Fréttablaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 07.06.2014, Blaðsíða 88
7. júní 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 52 LAUGARDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Leiklist 19.30 Athyglisverðasta áhugasýning ársins 2014, Stund milli stríða, er nýr íslenskur söngleikur sem leikfélagið Hugleikur setti upp í vor. Sýningin var valin athyglisverð- asta áhugasýningin og verður sýnd á Stóra sviðinu í kvöld. Sögusviðið er Reykjavík millistríðsáranna, sem reynist eiga sér merkilega margar og sláandi hliðstæður í nútímanum. Fundir 14.00 Samstöðufundur fer fram vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Grettisgötu 17, Laugaveg34a og Laugaveg 36, í dag kl. 14.00. Sýningar 12.00 Síðasti sýningardagur er 8. júní. Heimar / Kosmos í Hönnunarsafni Íslands. Á sýningunni í Hönnunarsafni Íslands verða til sýnis vörur og húsgögn frá árunum 1999 til dagsins í dag. Lögð er áhersla á að sýna fjölbreytta efnisnotkun þar sem oft má greina uppruna hugmynda og sjá hvernig hugmynd breytist í með- förum hönnuðarins og verður að vöru á markaði. Meðal þeirra framleiðenda sem Dögg starfar með eru Ligne Roset, Cinna, Christofle, Be Sweden og NORR 11. 14.00 Í dag klukkan 14.00 opnar Ragnar Hólm Ragnarsson sýningu í Populus tremula á Akureyri. Ragnar hefur á undan- förnum árum haldið nokkrar sýningar á vatnslitamyndum en að þessu sinni sýnir hann ný olíumálverk undir yfir- skriftinni, Loftið & landið. Sýningin verður einnig opin á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu klukkan 14.00 til 17.00, aðeins þessa einu helgi. Íþróttir 12.00 Í dag klukkan 12.00 verður víðavangshlaup MFBM haldið í Öskjuhlíð í þriðja sinn. Í ár ætlum við að safna fé fyrir Félag áhugafólks um Downs-heil- kenni. Við viljum endilega sjá alla koma og hlaupa með okkur og styrkja gott málefni í leiðinni. Hátíðir 15.00 Bjórhátíðin á Hólum er nú haldin fjórða árið í röð. Eins og áður munu fram- leiðendur á bjór fyrir íslenskan markað mæta og kynna sínar vörur, nýjungar á bjórmarkaðnum og svo vonandi hvað er væntanlegt. Hátíðin hefst klukkan 15 á laugardeginum og stendur til klukkan 19. Hin árlega kútarallkeppni verður á sínum stað. Verðlaun verða svo veitt fyrir besta básinn og bestu bjórana. Dansleikir 23.00 Hljómsveitin Dans á rósum verður með klassa stuðball á SPOT í kvöld. Það verður sannkölluð þjóðhátíðarstemning með eyjabandinu Dansi á rósum. Tónlist 15.00 Hin árvissa djasssumartónleikaröð veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjar- götu hefst laugardaginn 7. júní. Þetta er í nítjánda árið sem Jakob Jakobsson, veitingamaður á Jómfrúnni, býður þeim sem heyra vilja upp á ókeypis sumar- skemmtun. Á fyrstu tónleikum sumarsins leikur Fley tríó; tríó píanóleikarans Egils B. Hreinssonar. Auk hans skipa tríóið þeir Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Kjartan Guðnason á trommur. Þeir hefj- ast klukkan 15.00 og standa til klukkan 17.00. Aðgangur er ókeypis. 16.00 Frönsk sjómannalög, íslensk söng- lög og nokkrar kveðjur frá svissnesku Ölpunum munu hljóma á tónleikum í Listasafni Íslands í dag laugardag klukkan 16.00. Flytjendur eru svissneski kórinn Bâlcanto frá Basel og Söngfjelagið. 19.30 Á tónleikunum KEX klassík, í kvöld, hreiðrar tónlistarhópurinn um sig á KEXi hosteli. Andrúmsloft klassíska tímans verður endurskapað, þar sem tónleikar voru gjarnan í afslöppuðu umhverfi og frjálslegir tónleikagestir hlýddu á tónlist sér til yndisauka með drykk í hendi. Á dagskrá er undurfagur klarínettukvintett Mozarts, rafmagnaður John Adams strengjakvartett og nýtt verk eftir Ingi- björgu Friðriksdóttur. 20.00 Tapað/fundið, Norræn samtímatón- list á Kjarvalsstöðum. Kammerhópurinn Adapter stendur að níundu Frumnútíma- tónlistarhátíðinni á Kjarvalsstöðum. 20.00 Eftir tveggja ára upptökuferli í Kan- ada og nokkurra daga Íslandstúr er komið að því að hljómsveitin Myndra haldi útgáfutónleika. Songs From Your Collar- bone verður loksins gefin út með stórum tónleikum í Norræna húsinu laugardagin 7. Júní til þess að setja endapunkt á þetta langa ferli og fagna sigri. Nokkrir vinir verða með til þess að stækka hljóðið fyrir þessa tónleika en þetta eru kannski einnig síðustu tónleikar Myndru fyrir fullt og allt. Tónleikarnir byrja klukkan átta og það kosta 2.000 krónur inn og diskur fylgir með. 21.00 Ljótu hálfvitarnir koma fram á Græna hattinum í kvöld og hefjast tón- leikarnir klukkan 22.00. Húsið verður opnað klukkutíma fyrr. 22.00 Skúli mennski og hljómsveit skemmta á Café Rosenberg í kvöld klukkan 22.00. 23.00 Hljómsveitin Morðingjarnir sendi nýverið frá sér lagið, Milli svefns og vöku sem hefur verið að gera frábæra hluti á X977 að undanförnu. En sveitin stefnir á breiðskífu sem allra fyrst. Það ætti enginn að missa af þessum frábæru tón- leikum á laugardaginn. Tónleikarnir hefj- ast um 23.00 og aðgangur er ókeypis. 23.00 Ellert Sigurðarson leikur og syngur á Ob-La-Dí-Ob-La-Da,Frakkastíg 8 í kvöld klukkan 23.00. Aðgangur er ókeypis. 23.00 Mánaðarlegt fastakvöld í boði kattanna B-Ruff og Loga Pedro verður haldið á Húrra í kvöld. Ballið byrjar um klukkan 23.00. Listamannaspjall 15.00 Sýningarstjóraspjall í tengslum við sýninguna Reykjavík, bær bygging. Kjarvalsstaðir, í dag klukkan 15.00. Aðal- steinn Ingólfsson ræðir við gesti um sýninguna sem nú stendur yfir á Kjarvals- stöðum en hann er sýningarstjóri hennar ásamt Hafþóri Yngvasyni. Á sumarsýningu Kjarvalsstaða eru úrvalsverk frá ýmsum tímabilum íslenskrar myndlistarsögu, sem öll eru úr safni Listasafns Reykjavíkur. Á sýningunni má sjá hvernig borgin kom íslenskum listmálurum fyrir sjónir á 102 ára tímabili, allt frá 1891 til 1993. ÞÚ ÁTT VALIÐ! Í Keili býðst þér að gerast tæknifræðingur, flugmaður, ævintýraleiðsögumaður eða einkaþjálfari, svo örfá dæmi séu tekin, auk þess sem Háskólabrú býður aðfaranám til háskólanáms. Keilir býður vandað og fjölbreytt nám en áhersla er lögð á nútímalega kennsluhætti og persónulega þjónustu. Tæknifræði Keilis heyrir undir verkfræði- og náttúru- vísindasvið Háskóla Íslands. Háskólabrú Keilis er tekin gild í öllum háskólum á Íslandi. # IT R O T T A A K A D E M IA # T A E K N IF R A E D I #FLUGAKADEMIA # H A S K O L A B R U PI PA R\ TB W A S ÍA 1 41 29 8 KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net 25% afsláttur 140x200 39.990 29.990 kr 140x220 44.900 33.742 kr 100x140 16.990 12.735 kr 70x100 12.990 9.742 kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.