Fréttablaðið - 16.06.2014, Side 2
16. júní 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Kringlunni
heyrnarstodin.is
HEYRNARSTÖ‹IN
NÁTTÚRA „Þetta er bara hobbí
hjá okkur,“ segir Þorvaldur Þór
Björnsson, æðarbóndi í Hval-
látrum í Breiðafirði. Um fjörutíu
manns taka þátt í dúntínslu í eyj-
unum frá byrjun júní en öll vinnan
er unnin af sjálfboðaliðum.
Menn frá náttúrulífsdeild
Breska ríkisútvarpsins, BBC,
fylgjast grannt með lífinu í eynni
en þeir hafa ætlað sér að koma
og mynda æðarfuglinn í fjögur
ár. „Einn þeirra fór út í búð og
keypti bók um Ísland á eitt pund.
Þá kviknaði hjá honum áhugi á að
gera eitthvað úr þessu,“ segir Þor-
valdur. „Æðarfuglinn leikur stórt
hlutverk í myndinni þeirra. Síðan
hafa fléttast inn fleiri hlutir sem
þeir vilja líka gera góð skil. Þeir
fóru til dæmis og skoðuðu eggja-
töku í Grímsey og hvernig á að
háfa lunda.“ Veðrið hefur leikið
við fólkið í Hvallátrum. „Menn-
irnir frá BBC eru búnir að vera
á nærbolnum í sólskini alla daga.
Þeim finnst það skrítið þegar allir
hafa talað um að á Íslandi sé alltaf
hrollkalt.“
Seinni leitir hófust á föstudag
og hefur dúntínslan gengið vel.
„Stemningin er góð og veðrið
hefur verið einstakt í sumar. Við
þurfum að fara í um það bil 267
eyjar og hólma svo þetta er mikið
verk,“ segir Þorvaldur. Heimt-
ur eru misjafnar eftir árum en
algengt er að það náist að safna á
bilinu fjörutíu til fimmtíu kílóum
af æðardúni í Hvallátrum. Dúnn-
inn er meðal annars seldur til Jap-
ans og Þýskalands í gegnum fyrir-
tækið Íslenskur æðardúnn ehf.
Það eru sjö eigendur sem koma
að Hvallátrum en æðardúnninn er
ekki þeirra helsta atvinna. „Menn
taka sér bara frí til að gera þetta.
Við tökum ekki krónu af því sem
kemur inn heldur fer það allt í
reksturinn.“ Ágóðinn af æðar-
dúninum hefur farið í viðhald í
eynni en þar er reisulegt íbúðar-
hús og skemma. „Við höfum verið
að endurnýja þök og mála hús og
svona. Svo keyptum við gröfu og
tæki til að geta sinnt þessu betur.
Við vorum líka að kaupa stóran bát
til að komast á milli því það hefur
verið talað um að Baldur verði
lagður niður.“ Breiðafjarðarferj-
an Baldur hefur hingað til komið
gestum Hvallátra út í Flatey en
þaðan hefur smærri bátur ferjað
alla út í eyju.
Í Hvallátrum er æðarung-
um sem eru veikir eða hafa týnt
móður sinni komið á legg. „Krakk-
arnir fara svo í sjóbað með ungun-
um og synda með þeim og svona.“
snaeros@frettabladid.is
BBC gerir þátt um
íslenskan æðarfugl
Hátt í fjörutíu manns taka þátt í æðardúnstínslu í Hvallátrum á Breiðafirði. Þrír
menn frá BBC eru staddir í eyjunum til að mynda tínsluna og kynna sér hvernig
Íslendingar lifa af landinu. Afrakstur dúntekjunnar fer í rekstur og viðhald.
UNGAPABBI Æðarungarnir sem fá skjól hjá bændunum í Hvallátrum eru hændir að
þeim sem sjá um þá. Hér sést Þorvaldur Þór Björnsson æðarbóndi með ungunum
sínum. Börnin í eynni taka ungana oft með í sjósund. FRÉTTABLAÐIÐ/IAN LLEWELLYN
Einn þeirra fór
út í búð og keypti bók
um Ísland á eitt pund.
Þá kviknaði hjá honum
áhugi á að gera eitthvað
úr þessu.
Þorvaldur Þór Björnsson,
æðarbóndi.
Birta, veldur þetta miklu
fjaðrafoki á heimilinu?
Jú, vissulega, að nóttu til, en yfir
daginn dettur allt í dúnalogn.
Birta Björnsdóttir er fatahönnuður í
Barcelona en hún fékk uglu í afmælisgjöf frá
eiginmanni sínum, Jóni Páli Halldórssyni.
KABÚL, AP Yfirvöld í Afganistan segja að talíbanar hafi í gær skorið fing-
ur af ellefu kjósendum og drepið aðra ellefu fyrir að hafa greitt atkvæði
í forsetakosningunum í landinu um helgina.
Talíbanar höfðu varað fólk við því að kjósa á laugardag en báðir fram-
bjóðendurnir, Abdullah Abdullah og Ashraf Ghani Ahmadzai, hafa lofað
að styrkja tengslin við Bandaríkin.
Samtals létu fleiri tugir manna lífið um helgina í sprengjuárásum and-
ófsmanna. Niðurstöður kosninganna verða tilkynntar í næsta mánuði.
- bá
Forsetakosningar fóru fram í Afganistan um helgina:
Talíbanar refsa þeim sem kusu
SÆRÐIR KJÓSENDUR Tveir Afganar dvelja á spítala eftir að talíbanar skáru af þeim
vísifingurna, sem dýft hafði verið í blek á kjörstað. NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Fjórir karlmenn
voru handteknir á Hvammstanga
aðfaranótt sunnudags grunaðir
um að hafa veitt manni á fertugs-
aldri lífshættulega áverka.
Lögreglan á Akureyri nýtur
aðstoðar tæknideildar lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu við
rannsókn málsins. Gert er ráð
fyrir að lögreglustjórinn á Akur-
eyri muni fara fram á gæsluvarð-
hald yfir hinum handteknu.
Talið er að mennirnir hafi
verið í gleðskap ásamt einum til
viðbótar í íbúð eins árásarmann-
anna. Maðurinn sem ráðist var á
var fluttur á bráðadeild Landspít-
alans. - fb
Á fertugsaldri í lífshættu:
Fjórir grunaðir
um líkamsárás
STJÓRNSÝSLA Már Guðmundsson,
núverandi seðlabankastjóri, mun
sækja um starfið að nýju. Már til-
kynnti þetta í viðtali við Björn
Inga Hrafnsson í þættinum Eyj-
unni á Stöð 2 í gær.
Embætti seðlabankastjóra var
auglýst þann 2. júní og er umsókn-
arfrestur til mánaðamóta.
Í þættinum í gær sagðist Már
hafa velt þessum málum fyrir sér
í töluverðan tíma, árangurinn sem
náðst hefur væri brothættur og
hann teldi ekki heppilegt að yfir-
gefa starfið í miðjum klíðum.
„Ég tel að ég hafi ekki getað
tekið aðra ákvörðun vegna þess
að það væri eins og að hlaupa frá
borði,“ sagði Már í Eyjunni.
Stjórnvöld lýstu því yfir í febrú-
ar að embættið yrði auglýst til
umsóknar. Már sagði í kjölfarið
að hann teldi líklegra en ekki að
hann myndi sækja um.
Már sagði í gær að breytingar
sem fyrri ríkisstjórn gerði á bank-
anum hefðu heppnast vel, það er
að fækka seðlabankastjórum úr
þremur í einn. Þá væri peninga-
stefnan í fastari skorðum en þær
breytingar hefðu hins vegar verið
gerðar í miklu skyndi og ekki í
fullri sátt og því væri hann ánægð-
ur með endurskoðunina sem fyrir-
huguð er.
Már sagðist ekki hafa látið
stjórnvöld vita af þessari ákvörð-
un sinni. „Ég er ekki búinn að
senda inn umsóknina en stefni að
því að reyna að klára það í þess-
ari viku,“ sagði Már í samtali við
Fréttablaðið. - fbj
Már Guðmundsson vill halda áfram að stjórna Seðlabankanum og sendir inn umsókn í vikunni:
Sækist eftir embætti seðlabankastjóra áfram
EKKI VANTRAUST Már segir stjórnvöld
hafa ítrekað það allrækilega að aug-
lýsing starfsins væri ekki yfirlýsing um
vantraust á hans störf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SKOTLAND Níu fyrrverandi skólastjórar í skoskum
háskólum hafa skrifað undir yfirlýsingu til stuðnings
því að Skotland verði áfram hluti af Stóra-Bretlandi.
Skólastjórarnir segja að sjálfstæði Skotlands myndi
setja rannsóknarsjóði frá Bretlandi í hættu ásamt því
sem ekki væri hægt að leggja skólagjöld á nemendur
frá Bretlandi.
Hópur innan menntakerfisins í Skotlandi, Academ-
ics for Yes, hefur hins vegar áður sagt að sjálfstæði
myndi vernda skoska háskóla.
Skotar munu ganga til atkvæða þann 18. september
næstkomandi um hvort þeir vilji að þjóðin slíti sig frá
Stóra-Bretlandi.
Samkvæmt nýrri könnun sem birt var í blaðinu
Scotsman um helgina fer munurinn milli andstæð-
inga og fylgismanna sjálfstæðis landsins minnkandi.
Þannig segjast nú 36 prósent fylgjandi sjálfstæði,
sem er tveimur prósentustigum meira en í könnun-
um fyrir mánuði. Andstæðingar eru 43 prósent sem
er þremur prósentustigum minna en síðast. Þá hafa
um tíu prósent Skota ekki gert upp hug sinn í málinu.
Tæplega 40 prósent búast við djúpstæðum klofningi
í Skotlandi eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna, hvernig
sem fer. - fbj
Bilið milli fylgjenda og andstæðinga sjálfstæðs Skotlands fer minnkandi:
Skólastjórar vilja ekki sjálfstæði
HART BARIST Skotar búast við að málið muni kljúfa þjóðina,
hvernig sem fer. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
SLYS Leit stendur enn yfir að
konunni sem týndist í Fljótshlíð
fyrir rúmri viku en leitarmönn-
um hefur verið fækkað. Að sögn
Sveins Kristjáns Rúnarssonar,
yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli,
tóku aðeins um tíu til tuttugu
manns þátt í leitinni í gær.
„Ef engar nýjar vísbendingar
finnast verður þetta bara eftir-
lit með ákveðnum stöðum,“ segir
Sveinn.
Leit hófst að konunni og
erlendri vinkonu hennar síðast-
liðinn þriðjudag. Vinkonan fannst
látin stuttu síðar en leit að þeirri
íslensku hefur ekki borið árang-
ur. - bá
Konan enn ekki fundin:
Dregið úr leit
á Suðurlandi
SPURNING DAGSINS