Fréttablaðið - 04.06.2014, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 04.06.2014, Blaðsíða 19
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 4. júní 2014 | 35. tölublað | 10. árgangur PÁLMAR RÁÐINN FORSTJÓRI SAMSKIPA HF. ➜ Yfi rstjórn Samskipa hefur gengið frá ráðningu Pálmars Óla Magnússonar í starf forstjóra Samskipa hf. ➜ Pálmar hefur starfað sem framkvæmda- stjóri hjá Lands- virkjun. Hann hefur störf í júlí. ➜ Stjórnendur sam- stæðunnar stefna að frekari umsvifum í Austur-Evrópu, segir Ólafur Ólafs- son, stjórnarformaður Samskip Holding BV. SÍÐA 6 Sjónmælingar í Optical Studio Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind sími 5288500 Optical Studio í Keflavík sími 4213811 Optical Studio í Leifsstöð sími 4250500 Prentgripur V I Ð ELSKUM U M H V E R F I Ð ! Sigurður nýr forstjóri Deloitte Sigurður Páll Hauksson tók við sem forstjóri endur- skoðunar- og ráðgjafarfyrirtækisins Deloitte 1. júní síðastliðinn af Þorvarði Gunnarssyni. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu fyrirtæk- isins. Þar segir að Sigurður Páll hafi starf- að í yfir 20 ár við endurskoðun og ráð- gjöf og verið meðeigandi Deloitte frá árinu 2003. Hann hóf störf hjá fyrir- tækinu árið 1994 og lauk löggildingu í endurskoðun árið 1998. „Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við öll þau spennandi verkefni sem fram undan eru,“ segir Sigurður Páll í tilkynn- ingunni. - sá TM seldi tveggja milljarða hlut Tryggingamiðstöðin (TM) seldi í gær 74 millj- ónir hluta í HB Granda fyrir tæpa tvo milljarða króna. Fyrirtækið seldi bréfin þegar gengi þeirra var um 27 krónur á hlut. TM á nú rúman eins prósenta hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu. Gengi hlutabréfa HB Granda hafði hækkað um 0,93 prósent við lokun markaða í gær. Velta með bréf fyrirtækisins nam 2.054 milljónum króna en heildarveltan í Kauphöllinni var 2.623 milljónir. Mesta hækkun dagsins var á hluta- bréfum Marel en þau hækkuðu um 1,4 prósent í 142 milljóna króna veltu. - hg App iOS 8 aðstoðar sykursjúka Bandaríski tæknirisinn Apple hefur kynnt nýjar útgáfur af stýrikerfunum iOS, fyrir iPhone, og OS X, fyrir tölvur fyrirtækisins. Með iOS 8 og OS X Yosemite, sem væntanleg eru í haust, verður hægt að framkvæma enn fleiri aðgerðir í Mac-tölvu, eða iPad, með iPhone-síma. Af þeim nýju forritum sem iOS 8 býður upp á má helst nefna heilsuappið Health. Það mælir lífsmörk notenda, svo sem blóðþrýsting og púls, og getur sent þær upplýsingar með sjálfvirk- um hætti til læknis viðkomandi notanda. Einnig getur appið gagnast sykursjúkum, en með hjálp sérstaks aukabúnaðar getur það mælt blóðsyk- ur notandans og safnað upplýsingum um blóð- sykurssveiflur. - rkr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.