Fréttablaðið - 04.06.2014, Side 19

Fréttablaðið - 04.06.2014, Side 19
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 4. júní 2014 | 35. tölublað | 10. árgangur PÁLMAR RÁÐINN FORSTJÓRI SAMSKIPA HF. ➜ Yfi rstjórn Samskipa hefur gengið frá ráðningu Pálmars Óla Magnússonar í starf forstjóra Samskipa hf. ➜ Pálmar hefur starfað sem framkvæmda- stjóri hjá Lands- virkjun. Hann hefur störf í júlí. ➜ Stjórnendur sam- stæðunnar stefna að frekari umsvifum í Austur-Evrópu, segir Ólafur Ólafs- son, stjórnarformaður Samskip Holding BV. SÍÐA 6 Sjónmælingar í Optical Studio Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind sími 5288500 Optical Studio í Keflavík sími 4213811 Optical Studio í Leifsstöð sími 4250500 Prentgripur V I Ð ELSKUM U M H V E R F I Ð ! Sigurður nýr forstjóri Deloitte Sigurður Páll Hauksson tók við sem forstjóri endur- skoðunar- og ráðgjafarfyrirtækisins Deloitte 1. júní síðastliðinn af Þorvarði Gunnarssyni. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu fyrirtæk- isins. Þar segir að Sigurður Páll hafi starf- að í yfir 20 ár við endurskoðun og ráð- gjöf og verið meðeigandi Deloitte frá árinu 2003. Hann hóf störf hjá fyrir- tækinu árið 1994 og lauk löggildingu í endurskoðun árið 1998. „Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við öll þau spennandi verkefni sem fram undan eru,“ segir Sigurður Páll í tilkynn- ingunni. - sá TM seldi tveggja milljarða hlut Tryggingamiðstöðin (TM) seldi í gær 74 millj- ónir hluta í HB Granda fyrir tæpa tvo milljarða króna. Fyrirtækið seldi bréfin þegar gengi þeirra var um 27 krónur á hlut. TM á nú rúman eins prósenta hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu. Gengi hlutabréfa HB Granda hafði hækkað um 0,93 prósent við lokun markaða í gær. Velta með bréf fyrirtækisins nam 2.054 milljónum króna en heildarveltan í Kauphöllinni var 2.623 milljónir. Mesta hækkun dagsins var á hluta- bréfum Marel en þau hækkuðu um 1,4 prósent í 142 milljóna króna veltu. - hg App iOS 8 aðstoðar sykursjúka Bandaríski tæknirisinn Apple hefur kynnt nýjar útgáfur af stýrikerfunum iOS, fyrir iPhone, og OS X, fyrir tölvur fyrirtækisins. Með iOS 8 og OS X Yosemite, sem væntanleg eru í haust, verður hægt að framkvæma enn fleiri aðgerðir í Mac-tölvu, eða iPad, með iPhone-síma. Af þeim nýju forritum sem iOS 8 býður upp á má helst nefna heilsuappið Health. Það mælir lífsmörk notenda, svo sem blóðþrýsting og púls, og getur sent þær upplýsingar með sjálfvirk- um hætti til læknis viðkomandi notanda. Einnig getur appið gagnast sykursjúkum, en með hjálp sérstaks aukabúnaðar getur það mælt blóðsyk- ur notandans og safnað upplýsingum um blóð- sykurssveiflur. - rkr

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.