Fréttablaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 18
FÓLK|HEIMILI Dezeen.com fjallaði um Brynju og Skjöld í vikunni sem leið. Það fylgdi því talsverð athygli og eftirspurn, sem er gaman. Við héldum að verkefnið væri bara búið eftir sýninguna í vor en svo er ekki,“ segir Hjörtur Matthías Skúlason, einn þriggja í hönnunarteyminu Hlutagerðinni sem frumsýndi sín- ar fyrstu vörur í vor, tehetturnar Brynju og Skjöld. „Við fengum boð um að taka þátt í sýningunni Teaser í Sparki sem AttiKatti stýrði á Hönnunar- Mars í vor. Þetta var fyrsta stóra verkefnið okkar en við áttum að vinna út frá orðinu tehetta. Mokkaskinn hefur haldið hita á íslensku þjóðinni gegnum ald- irnar og við útfærðum tehettuna í mokkaskinn. Við nýttum okkur gamlar aðferðir sem stríðsmenn í fornöld notuðu til að gera sér brynjur úr skinnum. Skinnin eru sniðin til og þeim síðan dýft í sjóðandi vatn. Þá herpist skinnið saman og mótast utan um hlut- inn. Tekatlarnir samanstóðu svo af samtíningi, við vildum nota það sem til er en klæða í okkar búning,“ segir Hjörtur. Hlutagerðin er því að hasla sér völl á hönnunarsenunni og segir Hjörtur spennandi verkefni fram undan. Þau þrjú sjái styrk í því að sameina krafta sína. „Við Elín lærðum vöruhönnun saman í LHÍ og fengum svo til liðs við okkur Hrönn Snæbjörns- dóttur en hún er master í menn- ingarmiðlun. Við sáum að við stæðum betur að vígi saman en eitt og eitt. Hlutagerðin mun taka sér ýmisleg verkefni fyrir hendur, við munum gera allt frá því að hanna hluti upp í að standa fyrir uppákomum. Það eru spennandi tímar fram undan.“ Nánar má forvitnast um Hluta- gerðina á Facebook og á hluta- gerdin.is. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512 5447 HLUTAGERÐIN Hrönn Snæbjörnsdóttir, Elín Bríta og Hjörtur Matthías Skúlason skipa hönnunarteymið Hlutagerðina. MYND/HLUTAGERÐIN FORN AÐFERÐ Skinnið er sniðið til og svo dýft í sjóðandi vatn. Við það skreppur skinnið saman og mótast utan um hlutinn. MYND/HLUTAGERÐIN TEHETTA Brynja og Skjöldur er fyrsta vörulína Hlutagerðarinnar, tehettur úr íslensku lambsskinni. Línan vakti athygli hönnunarvefsins Dezeen.com í vikunni sem leið. MYND/HLUTAGERÐIN MOKKASKINNIÐ HELDUR HEITU ÍSLENSK HÖNNUN Hlutagerðin er nýtt íslenskt hönnunarteymi sem vakið hefur athygli fyrir fyrstu vörulínu sína, tehettur úr lambsskinni. Svíar hafa verið hvað vinveittastir Íslend-ingum þegar kemur að hönnun. Hluti af verkunum á sýningunni eru íslensk hús- gögn sem framleidd eru í Svíþjóð,“ segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Ís- lands, en safnið stendur fyrir sýningunni Ísland – Svíþjóð í Norræna húsinu og Hannesarholti dagana 17. til 22. júní.  Tilefni sýningarinnar er koma Viktoríu krónprins-essu hingað til lands. Þeir hönnuðir sem eiga verk á sýningunni í Norræna húsinu eru Sigurður Gústafsson, en hann vinnur með fyrir- tækinu Källemo, Sigríður Heimisdóttir, með IKEA, Katrín Ólína Pétursdóttir og Michael Young en fyrir- tækið Swedese framleiðir Tréð, fatahengi eftir þau, og Chuck Mack en fyrirtækið Design House Stockholm framleiðir borðið Arco Desk. Þá verða einnig sýndir munir úr „Sænsku glergjöf- inni“ sem Karl Gústaf Svíakonungur afhenti Hönnun- arsafni Íslands til varðveislu í heimsókn sinni hingað til lands fyrir tíu árum. Glermunirnir verða sýndir bæði í Hannesarholti og í Norræna húsinu. SÆNSKT SAMSTARF SÝNING Hönnunarsafn Íslands stendur fyrir sýningu á húsgögnum eftir ís- lenska hönnuði, framleiddum í Svíþjóð, í Norræna húsinu og í Hannesarholti. Tilefnið er heimsókn Viktoríu krónprinsessu. VATNAJÖKULL Glervasi eftir sænska glerlistamann- inn Monicu Backström, gerður árið 2003. CHUCK MACK Íslenski hönnuðurinn Chuck Mack hefur bæst í hóp þeirra sem vinna með framleiðendum í Svíþjóð. Borðið Arco Desk er framleitt af Design House Stockholm. MYND/CHUCK MACK Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is ÉG MÓTA BODY FIRMING Ég viðheld teygjanleika húðarinnar. Byrjaðu bara á að bera mig reglulega á líkamann og þú helst flott og fitt. Frábært krem með góðum innihaldsefnum eins og Elastín, Kollagen og Pomegranate. Made in Italy www.master-line.eu Fæst í apótekum og Hagkaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.