Fréttablaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 7. júní 2014 | HELGIN | 21 TÓMAS Í SVIÐLJÓSINU Í GEGNUM TÍÐINAeru ótrúlega klárar og tókst að koma staðnum á kortið. Það er besta auglýsingin ef fólk skrifar góða hluti um staðinn á netinu. Eins og um daginn þegar amer- ísk stúlka skrifaði um staðinn og sagði: „They beat us at our own game.“ Það fannst mér svolítið gott enda hamborgarar svokall- aður þjóðarréttur í Ameríku.“ Skrautfjöðrin Staðirnir úti eru sem fyrr segir reknir í svokallaðri nafnleigu. Tommi vakir yfir en gerir þó lítið úr sinni aðkomu. „Mitt hlutverk er svo sem ekki stórt. Ég segi stundum að ég sé skrautfjöðrin. Þú veist, karl- inn á myndinni sem vakir yfir staðnum, eins og indverski karl- inn á Saffran. Það gefur ákveðna vigt að vita af mér bak við grill- ið, eins og í Tommaborgurum í gamla daga. Þá sást ekki nema fyrir ofan mjaðmir út í sal úr eld- húsinu og ég fékk oft að heyra að hamborgarnir væru miklu betri þegar ég sá um að steikja þá. Það sem þeir vissu ekki var að ég var oft bara í að snúa brauðunum því dömurnar voru fljótt orðnar miklu betri en ég með steikar- spaðann.“ Þrátt fyrir að vera annálaður kokkur og veitingahúsarekandi eyðir Tommi ekki miklu tíma í eldhúsinu heima við. „Ég elda tvennt, hafragraut fyrir Úlf- hildi yngstu dóttur mína og svo humar fyrir Melkorku dóttur mína þegar hún kemur til lands- ins, en hún býr í Bandaríkjunum. Uppáhaldsmaturinn minn er líka óvenjulegur en það hef ég haldið upp á síðan ég var 13 ára gamall. Það er flatkaka með roastbeef og rækjusalati. Algjört lostæti sem ég mæli með að fólk prufi.“ Nú er staðurinn að fyllast af svöngum hádegisgestum, eldur- inn logar á grillinu og Tommi þarf að binda á sig svuntuna. Að lokum er við hæfi að spyrja manninn með steikarspaðann hvort hann hafi ekki örugglega efni á símareikningnum núna og Tommi svarar kankvís. „Ég þarf allavega ekki að fara inn á þrjá reikninga til að skrapa saman fyrir 500 kalli.“ Mitt hlutverk er svo sem ekki stórt. Ég segi stundum að ég sé skraut- fjöðrin. Þú veist, karlinn á myndinni sem vakir yfir staðnum. Tómas Andrés Tómasson MEÐ STEIKASPAÐANN Í 34 ÁR 1. Tommi myndaður ber að ofan fyrir utan búlluna á Geirsgötu stuttu eftir opnun. 2. Tommi ásamt Úlfari á Þremur frökkum en þeir söfnuðu skeggi saman til að mótmæla háum stýrivöxtum. Um leið og Seðlabankinn lækkaði stýrivextina var þeim boðið í rakstur af Má Guðmundssyni. 3. Opnun búllunar 2004. 1 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.