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins af dóm- nefnd Þjóðleikhússins og verður sýndur á stóra sviði leikhússins laugardagskvöldið 7. júní. Stund milli stríða er 30 ára afmælissýning Hugleiks og er, eins og tíðkast þar, frumsmíð félags- manns. Höfundur er Þórunn Guð- mundsdóttir. Þórunn hóf leik- ritunarferil sinn með stæl þegar söngleikurinn Kolrassa sló eftir- minnilega í gegn hjá Hugleik árið 2002. Þórunn samdi bæði leik- og söngtexta og tónlistina að auki, enda kona ekki einhöm. Leikstjóri er Jón St. Kristjánsson, en hann sviðsetti einmitt Kolrössu á sínum tíma. Hugleikur í Þjóðleikhúsinu GANGA Hver ganga tekur um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. HUGLEIKUR Verkið Stund milli stríða var frumsýnt í Tjarnarbíói 5. apríl. MYND/GUNNAR GUNNARSSON Blásarakvintett Reykjavíkur leikur á Stofutónleikum á Gljúfra- steini á sunnudaginn klukkan 16. Kvintettinn skipa þau Hallfríður Ólafsdóttir á flautu, Daði Kol- beinsson á óbó, Einar Jóhannes- son á klarínettu, Jósef Ognibene á horn og Darri Mikaelsson á fagott. Á efnisskrá tónleikanna eru La cheminée du roi René eftir Darius Milhaud, Íslenskt rapp – Rondo fantastico eftir Atla Heimi Sveins- son og Fornir ungverskir dansar eftir Ferenc Farkas. Rapp og riddarar á Skerplu Luigi Carola & Anton Rinsem a Kokker hos Kn orr i 14 og 7 år Eldaðu kar töflurnar í 1 2 mínútur og haltu heitum. Ste iktu kótele tturnar á p önnu eða grilli í 4-5 m ínútur á hv orri hlið. Nu ddaðu þær með b löndu af hv ítlauk, rósm arín (skorið smá tt), möluðu m pipar og salti, og haltu he itu. Settu baun ir og aspas (skorið í 2 cm stk) í pönnuna o g bættu vi ð fínskornu rósmarín. Hrærðu brú nu sósuna saman við eplasafa og bættu ú t í. Láttu græn metið elda st í 2 mínút ur. Berðu kóteletturn ar fram me ð soðnum kartöflum. Eldaðu ka rtöflurnar í 12 mínú tur og ha ltu heitum. S kerðu vas a í kjúklin gakjötið. Kryddaðu með salt i og pipar og komd u ostinum f yrir þar se m skorið var í kjúkl inginn. Lokaðu fy rir opið m eð tannst öngli eða kjötnál. Brúnaðu k júklinginn og leggð u á disk. Léttsteikt u sveppi o g lauk á p önnu. Bæ ttu við pressuðu m hvítlau k og settu kjúklingin n aftur á pönnun a. Hrærðu Knorr pip arsósunni saman við mjólk og bættu út á pönn una. Láttu sjóða í 5- 8 mínútur. T aktu kjúkl inginn frá og haltu kjötinu he itu. Settu spín atið í sósu na og bla ndaðu ve l saman. Berðu kjú klinginn f ram með soðnum kartöflum . 4 kjúkling abringur 2 sneiðar cheddar ostur 250g svep pir 500g fers kt spínat 1 hvítlauk sgeiri 1 lítill lauk ur 1 Knorr P iparsósa 3 dl mjólk Meðlæti: 500g kart öflur 4 stórar sví nakótelettu r salt og ma laður pipar 2 hvítlauks geirar 6 rósmarín sprotar, fer skir 400g litlar baunir, fros nar 250g fersku r aspas 1 Knorr brú n sósa 3dl eplasafi 500g kartö flur Luigi Carola & Anton Rinsem a Kokkar hjá Kno rr í 14 og 7 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.