Fréttablaðið - 04.06.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 04.06.2014, Blaðsíða 50
4. júní 2014 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 30SPORT HM Í FÓTBOLTA Í BRASILÍU 8 DAGAR Í FYRSTA LEIK Brasilíski bakvörðurinn Cafu, sem var fyrirliði heimsmeistaraliðs Brasilíu 1994, á tvö mögnuð met í úrslitakeppni HM. Cafu er sá eini sem hefur tekið þátt í þremur úrslitaleikjum á HM, vann 1994 og 2002 en tapaði 1998, auk þess að enginn annar leikmaður hefur tekið þátt í fleiri sigurleikjum í úrslitakeppni HM. Brasilía vann 16 af 21 leik sem Cafu spilaði. Cafu kom inn á sem varamaður á 22. mínútu í úr- slitaleiknum á HM í Bandaríkjunum 1994 og var í byrjunarliðinu í úrslitaleikjunum 1998 og 2002. Enginn Brasilíumaður hefur spilað fleiri landsleiki en Cafu, sem spilaði sinn 142. og síðasta árið 2006. FÓTBOLTI „Það er aldrei gaman að tapa þannig að það var fínt fyrir liðið að ná jafntefli. Við gátum stolið þessu í lokins en við áttum ekki skilið að vinna,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji í knattspyrnu, í samtali við Frétta- blaðið, rétt áður en hann skokkar út á æfingu liðsins í Þorlákshöfn í gær. Kolbeinn og strákarnir okkar mæta Eistum klukkan 19.15 á Laugardalsvellinum í kvöld í síð- asta æfingaleik liðsins fyrir átökin í undankeppni EM 2016 sem hefst í haust. „Þessi lið eru svipuð að styrk- leika og sum þeirra sem eru í riðl- inum. En við einbeitum okkur að okkar leik. Við erum að byggja upp okkar leik og vonandi skilar það sér eftir tvo til þrjá mánuði þegar undankeppnin hefst,“ segir hann. Ajax vill greiðslu Kolbeinn varð Hollandsmeistari með stórliði Ajax þriðja árið í röð á nýliðnu tímabili. Svo virðist þó sem tíma hans í Amsterdam sé lokið og má fastlega búast við að hann finni sér nýtt lið í sumar. „Staða mín er augljós. Ég á eitt ár eftir af samningnum og bæði ég og Ajax viljum fá eitthvað fyrir mig. Það er í boði, fyrst ég á eitt ár eftir, að vera áfram og spila minna. Hugmyndafræði Ajax er þannig að það vill fá eitthvað fyrir mennina sem það kaupir,“ segir Kolbeinn, sem er líka tilbú- inn að prófa eitthvað nýtt. „Ég er búinn að vera sjö ár í Hollandi og það hefur verið mark- mið frekar lengi að taka næsta skref. Ef eitthvað spennandi kemur upp í sumar þá mun ég klárlega skoða það,“ segir hann. Er stefnan sett eitthvert ákveðið? „Ég er opinn fyrir þessum helstu deildum Evrópu; Englandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Ef það koma tilboð frá liðum sem heilla mun ég skoða það en það er ekkert að gerast núna,“ segir Kolbeinn. Meiðslin tafið fyrir Kolbeinn var mikið meiddur fyrstu tvö tímabilin hjá Ajax en skilaði marki í öðrum hverjum leik (14 leikir, sjö mörk bæði tíma- bilin). Í heildina spilaði Kolbeinn 30 leiki í hollensku úrvalsdeild- inni á síðustu leiktíð og skoraði tíu mörk. Hann var ekki alltaf í byrjunarliðinu og kom inn á tíu sinnum sem varamaður. „Þjálfarinn var að prófa eitt- hvað nýtt. Ég var heldur ekkert alltaf frammi heldur á kantinum. Maður fékk ekkert alltaf að vera í sinni stöðu. En ég er búinn að verða hollenskur meistari þrisvar sinnum og er ánægður með það. Það voru bara þessi meiðsli sem settu strik í reikninginn og töfðu kannski fyrir mér,“ segir Kol- beinn sem segir það gott að vera að skora áfram með landsliðinu upp á framhaldið. „Ég er mjög sáttur í landsliðinu þar sem ég er að skora í hverjum leik. Ég er ánægður með hvern- ig strákarnir eru að spila upp á mig. Það er eitthvað sem ég hef ekki verið ánægður með úti. Þessi mörk telja og það er fínt að vera að skora með landsliðinu. Glugg- inn er opinn núna þannig að allt getur gerst,“ segir Kolbeinn. tomas@365.is Alveg til í að prófa eitthvað nýtt Kolbeinn Sigþórsson yfi rgefur líklega Ajax í sumar eft ir þriggja ára dvöl í Amsterdam. Hann er opinn fyrir helstu deildum Evrópu. MARKAHRÓKUR Kolbeinn kátur á landsliðsæfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI „Fyrst og fremst vil ég vinna leikinn,“ segir Lars Lagerbäck, lands- liðsþjálfari karla í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið um vináttulandsleik- inn gegn Eistlandi á Laugardalsvelli í kvöld. „Í svona vináttuleik reynum við að einbeita okkur að smáatriðum í okkar leik líkt og fyrir leikinn á móti Austurríki. Vonandi sé ég þau virka í leiknum á móti Eistlandi,“ segir Svíinn. Lars vill ekki bara vinna leikinn í kvöld heldur hafa öll völd á vellinum. „Mér finnst mikilvægt að það sé sigurtilfinning í hópnum. Með fullri virðingu fyrir liði Eistlands þá eigum við að vinna það á heimavelli. Það er mikilvægt að sýna að við getum stjórnað leiknum algjörlega og náð góðum úrslitum,“ segir hann. Ísland tapaði fyrstu tveimur vináttulandsleikjum ársins; á móti Svíþjóð og Wales. Hvað var betra hjá liðinu í þriðja leiknum á móti Austurríki? „Það var gott að sjá hversu mikið liðið bætti sig í seinni hálfleik eftir slakan fyrri hálfleik. Við bættum okkur til muna í þeim síðari og menn fundu sig betur í sínum stöðum. Við ætluðum að byggja sóknirnar upp á ákveðinn hátt sem fór að ganga betur. Það var gaman að sjá,“ segir Lagerbäck. - tom Ekki bara vinna heldur stjórna leiknum NÁKVÆMUR Lars fylgist með liðinu á æfingu í Þorlákshöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL LAUGARDALSVÖLLUR Í KVÖLD KLUKKAN 19:15 MIÐASALA Á MIÐI.IS MÆTUM TÍMANLEGA ÁFRAM ÍSLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.