Fréttablaðið - 16.06.2014, Side 12
16. júní 2014 MÁNUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Friðrika
Benónýsdóttir
fridrikab@frettabladid.is
Vinstrihreyfingin – grænt framboð getur
að mörgu leyti vel við unað eftir sveitar-
stjórnarkosningar þar sem hreyfingin
stóð vörð um árangur sinn frá 2010 og
bauð fram víða um land, bæði undir eigin
nafni en einnig með formlegri og óform-
legri þátttöku í sameiginlegum framboð-
um. Hins vegar tel ég ríka ástæðu á næstu
misserum til að velta fyrir sér inntaki
stefnu okkar. Hana tel ég eiga brýnna
erindi en nokkru sinni fyrr á nýrri öld
þar sem ójöfnuður og loftslagsbreyting-
ar verða líklega stærstu viðfangsefnin og
svörin geta ekki verið önnur en réttlæti
og sjálfbærni.
Miklu skiptir líka hvernig fólk sem
telur sig til félagshyggjufólks velur að
vinna í stjórnmálunum og því er ástæða
til að óska Reykvíkingum til hamingju
með nýjan borgarstjórnarmeirihluta.
Þar sameinast frjálslynt og félagshyggju-
sinnað fólk með breiða skírskotun og
sterkt umboð kjósenda. Hver flokkur
hefur að sjálfsögðu sína sérstöðu en um
margt erum við sammála. Þar má nefna
húsnæðismálin og áform nýs meirihluta
um að byggja upp leiguhúsnæði. Þá skiptir
miklu máli að nýr meirihluti tekur skýra
afstöðu með fjölmenningu og gegn útlend-
ingaandúð sem virðist því miður vera að
skjóta rótum hér á landi.
Í átt að gjaldfrelsi
Það er líka ánægjulegt að sjá að nýr meiri-
hluti í Reykjavík mun stíga fyrstu skrefin í
átt að gjaldfrjálsum leikskóla með lækkun
leikskólagjalda. Það er mál sem við Vinstri
græn settum á dagskrá í kosningabarátt-
unni – og ágætt dæmi um þá sókn sem við
viljum hefja í velferðar- og menntamál-
um á næstu árum. Nýr meirihluti hefur
líka áform um aukið íbúalýðræði sem eru
spennandi en vonandi verða líka tekin stór
skref til að virkja fólk til þátttöku í þeim
lýðræðislegu ferlum sem eru nú þegar til
staðar.
Þar sem við Vinstri-græn tökum þátt í
meirihlutasamstarfi skiptir miklu að við
leggjum inn sjónarmið réttlætis og sjálf-
bærni og það munum við gera í öllu okkar
starfi í sveitarstjórnum, óháð því hverj-
um við vinnum með í meirihluta og raun-
ar óháð meirihluta og minnihluta. Sérstök
ástæða er til að fagna þegar félagshyggju-
öfl ná saman um slík málefni því það gefur
tilefni til bjartsýni varðandi frekari sam-
vinnu vinstrimanna á öðrum vettvangi.
Samstarf til vinstri
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
PARKETFLÍSAR
ekkert að pússa og lakka
Mikil fyrirheit
Dagur B. Eggertsson verðandi
borgarstjóri, ítrekaði kosningaloforð
Samfylkingarinnar í þættinum
Sprengisandi á Bylgjunni í gær.
Flokkurinn hafði lofað 2.500 til
3.000 nýjum leiguíbúðum á næstu
árum. Það er reyndar skemmtileg
tilbreytni á þessum síðustu og verstu
að menn kannist við loforð
sín eftir kosningar, en það er
önnur saga. Dagur sagðist
ekki draga úr því að loforðin
væru mikil fyrirheit, þess
þyrfti. Hins vegar myndi þessi
uppbygging taka nokkur ár. Það
er merkilegt að í loforðum
flokksins um húsnæðis-
mál er aðeins minnst á
uppbyggingu borgarinnar
og félagslegan stuðning. Þar er hins
vegar ekkert minnst á einföldun og
leiðréttingu byggingareglugerða sem
er eitt af því sem flækir byggingu nýs
húsnæðis, gerir það dýrara og ferlið
lengra en ella fyrir byggingaraðila.
En borgin ætlar vissulega á fullt í að
útvega borgarbúum húsnæði.
Furðulegheit
Björn Bjarnason, fyrrverandi
ráðherra Sjálfstæðisflokksins,
lætur það fara í taugarnar á
sér í pistli á heimasíðu sinni
með hvaða hætti Ólafur Ragnar
Grímsson forseti og
Már Guð-
mundsson
seðla-
banka-
stjóri greina þjóðinni frá framtíðar-
áformum sínum. Ólafur sagði frá því
í viðtali við tímaritið Monocle að
hann gæfi ekki kost á sér í næstu
kosningum og Már greindi frá sínum
fyrirætlunum í þættinum Eyjunni á
Stöð 2 í gær. Björn segir hrifningu
ýmissa fjölmiðlamanna á upp-
átækjum Jóns Gnarr hafa haft áhrif
á þá Ólaf og Má og það að þeir
skuli kjósa þessar leiðir til
að koma mikilvægum upp-
lýsingum til þjóðarinnar
sé ekki í ætt við neitt
annað en furðulegheit
Jóns Gnarr þótt hvorugur
þeirra hafi ákveðið að fara í
furðufatnað til að vekja á
sér athygli.
fanney@frettabladid.is
Í
helgarblaði Fréttablaðsins er spjall við hóp ungs lista-
fólks sem sett hefur á stofn vinnustofu uppi á Höfða í
þeim tilgangi að skapa fjölbreyttan starfsvettvang fyrir
listamenn. Þetta unga fólk, sem flest er nýútskrifað úr
listnámi, er ekkert á þeim buxunum að samfélagið eigi
að skapa því verkefni og aðstöðu, heldur lætur verkin tala og
hrindir hugmyndum sínum í framkvæmd sjálft. Mörk milli
hefðbundinna listgreina eru máð út og fólk úr ýmsum áttum
vinnur saman að því að skapa
eitthvað nýtt og ferskt án þess
að láta þröngva sér í fyrir-
framgefna farvegi. Og hendir
þeirri hugmynd að listsköpun
sé bundin við 101 Reykjavík
út í hafsauga. Eins og gerst
hefur í öðrum borgum Evrópu
undanfarna áratugi sækja
þau þangað sem húsnæði er ódýrt og gera hallærisleg iðnaðar-
hverfi að stöðunum þar sem gerjunin og blómgunin fer fram.
Ef miðborgin er undirlögð af túristabúllum og hótelum er
fundið nýtt hverfi þar sem svigrúm er til að skapa.
Hópurinn á Höfðanum er ekkert einsdæmi, úti um allt
spretta upp sambærilegir hópar ungs listafólks sem vinnur
saman þvert á skilgreiningar listgreina. Tjarnarbíó er orðið
sprúðlandi vettvangur fyrir sköpun og samstarf og nú stendur
yfir tónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music sem er
alfarið framtak Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara sem,
eins og hinum listamönnunum, fannst skorta vettvang fyrir
það sem hann langaði að gera og bjó hann þá bara til sjálfur.
Lungaskólinn á Seyðisfirði er enn eitt dæmið um þetta viðhorf
unga fólksins og nær daglega heyrum við af nýjum verkefnum
og hugmyndum sem drifnar eru áfram af fólki á milli tvítugs
og þrítugs. Kynslóðinni sem legið hefur undir ámæli fyrir að
vera veruleikafirrtir tölvuleikjanördar sem liggi uppi á pabba
og mömmu og taki ekki virkan þátt í samfélaginu. Fátt gæti
verið nær sanni.
Á meðan þetta unga fólk er önnum kafið við að skapa sér
vettvang á eigin forsendum og sinna hugðarefnum sínum
bölsótast eldri kynslóðir út í allt sem nöfnum tjáir að nefna
en þó aðallega alla þá sem ekki eru sammála þeim í einu og
öllu. Hin goðsagnakennda ’68 kynslóð sem hingað til hefur
verið litið á sem tákn uppreisnar gegn ríkjandi hugmyndum
og ráðandi öflum er að sanna sig sem tuðandi íhaldskynslóð
sem engu vill breyta. Hún dómínerar alla umræðu um list og
menningu, og raunar nánast öll svið samfélagsins, með hroka
besser wissersins sem alltaf hefur rétt fyrir sér og er smátt og
smátt að verða dragbítur á nýsköpun og ferskar nálganir. Ansi
dapurleg örlög goðsagnarinnar.
Það er gömul saga og ný að eldri kynslóðir líti þær sem á
eftir koma hornauga og þyki lítið til þeirra koma en einhvern
veginn hélt maður samt að uppreisnarseggirnir frá 1968
myndu ekki detta í þá gryfju í ellinni. Svo lengi lærir sem
lifir. Eitt má þó ’68 kynslóðin og sporgöngufólk hennar eiga;
henni hefur tekist að ala upp nýja kynslóð sem virðist fær um
að hrista af sér klafa kreddna og þröngsýni og fyrir það má
vissulega hrósa henni.
Ný kynslóð listamanna haslar sér völl.
Út fyrir ramma
STJÓRNMÁL
Katrín
Jakobsdóttir
formaður Vinstri-
grænna
➜ Þar sameinast frjálslynt og
félagshyggjusinnað fólk með
breiða skírskotun og sterkt
umboð kjósenda.