Fréttablaðið - 04.06.2014, Side 45

Fréttablaðið - 04.06.2014, Side 45
MIÐVIKUDAGUR 4. júní 2014 | MENNING | 25 Sýning um franska landkönnuðinn Yves-Joseph de Kerguelen verður opnuð í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni á morgun klukk- an 16. Á sýningunni er rakin saga fyrsta vísindaleiðangurs Frakka til Íslands; ferðir Kerguelens hing- að til lands 1767 og 1768. Bók hans, Relation d‘un voyage dans la Mer du Nord, kom út árið 1771. Þar greindi hann frá rann- sóknum sínum og uppgötvunum í þessum tveimur Íslandsferðum. Skýrslur Kerguelens höfðu bæði hernaðarlega og vísindalega þýð- ingu. Auk þess að fela í sér nákvæm- ar upplýsingar um sjóferðirnar þá birtust þar greinargóðar upplýs- ingar um náttúrufar, dýralíf, flóru, loftslag og landafræði, um leið og greint var frá ýmsum siðum og hátt- um Íslendinga á þessum tíma. Kerg- uelen gaf þannig mörgum löndum sínum og erlendum lesendum tæki- færi til að kynnast hinum margvís- legu töfrum og sérkennum Íslands. Sýningin er samstarfsverkefni franska sendiráðsins á Íslandi og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og stendur til 30. júní í Þjóðarbókhlöðu. Eftir það verður hún á Patreksfirði 4. til 22. júlí og loks á Fáskrúðsfirði 26. júlí til 18. ágúst. Fyrsti vísindaleiðangur Frakka til Íslands Sýning um ferðir Frakkans Yves-Joseph de Kerguelen á seinni hluta átjándu aldar verður opnuð í Þjóðarbókhlöðunni á morgun. Bók hans um þær ferðir kom út árið 1771 og þótti sæta tíðindum. LANDKÖNNUÐUR Yves-Joseph de Kerguelen skrifaði merka bók um rannsóknir sínar á Íslandi á síðari hluta átjándu aldar. Í sumar verður boðið upp á menn- ingargöngur með leiðsögn um svæðið umhverfis miðbæ Hafnar- fjarðar öll fimmtudagskvöld kl. 20. Gengið er frá Hafnarborg eða Pakkhúsi Byggðasafns Hafnar- fjarðar. Hver ganga tekur um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. Fyrsta gangan verður farin fimmtudagskvöldið 5. júní, en þá mun Sigurður Hallgrímsson, fyrr- verandi hafnsögumaður, leiða gesti um svæði Hafnar fjarðar hafnar og segja frá upp bygg ingu og sögu hafnarinnar. Gangan hefst klukk- an 20 við Pakkhús Byggðasafnsins. Menningar- göngur í Hafnarfi rði Kreppusöngleikur leikfélagsins Hugleiks, Stund milli stríða, var á vordögum valin athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins af dóm- nefnd Þjóðleikhússins og verður sýndur á stóra sviði leikhússins laugardagskvöldið 7. júní. Stund milli stríða er 30 ára afmælissýning Hugleiks og er, eins og tíðkast þar, frumsmíð félags- manns. Höfundur er Þórunn Guð- mundsdóttir. Þórunn hóf leik- ritunarferil sinn með stæl þegar söngleikurinn Kolrassa sló eftir- minnilega í gegn hjá Hugleik árið 2002. Þórunn samdi bæði leik- og söngtexta og tónlistina að auki, enda kona ekki einhöm. Leikstjóri er Jón St. Kristjánsson, en hann sviðsetti einmitt Kolrössu á sínum tíma. Hugleikur í Þjóðleikhúsinu GANGA Hver ganga tekur um klukkustund, þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. HUGLEIKUR Verkið Stund milli stríða var frumsýnt í Tjarnarbíói 5. apríl. MYND/GUNNAR GUNNARSSON Blásarakvintett Reykjavíkur leikur á Stofutónleikum á Gljúfra- steini á sunnudaginn klukkan 16. Kvintettinn skipa þau Hallfríður Ólafsdóttir á flautu, Daði Kol- beinsson á óbó, Einar Jóhannes- son á klarínettu, Jósef Ognibene á horn og Darri Mikaelsson á fagott. Á efnisskrá tónleikanna eru La cheminée du roi René eftir Darius Milhaud, Íslenskt rapp – Rondo fantastico eftir Atla Heimi Sveins- son og Fornir ungverskir dansar eftir Ferenc Farkas. Rapp og riddarar á Skerplu Luigi Carola & Anton Rinsem a Kokker hos Kn orr i 14 og 7 år Eldaðu kar töflurnar í 1 2 mínútur og haltu heitum. Ste iktu kótele tturnar á p önnu eða grilli í 4-5 m ínútur á hv orri hlið. Nu ddaðu þær með b löndu af hv ítlauk, rósm arín (skorið smá tt), möluðu m pipar og salti, og haltu he itu. Settu baun ir og aspas (skorið í 2 cm stk) í pönnuna o g bættu vi ð fínskornu rósmarín. Hrærðu brú nu sósuna saman við eplasafa og bættu ú t í. Láttu græn metið elda st í 2 mínút ur. Berðu kóteletturn ar fram me ð soðnum kartöflum. Eldaðu ka rtöflurnar í 12 mínú tur og ha ltu heitum. S kerðu vas a í kjúklin gakjötið. Kryddaðu með salt i og pipar og komd u ostinum f yrir þar se m skorið var í kjúkl inginn. Lokaðu fy rir opið m eð tannst öngli eða kjötnál. Brúnaðu k júklinginn og leggð u á disk. Léttsteikt u sveppi o g lauk á p önnu. Bæ ttu við pressuðu m hvítlau k og settu kjúklingin n aftur á pönnun a. Hrærðu Knorr pip arsósunni saman við mjólk og bættu út á pönn una. Láttu sjóða í 5- 8 mínútur. T aktu kjúkl inginn frá og haltu kjötinu he itu. Settu spín atið í sósu na og bla ndaðu ve l saman. Berðu kjú klinginn f ram með soðnum kartöflum . 4 kjúkling abringur 2 sneiðar cheddar ostur 250g svep pir 500g fers kt spínat 1 hvítlauk sgeiri 1 lítill lauk ur 1 Knorr P iparsósa 3 dl mjólk Meðlæti: 500g kart öflur 4 stórar sví nakótelettu r salt og ma laður pipar 2 hvítlauks geirar 6 rósmarín sprotar, fer skir 400g litlar baunir, fros nar 250g fersku r aspas 1 Knorr brú n sósa 3dl eplasafi 500g kartö flur Luigi Carola & Anton Rinsem a Kokkar hjá Kno rr í 14 og 7 ár

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.