Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2014, Qupperneq 68

Fréttablaðið - 05.06.2014, Qupperneq 68
5. júní 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 52 1. Sítrónu- og hindberjastykki Botn 8 muldar hafrakexkökur 3 msk. bráðið smjör Hindberjasósa 1 bolli fersk hindber 2 msk. hunang 2 msk. vatn Fylling 115 g mjúkur rjómaostur ¼ bolli grísk jógúrt ⅓ bolli „condensed milk“ 1 egg ⅓ bolli „lemon curd“ (sítrónu-ystingur) 2 msk. hveiti 2 tsk. vanilludropar ⅛ tsk. salt Hitið ofninn í 175°C og smyrjið 20 sinnum 20 sentimetra form. Myljið hafrakexið í matvinnsluvél og blandið því síðan saman við bráðið smjör. Setjið blönduna í botninn á forminu og bakið í um það bil átta til tíu mínútur. Látið kólna. Blandið hindberjum, hun- angi og vatni saman í potti yfir lágum hita í um það bil fimm mínútur eða þangað til sósan er orðin þykk. Hrærið í blöndunni allan tímann. Setjið síðan blönduna í gegnum sigti til að losna við fræ og leyfið henni að kólna. Hrærið rjómaost, gríska jógúrt og „condensed milk“ saman í skál. Bætið eggi, lemon curd, hveiti, vanilludropum og salti saman við og hrærið allt saman í um þrjár mínútur. Hellið blöndunni yfir botninn. Setjið hindberjasósuna ofan á hér og þar og notið tannstöngul til að búa til rákir í kökuna. Bakið í tuttugu mínútur. Kælið kökuna við stofuhita og setjið í ísskáp í tvo tíma. * Fengið á http:// www.sweetandsavorybyshinee.com 2. Sítrónu- og ólífuolíukaka 4 stór egg 1 bolli sykur ½ ólífuolía 2 ½ msk. sítrónusafi 1 bolli hveiti ½ tsk. lyftiduft ¼ tsk. salt 1 tsk. sítrónubörkur ¼ bolli flórsykur Hitið ofninn í 175°C og smyrjið hring- laga form. Hrærið egg og sykur vel saman, í um það bil fimm mínútur. Hrærið hveiti, lyftiduft, salt og börk saman í annarri skál. Bætið olíu og sítrónusafa varlega saman við eggja- blönduna. Bætið síðan hveitiblöndunni varlega saman við og passið að blanda ekki of lengi og vel saman. Bakið í 40 til 45 mínútur þangað til kakan hefur brúnast létt. Kælið kökuna og dustið síðan flórsykri yfir. * Fengið á http:// www.shebakeshere.com/ 3. Sítrónuídýfa 230 g mjúkur rjómaostur ½ bolli grísk jógúrt ½ bolli lemon curd 1 tsk. vanilludropar safi úr 1 sítrónu Blandið öllum hráefnum vel saman og dýfið ljúffengum ávöxtum í. *Fengið á http:// www.lemontreedwelling.com/ 4. Sítrónu- og hvítsúkkulaðismákökur 1 ¾ bolli hveiti 1 tsk. maizena 1 tsk. matarsódi ½ tsk. salt ½ bolli sykur ½ bolli púðursykur Börkur af 1-2 sítrónum 170 g mjúkt smjör 1 stórt egg 170 g hvítir súkkulaðibitar Blandið saman hveiti, maizena, matar- sóda og salti. Hrærið saman sykur, púðursykur og sítrónubörk í annarri skál. Bætið smjörinu við og blandið saman í þrjár mínútur. Bætið egginu saman við og hrærið vel. Bætið hveiti- blöndunni við sykurblönduna en passið að blanda ekki of vel saman. Hrærið súkkulaðibitunum saman við með sleif. Kælið deigið í um það bil klukkustund. Hitið ofninn í 180°C. Búið til kúlur úr deiginu og setjið á bökunarpappírs- klædda ofnplötu. Bakið í um það bil átta mínútur eða þangað til kökurnar brúnast aðeins en miðjan er mjúk. Fengið á http:// prettysimplesweet.com/ Sumarleg sítrónusætindi Sítrónan hefur ekki verið móðins í bakkelsi síðustu ár en nú er hennar tími kominn. Hér eru nokkrar hugmyndir að sumarlegum sítrónuréttum. ➜ Sítrónur innihalda gríðarlega mikið magn af C-vítamíni 1 3 2 4 Stórkostleg myndgæði 42” 3D LED SJÓNVARP KDL42W828 Full HD 1920 x1080 punktar 400 Hz X-Reality myndvinnslukerfi Nettengjanlegt og innbyggt WiFi TILBOÐ 179.990.- VERÐ ÁÐUR 199.990.- Örþunnt og flott 32” SJÓNVARP KDL32R435 HD Ready 1366 x768 punktar 100 Hz X-Reality myndvinnslukerfi Multimedia HD Link VERÐ 99.990.- 48” risi á góðu verði 48” LED SJÓNVARP KDL48W605 Full HD 1920 x1080 punktar 200 Hz X-Reality myndvinnslukerfi Nettengjanlegt og innbyggt WiFi VERÐ 199.990.- Bravia Hannað fyrir fótbolta Sony Center Verslun Nýherja Borgartúni og Kringlunni / 569 7700 Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri / 569 7645 5 ÁRA ÁBYRGÐ FYLGIR ÖLLUM SJÓNVÖRPUM 42” á frábæru tilboði 179.990.-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.