Fréttablaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 89
LAUGARDAGUR 7. júní 2014 | MENNING | 53 SUNNUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sýningar 14.00 Evrópa kortlögð, Stefnumót við sænsku listakonuna Katerina Mistal á ljósmyndasýningunni Mapp- ing Europe klukkan 14.00 í dag í Norræna húsinu. Léttar veitingar í boði. Tónlist 16.00 Blásarakvintett Reykjavíkur flytur verk eftir Darius Milhaud, Atla Heimi Sveinsson og Ferenc Farkas í dag. Kvintettinn skipa þau Hallfríður Ólafsdóttir flauta, Daði Kolbeinsson óbó, Einar Jóhannesson klarínetta, Jósef Ognibene horn og Darri Mikaelsson fagott. Á efnisskrá tónleikanna eru La cheminée du roi René eftir Darius Milhaud, Íslenskt rapp - Rondo fantastico eftir Atla Heimi Sveinsson og Fornir ungversk- ir dansar eftir Ferenc Farkas. Tónleik- arnir sem fram fara á Gljúfrasteini hefjast klukkan 16.00. Miðaverð er 1.500 krónur. 17.00 Sönglög, þjóðlög og ballöður. Á tónleikum í Hörpu fá áheyrendur að kynnast sígildri íslenskri tónlist. Fluttar verða perlur íslenskra söng- laga, þjóðlög, sálmar og ættjarðar- söngvar. Tónleikar í þessari röð eru komnir á þriðja hundraðið og hafa verið fastur liður í sumardagskrá Hörpu frá opnun hússins. Listrænn stjórnandi tónleikanna er óperu- söngvarinn Bjarni Thor Kristinsson. Þeir hefjast kl. 17.00 í Kaldalóni. 19.30 Nimrod Ron heldur útskriftar- tónleika sína í Salnum, Kópavogi í kvöld, sunnudag, klukkan 19.30. Hann er í BMus-námi á túbu í tón- listardeild Listaháskóla Íslands. 20.00 Gaukurinn verður mál- aður svartur á hvítasunnudag þegar þungarokkshljómsveitirnar Dynfari og We Made God munu þekja stað- inn af hreinni tilfinningu. Það kostar 1.000 krónur inn. Húsið opnað klukkan 20.00 og tónleikar hefjast klukkan 21.00. 20 ára aldurstakmark. 21.00 Ljótu hálfvitarnir koma fram á Græna hattinum í kvöld og hefjast tónleikarnir klukkan 21.00. Húsið opnar klukkutíma fyrr. 22.00 Í kvöld verður alvöru Hvítasunnu partí haldið á skemmti- staðnum PARK, Hverfisgötu. Þar koma fram Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur. Partíið byrjar klukkan 22.00 og það verða góð tilboð fyrir þyrsta. 23.00 Sváfnir Sigurðarson leikur og syngur á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,Frakka- stíg 8 í kvöld klukkan 23.00. Aðgang- ur er ókeypis. Leiðsögn 14.00 Sunnudagsleiðsögn í Þjóð- minjasafninu. Í dag klukkan 14.00, á hvítasunnudag, verður ókeypis leið- sögn um grunnsýningu Þjóðminja- safnsins, Þjóð verður til - Menning og samfélag í 1200 ár. Leiðsögnin hefst á slóðum landnámsmanna á 9. öld. Þaðan liggur leiðin gegnum sýninguna og 1200 ára sögu þjóðar- innar fram til nútímans. Leiðsögnin er um 45 mínútur að lengd og allir velkomnir. Samkoma 13.00 Bærinn Krókur á Garðaholti í Garðabæ er opinn á sunnudögum í sumar frá klukkan 13 til 17. Krókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Tilvalið er að fara í göngutúr í sumar um Garðaholtið og koma við í Króki í leiðinni. Einnig er hægt að leggja bílum við samkomuhúsið á Garðaholti. Krókur stendur á ská á móti samkomuhúsinu á Garðaholti og stutt frá Garðakirkju. Í dag verður opið í Króki, allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Sumartónleikar og reggí til styrkt- ar fórnarlamba flóðanna í Serbíu og Bosníu fara fram í dag við Ingólfs- torg og svo verða tónleikar einnig á Gauknum í kvöld. Á dagskránni verða tónleikar þar sem Mosi, Tanya & Marlon, 7Berg, Diddi Fel, Átrúnaðargoðarnir, Geimfarar, Alvia Mooncat og Elín og Elísabet Eyþórsdætur troða upp. Einnig verður danshópur Brynju Péturs með danssýningu sem eng- inn ætti að láta fram hjá sér fara. Á svæðinu verða sjálfboðaliðar með fötur sem ganga milli manna og taka á móti framlögum. Einnig verður hægt að leggja inn á reikn- ing fyrir þá sem sjá sér ekki fært að mæta en vilja hjálpa málstaðnum. Kennitala er 470711-0780 og reikn- ingsnúmer er 526-26-470711. Dagskráin byrjar klukkan 12 og mun vera fram til klukkan 18. Tónlistin heldur áfram á Gauk á Stöng frá klukkan 21. Þar koma fram Ojba Rasta, Amaba Dama, Cell7, Kött Grá Pjé, Braga úr Johnny and the Rest, Thizone, T.Y. & Djásn- ið, Skinny T, DJ Cyppie og RVK Soundsystem. - glp Fórnarlömb fl óðanna styrkt OJBA RASTA Kemur fram á Gauknum í kvöld, laugardagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SKOTTSALAí Firði laugardaginn 7. júní Opið frá 12.00 til 16.00 Stuð og stemmning Komdu og grúskaðu Prúttaðu og gerðu góð kaup Erum á Facebook: /Skottsala í Firði fríSkandI áVaxtaHjúPur eða LjúFfeng lakkríSfyllinG NÝju SumArMelliRnir frÁ djÆf PI PA R \ TB W A S ÍA 1 41 5 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.