Fréttablaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 18
7. júní 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 18 Það er varla hægt að tala um hamborgara hér á landi án þess að Tómas Andrés Tómasson, betur þekktur sem Tommi, ber-ist í tal. Hann hefur ýmsa fjöruna sopið í veitingahúsageiran- um en þegar hann opnaði Tomma- borgara fyrst árið 1981 grunaði hann ekki að 33 árum síðar yrði hann kominn í útrás með borgar- ana góðu undir nafni Hamborgara- búllu Tómasar eða Tommi ś Burger Joint. Nú eru fimm staðir á höfuð- borgarsvæðinu og einn á Selfossi, tveir í London, einn í Berlín og svo eru fyrirhugaðar opnanir á næst- unni í Kópavogi, Kaupmannahöfn og Ósló. Tommi sér um að reka staðinn á Bíldshöfða en aðrar Búllur eru reknar sjálfstætt með öðrum eig- endum en í svokölluðum nafnleigu- samningi eða „franchise agree- ment“. Tíu ár eru síðan Tommi opnaði Búlluna á Geirsgötunni, í þá hálffokheldu húsi sem áður hýsti Hafnarvigtina og Kaffi Skeifu, en hafði staðið autt um árabil við Reykjavíkurhöfn. Svæðið hefur aldeilis blómstrað á síðustu árum. Átti ekki fyrir símanum „Ég ætlaði að setjast í helgan stein þarna fyrir tíu árum, nýbúinn að selja Borgina og ætlaði að fara að lifa lífinu. Ég fór til Argentínu í tvo mánuði að dansa tangó en vaknaði svo upp við vondan draum þegar ég kom heim. Ég var með frelsi á símanum en til þess að fylla á hann 500 krónur þurfti ég að taka pen- inga af þremur mismunandi banka- reikningum. Það var ekki í lagi og ég fór að hugsa hvað ég gæti gert til að lifa af. Ég var alveg blankur. Þá komu synir mínir, Ingvi og Tommi, með þá hugmynd að opna hamborg- arastað. Mér fannst það afleit hug- mynd enda var ég búinn með þann kafla en þeir náðu að sannfæra mig,” segir Tommi þar sem hann tekur á móti blaðamanni rétt fyrir hádegistraffíkina uppi á Höfða. Starfsfólkið er að hita grillið og Tommi býður upp á kleinu og kaffi í notalegu umhverfi. Búllurnar bera allir sama yfirbragð, amerísk vega- sjoppustemming með hressandi tónlist og fjölbreyttu veggskrauti. „Þetta er nú bara samtíningur héðan og þaðan. Svona skipulagt kæruleysi. Í takt við matinn. Ham- borgarinn er skyndibiti, eins og pulsan, nema það er meiri athöfn að borða borgarann. Tekur um tíu mínútur og svo ertu farinn. Bás- arnir hér eru til dæmis frá Hard Rock, ég keypti allar innréttingar þaðan þegar staðurinn lokaði.“ Tómas hefur rekið fjöldann allan af veitingastöðum hér á landi. Stundum hafa þeir sleg- ið í gegn og stundum ekki. Meðal þeirra sem hafa verið í hans eigu eru áðurnefndur Hard Rock, stað- ur sem Tommi segir vera flottasta veitingastað sem opnaður hefur verið hér á landi, Amma Lú, Kaffi- brennslan, Glaumbar, Tommaborg- arar og Hótel Borg. Þúsund hamborgarar á dag En af hverju fór Tommi, sem er menntaður matreiðslumaður sem kláraði Verslunarskólann og er með gráðu í hótel- og veitingarekstri frá Bandaríkjunum, að steikja ham- borgara á sínum tíma? „Það er svo sem ekki flókið. Það var ekkert annað í boði. Ég var búinn að skíta í buxurnar og brenna allar brýr að baki mér ef svo má að orði komast. Ég var nýkominn úr meðferð, aleinn og yfirgefinn fannst mér en var það auðvitað ekki, og stökk á það fyrsta sem mér bauðst, að snúa hamborgurum á stað sem vinur minn opnaði og hét Winnies. Þetta var 1980 en ári seinna ákvað ég að stofna Tomma- borgara sjálfur. Ég átti engan pen- ing en keypti græjur fyrir helm- inginn af peningnum sem ég hafði milli handanna. Græjurnar áttu að lokka viðskiptavini í heimsókn, sem þær gerðu. Þær vöktu athygli en auðvitað er galið hversu dýrar þær voru þar sem þær þjónuðu engu hlutverki á staðnum öðru en að spila tónlist,“ rifjar Tommi og glottir. Fyrsti staðurinn var opnað- ur á Grensásvegi og varð fljótlega geysilega vinsæll. „Þetta var mikið ævintýri. Við seldum um þúsund hamborgara á dag. Ætli ég hafi ekki verið búinn að selja um milljón hamborgara þegar ég hætti.“ Tommi kennir kappseminni um að Tommaborgarar gengu ekki sem skyldi en hann opnaði annan stað samhliða veitingastaðnum, ung- lingaskemmtistaðinn Villta tryllta Villa. „Við ætluðum að opna sex staði á 16 mánuðum. Það reyndist of mikið en svo var skemmtistaður- inn dýrari í innréttingum en allir Tommaborgarastaðirnir til sam- ans,“ segir Tommi sem seldi stað- ina eftir endurskipulagningu og fór í árs frí til Los Angeles þar sem Hard Rock-ævintýrið hófst. 105 kíló í bekk Tommi gefur sjálfur lítið fyrir titla á borð við guðföður hamborgarans eða hamborgarakónginn eins og margir hafa kallað hann. „Sumir segja að ég hafi komið með ham- borgaramenninguna til landsins en það er bara ekki rétt. Ég bragðaði minn fyrsta hamborgara á Ísborg fyrir 50 árum, þá 14 ára gamall.” Galdurinn á bak við borgara Tomma liggur í kjötinu og ein- Fannst Búllan afleit hugmynd Tómas Andrés Tómasson er gjarnan kallaður guðfaðir hamborgarans hér á landi en tíu ár eru síðan hann vakti hamborg- arakokkinn af værum blundi. Nú hefur hróður Búllunnar borist út fyrir landsteinana þar sem borgararnir renna ljúflega niður í Evrópubúa undir ströngu gæðaeftirliti Tómasar sem hefur borðað einn hamborgara á dag síðastliðin tíu ár. GRILLAR HAMBORGARA Tómas Tómasson hefur grillað óhemju marga hamborgara um ævina og hérna sýnir hann hvernig fagmenn bera sig að. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.