Fréttablaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 4
7. júní 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 SAMFÉLAGSMÁL Lögmaður eins af fórnarlömbunum í Landakotsmál- inu ætlar að höfða mál á hendur kaþólsku kirkjunni fái umbjóðandi hans ekki afrit af þeim hluta skýrslu fagráðs kirkjunnar er varðar hann. Umræddur maður sætti grófu ofbeldi af hálfu starfsmanna Landa- kotsskóla árum saman. Margir mánuðir eru frá því að fyrst var beðið um afrit úr skýrslunni. Í bréfi sem Guðrún Björg Birg- isdóttir, lögmaður mannsins, ritar Pétri Bürcher biskupi í byrjun októ- ber í fyrra er ósk um afrit ítrekuð. Í bréfinu er því meðal annars haldið fram að biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi hafi látið hjá líða að aðhaf- ast nokkuð í máli mannsins. „Með því að aðhafast ekki hafi biskup vanrækt skyldur sínar.“ Mánuði síðar er bréfi Guðrún- ar svarað og þar kemur fram að umbjóðandi hennar fái persónulegt svar frá kirkjunni 15. nóvember. Því er hins vegar hafnað að hann fái afrit úr skýrslunni. Guðrún hefur mörgum sinn- um ítrekað við Bürcher biskup að maðurinn vilji fá að sjá þann hluta skýrslunnar sem varðar hann, jafn- framt hefur verið farið fram á að fá afrit af almennum hluta hennar. Það var svo í fyrradag sem svar barst. Í því segir að skýrsla fag- ráðs kaþólsku kirkjunnar á Íslandi sé ætluð til innri nota fyrir stjórn kirkjunnar en ekki til almennrar dreifingar. Á þeim grundvelli hafi stjórn kaþólsku kirkjunnar ákveð- ið að verða ekki við beiðni um að fá sendan almenna hluta skýrslunnar. Sama dag ítrekar lögmaðurinn beiðni um afrit af skýrslu fagráðs vegna umbjóðanda síns. „Vinsamlegast athugið að ekki er ætlunin að skýrslan verði send í almenna dreifingu en það er eðli- leg krafa að umbjóðandi minn fái afrit af gögnum sem varða með- ferð hans kröfu,“ segir Guðrún Björg í tölvupósti til lögmanns kirkjunnar. Ef ekki verði orðið við þessari ósk sé ekki önnur leið í stöðunni en að höfða mál til þess að fá gögnin. „Mikið væri það nú ánægjulegt og löngu tímabært að kaþólska kirkjan á Íslandi myndi í þessu máli sýna á sér ímynd þar sem kristileg gildi og mannvirðing er höfð í hávegum,“ eru lokaorðin í bréfinu. johanna@frettabladid.is Kaþólsku kirkjunni hótað málaferlum Lögmaður manns sem beittur var kynferðislegu ofbeldi í Landakotsskóla ætlar að höfða mál á hendur kaþólsku kirkjunni fái hann ekki afrit af gögnum fagráðs kirkjunnar er varða umbjóðanda hans. Kirkjan segir gögnin ekki til dreifingar. Fagráð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi var skipað í byrjun nóvembermán- aðar 2012. Hlutverk þess var að veita álit um bótarétt þolenda kynferðis- ofbeldis eða annars ofbeldis innan Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar. Þá átti fagráðið að koma með tillögur til úrbóta um breytingar á starfsháttum ef upp koma ásakanir um kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot. Fagráði kaþólsku kirkjunnar bárust 17 kröfugerðir vegna ofbeldis eða kynferðislegrar misnotkunar. Kirkjan taldist ekki bótaskyld nema í einu máli, sem var fyrnt. Fagráð kaþólsku kirkjunnar á Íslandi VEÐUR Segja má að hinn eiginlegi fyrsti sumardagur hafi verið á höfuð- borgarsvæðinu í gær. Enda voru sundlaugarnar troðfullar af fólki sem tók sólinni og hitanum sem henni fylgdi opnum örmum. „Það er búið að vera fullt af fólki, allir að njóta blíðunnar,“ sagði Bryn- dís Ólafsdóttir, vaktstjóri í Laugardalslaug, þar sem ljósmyndari Frétta- blaðsins leit við. „Það er mikil gleði búin að vera í dag og rosafjör og greinilegt að sumarið er komið.“ Hitinn skreið yfir 20 stig í innsveitum Suður- og Vesturlands. Í Húsafelli mældist hitinn 21,1 stig. Í dag er spáð hita á bilinu 15 til 22 stig í innsveit- um. Búist er við áframhaldandi veðurblíðu alla hvítasunnuhelgina. - fb Sérlega gott veður með sól í heiði víða um land í gær: Njótum áfram hitans í blíðunni Það eru aðeins fimm dagar þangað til heimsmeistara- mótið í knatt- spyrnu hefst í Brasilíu. 5 5.000 færri kjörseðlum var breytt í nýliðnum borgarstjórnarkosning- um en í kosningunum árið 2010. stigahæsti skákmeistarinn á Íslandsmótinu í skák, Guðmundur Kjartansson, varð Íslandsmeistari í vikunni. Sjöundi Útlit er fyrir að 100 ára gamall silfurreynir við Grettisgötu verði felldur vegna hótelbyggingar. DÓMSMÁL Hæstiréttur Íslands hafn- aði í gær beiðni Kim Gram Laursen, barns- föður Hjördísar Svan Aðalheið- ardóttur, um að fá börnin þeirra þrjú afhent. Laursen höfðaði mál gegn barnaverndarnefnd Reykjavíkur í von um að fá dæturnar og vann málið í Héraðsdómi Reykjavík- ur. Barnaverndarnefnd áfrýj- aði til Hæstaréttar sem segir að Laursen hefði átt að beina mál- inu að ömmu barnanna en ekki að barnaverndarnefnd. Hjördís situr í fangelsi í Horsens fyrir ólöglegt brottnám á börnunum. - sáp Hæstiréttur hafnaði beiðni: Dæturnar ekki til Danmerkur Allt að 22 stiga hitabrækju er spáð í hitabylgju um helgina; vorið er sagt það besta í 50 ár. ferðamenn hafa þegar heimsótt Ísland á þessu ári, þótt aðalferðamannatíminn sé rétt að hefjast. 300.000 100 FÆR EKKI GÖGN FRÁ KIRKJUNNI Einn þeirra sem beittur var kynferðislegu ofbeldi í Landakotsskóla vill fá að vita hvaða niðurstöðu Fagráð komst að í máli hans.Kaþólska kirkjan neitar að afhenda afrit af gögnunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HJÖRDÍS SVAN 31.05.2014 ➜ 06.06.2014 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is helgi í öllum verslunum Fjarðar Tax Free Lifandi laugardagur – í miðbæ Hafnarfjarðar SVEITARSTJÓRNARMÁL Jenný Jóa- kimsdóttir, sem skipaði annað sæti lista Framsóknar í Hafnar- firði í nýliðnum sveitarstjórnar- kosningum, hefur sagt sig úr flokknum. „Ástæðan er sú ásýnd sem flokkurinn er að fá í fjölmiðlum og það sem enn hefur ekki verið fordæmt á skýran hátt af forystu flokksins. Svona tal sem er að birtast frá sumum flokksfélögum ofbýður mér hreinlega og gengur gegn mínum grundvallarhugsjón- um,“ segir Jenný á Facebook-síðu sinni. Greinilegt er á Jennýju að hún er ósátt við að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi ekki tekið skýra afstöðu hvað varðar ummæli oddvita Framsóknar í Reykjavík er varða lóðaúthlutun vegna mosku í borginni. - ktd Ofbauð tal flokkssystkina: Frambjóðandi úr Framsókn VEÐURSÆLD Gestir Laugardalslaugar flatmöguðu í vaðlauginni og létu sér líða vel. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HVÍTASUNNUHELGIN og veðrið leikur við landsmenn. Víða bjart í dag og á morgun en dregur fyrir smám saman á morgun fyrst SA-til. Víða dálítil rigning á mánudag. Hlýtt í veðri, hiti 22 stigum í dag og á morgun, hlýjast í innsveitum. 11° 4 m/s 10° 3 m/s 14° 3 m/s 13° 3 m/s Víða 3-8 m/s Fremur hægur vindur Gildistími korta er um hádegi 27° 33° 23° 27° 19° 18° 30° 19° 19° 24° 24° 31° 28° 30° 28° 27° 23° 29° 13° 2 m/s 11° 3 m/s 16° 3 m/s 12° 4 m/s 16° 2 m/s 12° 2 m/s 14° 2 m/s 17° 13° 10° 8° 12° 11° 13° 14° 15° 10° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MÁNUDAGUR Á MORGUN 14°
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.