Fréttablaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 79
LAUGARDAGUR 7. júní 2014 | TÍMAMÓT | 43
Útför eiginkonu minnar, dóttur og systur,
HRUNDAR GUNNARSDÓTTUR
sem andaðist 29. maí fer fram frá
Hallgrímskirkju fimmtudaginn 12. maí
klukkan 15.00. Blóm eru vinsamlega
afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins.
Einar Magnús Magnússon
Bjarney Kristín Wedholm Gunnarsdóttir
Gunnar Vilhelmsson
Arnar Gunnarsson
Þökkum samúð, hlýhug og vinarkveðjur
við andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR STEFÁNSDÓTTUR
Miðleiti 5.
Við þökkum starfsfólki hjúkrunarheimilisins
Sóltúns fyrir hlýju og góða umönnun.
Jóhann Geir Guðjónsson Ingibjörg Einarsdóttir
Gunnar Guðjónsson
Stefán Sigurður Guðjónsson Helga Ottósdóttir
Guðjón Hólm Guðjónsson
ömmubörn og langömmubörn.
Okkar ástkæra
GUÐRÚN EINARSDÓTTIR
Þangbakka 10,
lést laugardaginn 31. maí. Útförin fer fram
í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar
þakkir fær starfsfólk á deild 11-G á
Landspítalanum fyrir umönnun og gæsku.
Einar Hafsteinsson Ásrún Hauksdóttir
Sævar Þór Magnússon Guðrún Jónsdóttir
Helga Rós, Guðrún Ósk, Haukur Magnús, Kristín Ósk,
Elvar Þór, Brynja, Atli, Ragnhildur Sóley og Marinó Freyr
Magnús Kr. Magnússon
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR HARALDSSON
Skógarseli 41, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans fimmtu-
daginn 5. júní. Jarðsungið verður frá
Neskirkju fimmtudaginn 12. júní klukkan
13.00.
Jóna Guðjónsdóttir
Ólafur Arinbjörn Sigurðsson Kristín Eysteinsdóttir
Aðalheiður Sigurðardóttir Ingvar Tryggvason
Karólína Ólafsdóttir
Lovísa Ólafsdóttir
Elísabet Ólafsdóttir
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁSU JÓNSDÓTTUR
Múlasíðu 38, Akureyri.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk lyflækninga-
og gjörgæsludeildar Sjúkrahússins á
Akureyri fyrir góða umönnun og einstaka
hlýju í veikindum hennar.
Örlygur Ingólfsson og fjölskylda
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og
útför okkar ástkæru
KERSTIN TRYGGVASON
Þorsteinn Tómasson
Sophie Kofoed-Hansen
Haraldur Tómasson Inga Guðmundsdóttir
María Tómasdóttir Hafsteinn Gunnarsson
Tumi Tómasson Allyson Macdonald
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, systir,
mágkona og frænka,
RÓSA SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR
sjúkraliði,
varð bráðkvödd á heimili sínu mánudaginn
26. maí sl. Útförin fer fram í Kópavogskirkju
miðvikudaginn 11. júní kl. 13.00.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Hannes Kristinsson
Beta Dagný Hannesdóttir
B. Sólveig Gunnarsdóttir Böðvar Böðvarsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför elskulegrar
sambýliskonu, systur og mágkonu,
JÓHÖNNU MAGNÚSDÓTTUR
Hvassaleiti 58, Reykjavík.
Óskar Margeirsson
Árni Magnússon
Skúli Þór Magnússon Guðrún Jóhannesdóttir
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
SIGURBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR
Bústaðavegi 97, Reykjavík.
Ásgeir Magnússon
Guðmundur Ásgeirsson Erna Reynisdóttir
Hörður Ásgeirsson Lene Drejer Klith
Lóa Ásgeirsdóttir Helge Stensland
Magnús Ingi Ásgeirsson Margrét Baldursdóttir
Ingólfur Ásgeirsson Unnur Sigurbjörg Eysteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
GRANTAS GRIGORIANAS
Fljótsmörk 6, Hveragerði.
Sérstakar þakkir fyrir ómetanlega aðstoð og
stuðning til starfsmanna krabbameinsdeildar
Landspítalans og til allra vina okkar í Kjörís
og á Dvalarheimilinu Ási, Hveragerði.
Elena Latanauskiene
Karolina Petkuviene og Linus Petkus
Vytautas Latanauskas og Odeta Steigviliene
Isabelle Grigoriana
og barnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæra
EYJÓLFS GUÐJÓNSSONAR
flugþjóns,
áður Snorrabraut 56b, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
taugalækningadeildar B2 Landspítala og
starfsfólks deildar A4 Hrafnistu Brúnavegi.
Samstarfsfólki hjá Flugleiðum sendum við innilegar þakkir fyrir
góðan stuðning.
Guðjón Eyjólfsson
Ottó Guðjónsson Guðbjörg Sigurðardóttir
Karólína Guðjónsdóttir
Áslaug Guðjónsdóttir Steinþór Pálsson
Gunnar Guðjónsson Marta Svavarsdóttir
Ástkær sambýliskona mín,
móðir, systir og amma,
INGA HULD HÁKONARDÓTTIR
blaðamaður og rithöfundur, lést þriðjudaginn
27. maí. Hún verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni þriðjudaginn 10. júní kl 15.00.
Aðstandendur.
Þegar ég var fenginn til að taka þátt
í þessu verkefni sem er styrkt með
EES-styrk og peningum sem koma
aðallega frá Noregi, þá varð mér hugs-
að til Kristínar Hákonardóttur, norsku
prinsessunnar sem giftist Filippusi
konungsbróður í Kastilíu um miðja
13. öld, og Sturla Þórðarson segir frá
í Hákonar sögu Hákonarsonar,“ segir
Kristinn R. Ólafsson beðinn að útskýra
aðkomu sína að sýningunni Prinsess-
an og kynngin sem sýnd verður í Þjóð-
leikhúsinu í næstu viku. „Þessi saga
tengir þessi þrjú lönd, Spán, Noreg og
Ísland, þannig að mér fannst liggja
beint við að búa eitthvað til í kringum
hana.“
Kristinn semur texta verksins og
flytur á sviðinu en sagan er túlkuð
með miðaldatónlist, flamenkótónlist
og flamenkódansi. Spænskir hljóm-
listarmenn og dansarar fremja flam-
enkóið: tveir gítarleikarar, söngvari
og kröftugur dansari. Þrír tónlistar-
menn spila og syngja miðaldatón-
listina og dansmær dansar. Kristinn
segist ekki vita til þess að miðalda-
tónlist og flamenkótónlist hafi verið
blandað saman fyrr. „Sú hugmynd að
blanda þessu saman varð til vegna
þess að Kristín og Filippus settust að
í Sevilla í Andalúsíu sem vissulega
tengist flamenkótónlist, þótt hún hafi
ekki verið komin til sögunnar á þeim
tíma. Ég held það hafi tekist mjög vel
að láta þessar tvær tónlistartegundir
kveðast á.“
Kristinn samdi textann á spænsku
en hefur nú þýtt hann yfir á íslensku
og mun flytja hann á því ylhýra á sýn-
ingunum hér. „Ég nota helgina í það
að velta vöngum yfir íslenska textan-
um og læra hann,“ segir hann. „Þegar
þetta er komið yfir á íslensku er svo
stuttur spölur yfir í Hákonarsögu og
hætt við að maður freistist til að fyrna
mál sitt um of, en ég held ég sé nú
búinn að finna rétta tóninn.“
Sýningarnar hérlendis verða aðeins
tvær, 10. og 12. júní, og sýnt er á stóra
sviði Þjóðleikhússins. - fsb
Tengir löndin þrjú
Fornsaga, fl amenkó, dans og spænsk miðaldatónlist á stóra sviði Þjóðleikhússins.
SÖGUMAÐURINN „Ég nota helgina í það að velta vöngum yfir íslenska textanum og læra hann,“ segir Kristinn, sem upphaflega samdi textann
á spænsku.