Fréttablaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 89
LAUGARDAGUR 7. júní 2014 | MENNING | 53
SUNNUDAGUR
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
Sýningar
14.00 Evrópa kortlögð, Stefnumót
við sænsku listakonuna Katerina
Mistal á ljósmyndasýningunni Mapp-
ing Europe klukkan 14.00 í dag í
Norræna húsinu. Léttar veitingar í
boði.
Tónlist
16.00 Blásarakvintett Reykjavíkur
flytur verk eftir Darius Milhaud,
Atla Heimi Sveinsson og Ferenc
Farkas í dag. Kvintettinn skipa þau
Hallfríður Ólafsdóttir flauta, Daði
Kolbeinsson óbó, Einar Jóhannesson
klarínetta, Jósef Ognibene horn og
Darri Mikaelsson fagott. Á efnisskrá
tónleikanna eru La cheminée du roi
René eftir Darius Milhaud, Íslenskt
rapp - Rondo fantastico eftir Atla
Heimi Sveinsson og Fornir ungversk-
ir dansar eftir Ferenc Farkas. Tónleik-
arnir sem fram fara á Gljúfrasteini
hefjast klukkan 16.00. Miðaverð er
1.500 krónur.
17.00 Sönglög, þjóðlög og ballöður.
Á tónleikum í Hörpu fá áheyrendur
að kynnast sígildri íslenskri tónlist.
Fluttar verða perlur íslenskra söng-
laga, þjóðlög, sálmar og ættjarðar-
söngvar. Tónleikar í þessari röð eru
komnir á þriðja hundraðið og hafa
verið fastur liður í sumardagskrá
Hörpu frá opnun hússins. Listrænn
stjórnandi tónleikanna er óperu-
söngvarinn Bjarni Thor Kristinsson.
Þeir hefjast kl. 17.00 í Kaldalóni.
19.30 Nimrod Ron heldur útskriftar-
tónleika sína í Salnum, Kópavogi
í kvöld, sunnudag, klukkan 19.30.
Hann er í BMus-námi á túbu í tón-
listardeild Listaháskóla Íslands.
20.00 Gaukurinn verður mál-
aður svartur á hvítasunnudag þegar
þungarokkshljómsveitirnar Dynfari
og We Made God munu þekja stað-
inn af hreinni tilfinningu. Það kostar
1.000 krónur inn. Húsið opnað
klukkan 20.00 og tónleikar hefjast
klukkan 21.00. 20 ára aldurstakmark.
21.00 Ljótu hálfvitarnir koma fram
á Græna hattinum í kvöld og hefjast
tónleikarnir klukkan 21.00. Húsið
opnar klukkutíma fyrr.
22.00 Í kvöld verður alvöru
Hvítasunnu partí haldið á skemmti-
staðnum PARK, Hverfisgötu. Þar
koma fram Emmsjé Gauti og Úlfur
Úlfur. Partíið byrjar klukkan 22.00 og
það verða góð tilboð fyrir þyrsta.
23.00 Sváfnir Sigurðarson leikur og
syngur á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,Frakka-
stíg 8 í kvöld klukkan 23.00. Aðgang-
ur er ókeypis.
Leiðsögn
14.00 Sunnudagsleiðsögn í Þjóð-
minjasafninu. Í dag klukkan 14.00, á
hvítasunnudag, verður ókeypis leið-
sögn um grunnsýningu Þjóðminja-
safnsins, Þjóð verður til - Menning
og samfélag í 1200 ár. Leiðsögnin
hefst á slóðum landnámsmanna á
9. öld. Þaðan liggur leiðin gegnum
sýninguna og 1200 ára sögu þjóðar-
innar fram til nútímans. Leiðsögnin
er um 45 mínútur að lengd og allir
velkomnir.
Samkoma
13.00 Bærinn Krókur á Garðaholti í
Garðabæ er opinn á sunnudögum í
sumar frá klukkan 13 til 17. Krókur
er lítill bárujárnsklæddur burstabær
sem var endurbyggður úr torfbæ árið
1923. Tilvalið er að fara í göngutúr í
sumar um Garðaholtið og koma við
í Króki í leiðinni. Einnig er hægt að
leggja bílum við samkomuhúsið á
Garðaholti. Krókur stendur á ská á
móti samkomuhúsinu á Garðaholti
og stutt frá Garðakirkju. Í dag verður
opið í Króki, allir eru velkomnir og
aðgangur er ókeypis.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er hægt
að skrá þá inni á visir.is.
Sumartónleikar og reggí til styrkt-
ar fórnarlamba flóðanna í Serbíu og
Bosníu fara fram í dag við Ingólfs-
torg og svo verða tónleikar einnig á
Gauknum í kvöld.
Á dagskránni verða tónleikar þar
sem Mosi, Tanya & Marlon, 7Berg,
Diddi Fel, Átrúnaðargoðarnir,
Geimfarar, Alvia Mooncat og Elín
og Elísabet Eyþórsdætur troða upp.
Einnig verður danshópur Brynju
Péturs með danssýningu sem eng-
inn ætti að láta fram hjá sér fara.
Á svæðinu verða sjálfboðaliðar
með fötur sem ganga milli manna
og taka á móti framlögum. Einnig
verður hægt að leggja inn á reikn-
ing fyrir þá sem sjá sér ekki fært að
mæta en vilja hjálpa málstaðnum.
Kennitala er 470711-0780 og reikn-
ingsnúmer er 526-26-470711.
Dagskráin byrjar klukkan 12 og
mun vera fram til klukkan 18.
Tónlistin heldur áfram á Gauk
á Stöng frá klukkan 21. Þar koma
fram Ojba Rasta, Amaba Dama,
Cell7, Kött Grá Pjé, Braga úr Johnny
and the Rest, Thizone, T.Y. & Djásn-
ið, Skinny T, DJ Cyppie og RVK
Soundsystem. - glp
Fórnarlömb
fl óðanna styrkt
OJBA RASTA Kemur fram á Gauknum í
kvöld, laugardagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SKOTTSALAí Firði
laugardaginn 7. júní
Opið frá 12.00 til 16.00
Stuð og stemmning Komdu og grúskaðu
Prúttaðu og gerðu góð kaup
Erum á Facebook: /Skottsala í Firði
fríSkandI áVaxtaHjúPur
eða LjúFfeng lakkríSfyllinG
NÝju SumArMelliRnir frÁ djÆf
PI
PA
R
\
TB
W
A
S
ÍA
1
41
5
66