Fréttablaðið - 04.06.2014, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 04.06.2014, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 4. júní 2014 | SKOÐUN | 17 Fyrir tíu árum var alls óvíst hvernig landsmenn tækju í þá hugmynd að styðja við réttindi barna á heimsvísu með mánaðar- legum gjöfum. Gæta að velferð barna um veröld víða – velferð allra barna. Gerast heimsforeldrar og segja við sjálfa sig að það sé sameiginlegt verkefni okkar allra að búa börn- um þessa heims örugga framtíð. Á tíu ára afmæli UNI- CEF á Íslandi gætum við ekki verið ánægðari eða þakklátari. Fólk hér á landi hefur fylkt sér á bak við málstað UNICEF, Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna. Í dag eru fleiri en 22.000 heimsforeldrar hér á landi eða rúm 9% fullorðinna landsmanna. Gjafir þeirra skipta sköpum fyrir börn um víða veröld og tryggja þeim hreint vatn, heilsugæslu, menntun, næringu, vernd gegn ofbeldi og önnur sjálfsögð réttindi. Heimsforeldrarnir eru hugsjónafólk á ólíkum aldri sem býr um allt land – og breiðfylking heims- foreldra hér á landi hefur vakið athygli hjá UNICEF alþjóðlega. Löngunin til að bæta Í nær sjö áratugi hefur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, verið leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við leggj- um ríka áherslu á að ná til þeirra barna sem helst eiga undir högg að sækja. Það var því einstaklega ánægjulegt að finna hvað hug- myndin um að koma á fót UNICEF hér á landi fékk mikinn hljóm- grunn. UNICEF á Íslandi spratt úr grasrótarstarfi sem var drifið áfram af lönguninni til að bæta réttindi barna. Hópur af ungu fólki tók sig saman og gott fólk og öflug- ir bakhjarlar tóku framtaki þeirra fagnandi og studdu hugmyndina. Án þeirra hefði UNICEF á Íslandi aldrei orðið að veruleika. Stofnun landsnefndarinnar var samvinna og baráttuhugur í hópnum. Fljótt fjölgaði síðan í hópi styrktar aðila þegar fyrstu heims- foreldrarnir gengu til liðs við okkur. UNICEF var komið til að vera hér á landi – komið til að þrýsta á um breytingar fyrir börn og standa fyrir varanlegum umbótum sem breyta heiminum þegar til lengri tíma er litið. Aldrei fleiri börn í skóla Á þeim áratug sem liðinn er hefur mikill árangur náðst í hjálpar- starfi fyrir börn í heiminum. Stór- lega hefur sem dæmi dregið úr barnadauða og aldrei hafa fleiri börn gengið í skóla en einmitt nú. Á sama tíma hefur mikill árangur náðst hvað varðar réttindi barna á Íslandi. Barnasáttmáli Samein- uðu þjóðanna var lögfestur í fyrra og aukin fræðsla hefur skilað sér í meiri vitund um réttindi barna hér á landi. Eitt af hlutverkum UNI- CEF er að fræða börn um réttindi sín – og fræða fullorðna um rétt- indi barna. Á Íslandi sinnir UNICEF auk þess markvissri réttindagæslu fyrir börn, fylgist vandlega með stöðu barna og beitir sér til dæmis fyrir því að stjórnvöld hafi hags- muni barna að leiðarljósi við ákvarðanatöku sína. Við höfum sem dæmi ítrekað bent á að ofbeldi í sínum fjölmörgu birtingarmynd- um er ein helsta ógn sem steðjar að börnum hér á landi. Við höfum beitt okkur af alefli fyrir því að minnka ofbeldið og komið með vandlega útfærðar lausnir. Þessi áhersla UNICEF á Íslandi og ann- arra aðila á baráttu gegn ofbeldi hefur leitt til meiri framlaga til málaflokksins. Það er okkur mikið fagnaðarefni. Ekkert af þessu hefðum við getað gert nema vegna þess trausts sem við njótum frá heims- foreldrunum okkar og öðrum styrktaraðilum. Ykkur öllum vilj- um við því færa hjartans þakkir. Til hamingju með 10 ára samfylgd sem helguð er því að tryggja rétt- inn til betra lífs fyrir öll heims- ins börn. Þökk sé ykkur! Dagsetningin 4. júní er bannorð hjá hugsanalögg- unni í Kína. Þennan dag í ár eru 25 ár liðin frá morðárás skriðdrekasveita á lýðræð- ishreyfingu ungs fólks á Torgi hins himneska friðar í miðborg Beijing. Varlega áætlað lágu hundruð manna í valnum. Voðaverkið tákn- aði rökþrot valdamanna gegn frómum óskum nýrr- ar kynslóðar um auknar umbætur og lýðréttindi. 1989 var eitt af þessum árum þegar stóratburðirnir komu í kipp- um: Hrun sovéska heimsveldisins, sjálft symból kalda stríðsins, Berl- ínarmúrinn, var hlutað í sundur og haft í minjagripi, böðull Rúmeníu, Sjáseskú, var hrakinn frá völdum og umrótið lyfti andófsmanninum Vaclav Havel til æðstu metorða í Tékklandi. Lítillega teygðist að vísu á falli Sovétríkjanna sjálfra en það fór ekki á milli mála hvert stefndi. Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð eins og segir í frægu ljóði Steins Steinarr. Ofsafengin viðbrögð Fjöldamorðin í Beijing voru meðal mestu ótíðinda þessa viðburðaríka árs. Ég man varla eftir atburði sem hefur komið verr við mig. Ekki bara vegna þess að ég hafði verið þarna við nám nokkrum árum áður og tengdist því staðnum heldur líka vegna viðbragða yfir- valda sem voru mjög ofsafengin miðað við tilefnið. Það má marg- skömmuð nútímafjölmiðlun eiga að þarna birti hún okkur ófegraða instantmynd af stjórnvöldum þegar illa stóð á. Valdhafar í okkar heims- hluta stjórna í krafti umboðs frá almenningi eftir leynilegar kosn- ingar en í alræðisríkjum er engu slíku til að dreifa. Því betur sem ráðamenn skynja að þeir eiga ekki lögmætt tilkall til valda þeim mun tilbúnari verða þeir að beita öllum meðölum til að hanga á þeim með kjafti og klóm. Kínverskir valdhafar kölluðu yfir sig hörð viðbrögð og sátu um skeið í skammarkrók almennings- álitsins. Ég skrifaði fyrir mína parta samansúrraða fordæming- argrein í tímaritið Mannlíf í júlí þetta sama ár, mánuði eftir ótíð- indin, og þremur árum seinna birti Mogginn grein eftir mig, „Svívirða sem ekki á að gleymast“, sem and- svar við viðtali við sendifulltrúa í kínverska sendiráðinu í Reykja- vík, en honum fannst orðið tíma- bært að slá striki yfir þessa óþægi- legu atburði, sem hefðu hvort eð er verið ýktir úr öllu hófi og hálf- partinn verið að undirlagi erlendra aðila. Kínverskir valdhafar eru að sönnu löngu sloppnir úr sínum skammarkrók en fyrir bragðið verður heldur ekki undan því vik- ist að halda þessu máli vakandi. Stórstígar breytingar og fram- farir á fjölmörgum sviðum í Kína eru á allra vitorði. Það er náttúr- lega fagnaðarefni enda var landið hálfpartinn eins og Norður-Kórea í lok menningarbyltingarinnar, seint á sjöunda áratug síðustu aldar. En þrátt fyrir miklar breyt- ingar á mörgum sviðum er alræð- isfyrirkomulagið í aðalatriðum enn við lýði. Þegar kemur að því að virða almenn mannréttindi, skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi er Kína í hópi þeirra ríkja sem lakast standa. Uppgjör forsenda stefnubreytingar Strengilegt bann við allri umfjöll- un um morðin á Torgi hins him- neska friðar 1989 – og óþægileg- ar afleiðingar ef því er ekki sinnt – er auðvitað til marks um að hin mannskæða skriðdreka árás forð- um er fleinn í holdi valdhafa. Þeir vita upp á sig skömmina. Vonandi rennur upp sá dagur að þarna verði breyting á. Það er ekki fram á mikið farið að landsmenn fái að fara ofan í saumana á þessum atburðum, fá botn í það sem gerð- ist, veita fórnarlömbunum upp- reisn æru og aðstandendum færi á að leita réttlætis. Meðan stjórnvöld, hvort sem er í Kína eða annars staðar, hafa ekki gert upp við voðaverk fortíðarinn- ar sem framin eru í skjóli eða að undirlagi ríkisvalds er alltaf sú hætta fyrir hendi að slík voðaverk verði endurtekin. Uppgjör, á hvaða formi sem það er, er til marks um að stefnubreyting hafi átt sér stað. Óuppgert voðaverk UTANRÍKISMÁL Hjörleifur Sveinbjörnsson var við nám í Beijing 1976–1981 RÉTTINDI BARNA Svanhildur Konráðsdóttir stjórnarformaður UNICEF á Íslandi VERÐ FRÁ EINUNGIS 2.190.000 KR. - GERÐU VERÐSAMANBURÐ . Mazda2 er sparneytinn, ótrúlega lipur og hagkvæmur í rekstri. Hann er búinn öflugri 1,3 lítra bensínvél sem þó eyðir einungis frá 4,3 l/100 km og fær frítt í stæði. Mazda2 er áreiðanlegur, öruggur, vel búinn og frábær í endursölu. Taktu snúning á Mazda2, gerðu góð kaup og lækkaðu rekstrarkostnaðinn. MAZDA. DEFY CONVENTION. Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. * Mazda2 eyðir 4,3 l/100 km í langkeyrslu og fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur í 90 mínútur í senn. 5 stjörnu öryggi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.