Fréttablaðið - 05.06.2014, Side 68

Fréttablaðið - 05.06.2014, Side 68
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 52 1. Sítrónu- og hindberjastykki Botn 8 muldar hafrakexkökur 3 msk. bráðið smjör Hindberjasósa 1 bolli fersk hindber 2 msk. hunang 2 msk. vatn Fylling 115 g mjúkur rjómaostur ¼ bolli grísk jógúrt ⅓ bolli „condensed milk“ 1 egg ⅓ bolli „lemon curd“ (sítrónu-ystingur) 2 msk. hveiti 2 tsk. vanilludropar ⅛ tsk. salt Hitið ofninn í 175°C og smyrjið 20 sinnum 20 sentimetra form. Myljið hafrakexið í matvinnsluvél og blandið því síðan saman við bráðið smjör. Setjið blönduna í botninn á forminu og bakið í um það bil átta til tíu mínútur. Látið kólna. Blandið hindberjum, hun- angi og vatni saman í potti yfir lágum hita í um það bil fimm mínútur eða þangað til sósan er orðin þykk. Hrærið í blöndunni allan tímann. Setjið síðan blönduna í gegnum sigti til að losna við fræ og leyfið henni að kólna. Hrærið rjómaost, gríska jógúrt og „condensed milk“ saman í skál. Bætið eggi, lemon curd, hveiti, vanilludropum og salti saman við og hrærið allt saman í um þrjár mínútur. Hellið blöndunni yfir botninn. Setjið hindberjasósuna ofan á hér og þar og notið tannstöngul til að búa til rákir í kökuna. Bakið í tuttugu mínútur. Kælið kökuna við stofuhita og setjið í ísskáp í tvo tíma. * Fengið á http:// www.sweetandsavorybyshinee.com 2. Sítrónu- og ólífuolíukaka 4 stór egg 1 bolli sykur ½ ólífuolía 2 ½ msk. sítrónusafi 1 bolli hveiti ½ tsk. lyftiduft ¼ tsk. salt 1 tsk. sítrónubörkur ¼ bolli flórsykur Hitið ofninn í 175°C og smyrjið hring- laga form. Hrærið egg og sykur vel saman, í um það bil fimm mínútur. Hrærið hveiti, lyftiduft, salt og börk saman í annarri skál. Bætið olíu og sítrónusafa varlega saman við eggja- blönduna. Bætið síðan hveitiblöndunni varlega saman við og passið að blanda ekki of lengi og vel saman. Bakið í 40 til 45 mínútur þangað til kakan hefur brúnast létt. Kælið kökuna og dustið síðan flórsykri yfir. * Fengið á http:// www.shebakeshere.com/ 3. Sítrónuídýfa 230 g mjúkur rjómaostur ½ bolli grísk jógúrt ½ bolli lemon curd 1 tsk. vanilludropar safi úr 1 sítrónu Blandið öllum hráefnum vel saman og dýfið ljúffengum ávöxtum í. *Fengið á http:// www.lemontreedwelling.com/ 4. Sítrónu- og hvítsúkkulaðismákökur 1 ¾ bolli hveiti 1 tsk. maizena 1 tsk. matarsódi ½ tsk. salt ½ bolli sykur ½ bolli púðursykur Börkur af 1-2 sítrónum 170 g mjúkt smjör 1 stórt egg 170 g hvítir súkkulaðibitar Blandið saman hveiti, maizena, matar- sóda og salti. Hrærið saman sykur, púðursykur og sítrónubörk í annarri skál. Bætið smjörinu við og blandið saman í þrjár mínútur. Bætið egginu saman við og hrærið vel. Bætið hveiti- blöndunni við sykurblönduna en passið að blanda ekki of vel saman. Hrærið súkkulaðibitunum saman við með sleif. Kælið deigið í um það bil klukkustund. Hitið ofninn í 180°C. Búið til kúlur úr deiginu og setjið á bökunarpappírs- klædda ofnplötu. Bakið í um það bil átta mínútur eða þangað til kökurnar brúnast aðeins en miðjan er mjúk. Fengið á http:// prettysimplesweet.com/ Sumarleg sítrónusætindi Sítrónan hefur ekki verið móðins í bakkelsi síðustu ár en nú er hennar tími kominn. Hér eru nokkrar hugmyndir að sumarlegum sítrónuréttum. ➜ Sítrónur innihalda gríðarlega mikið magn af C-vítamíni 1 3 2 4 Stórkostleg myndgæði 42” 3D LED SJÓNVARP KDL42W828 Full HD 1920 x1080 punktar 400 Hz X-Reality myndvinnslukerfi Nettengjanlegt og innbyggt WiFi TILBOÐ 179.990.- VERÐ ÁÐUR 199.990.- Örþunnt og flott 32” SJÓNVARP KDL32R435 HD Ready 1366 x768 punktar 100 Hz X-Reality myndvinnslukerfi Multimedia HD Link VERÐ 99.990.- 48” risi á góðu verði 48” LED SJÓNVARP KDL48W605 Full HD 1920 x1080 punktar 200 Hz X-Reality myndvinnslukerfi Nettengjanlegt og innbyggt WiFi VERÐ 199.990.- Bravia Hannað fyrir fótbolta Sony Center Verslun Nýherja Borgartúni og Kringlunni / 569 7700 Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri / 569 7645 5 ÁRA ÁBYRGÐ FYLGIR ÖLLUM SJÓNVÖRPUM 42” á frábæru tilboði 179.990.-

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.