Fréttablaðið - 16.06.2014, Síða 4

Fréttablaðið - 16.06.2014, Síða 4
16. júní 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 SLYS Á árunum 2009 til 2013 mátti rekja 109 slys í umferð- inni til ógætilegs framúraksturs og önnur 205 til of mikils hraða, samkvæmt tölum úr slysaskrám Samgöngustofu og VÍS. Vegagerðin hefur unnið áhættumat á vegum landsins og sett upp merki til að vara við yfirvofandi hættum svo sem kröppum beygjum og lausagöngu dýra. Síðastliðinn áratug mátti rekja þrjú banaslys til ógætilegs framúraksturs. Samkvæmt töl- fræði Samgöngustofu voru skráð 15 slys í fyrra þar sem einhver slasaðist af þessum sökum. Vart þarf að sökum að spyrja ef bílar skella saman á 90 km/klst. - sój Mikill hraði í umferðinni: 109 slys vegna framúraksturs LÖGREGLUMÁL Sérstakur saksókn- ari hefur nú til skoðunar að fella niður tíu mál þar sem grunur er um brot á reglum um gjaldeyrismál þar sem reglurnar teljast ekki tæk refsiheimild. Seðlabanki Íslands lét fyrir farast að leita staðfestingar ráðherra á reglunum í lok árs 2008 eins og áskilið var í lögum. Sér- stakur saksóknari hefur þegar fellt niður sjö slík mál hjá embættinu. Í Aserta-málinu svokallaða er fjórum mönnum gefið að sök að hafa brotið gjaldeyrislög en því máli var vísað frá af héraðsdómi þar sem ákæran uppfyllti ekki kröfur sakamálalaga um skýrleika ákæru. Hæstiréttur hefur sent málið aftur til héraðsdóms. Reglur um gjaldeyrismál sem mennirnir eru grunaðir um að hafa brotið voru hins vegar ekki rétti- lega settar því það vantaði staðfest- ingu viðskiptaráðherra á reglunum eins og lög um gjaldeyrismál gerðu áskilnað um. Þetta er staðfest í bréfaskiptum milli aðila málsins. Sérstakur saksóknari byggði í málinu fyrir Hæstarétti eingöngu á lögum um gjaldeyrismál en ekki umræddum reglum þar sem fyrir lá að þær gætu ekki talist tæk refsi- heimild. Seðlabankinn kærði ákvörðun sérstaks saksóknara um að fella málin niður til ríkissaksóknara sem staðfesti ákvörðunina. - þþ / fbj Seðlabankinn gleymdi að fá staðfestingu ráðherra á reglum um gjaldeyrismál: Fellir niður mál vegna mistaka SEÐLABANKI ÍSLANDS Ef sérstakur saksóknari fellir niður tíu mál vegna mistakanna við reglugerðina hafa alls 17 mál endað á þann veg. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ➜ Í Aserta-málinu svokallaða er fjórum mönnum gefið að sök að hafa brotið gjaldeyrislög. KJARAMÁL Samningar tókust ekki við flugvirkja Icelandair í gær en fundað var í húsakynnum ríkis- sáttasemjara frá klukkan tvö til rétt rúmlega sjö um kvöldið. Í dag skellur á eins dags vinnu- stöðvun flugvirkja en næstkom- andi fimmtudag hefst ótímabund- ið verkfall ef ekki næst að semja fyrir þann tíma. „Þessu miðar mjög hægt,“ segir Maríus Sigurjónsson, formað- ur samninganefndar flugvirkja. „Það er allavega ekki komin nið- urstaða sem menn eru sáttir við.“ Ljóst er að vinnustöðvun í dag veldur Icelandair talsverðu fjár- hagslegu tjóni en fella þurfti niður 65 flug hjá félaginu sem hefur áhrif á um tólf þúsund far- þega. Maríus segir að samnings- aðilar hafi samt sem áður rætt málin af ró í gær. „Fundurinn var kannski jákvæðari en ég átti von á,“ segir Maríus. „Þegar það er komið út í það að röskunin verður óumflýj- anleg, þá kannski verður harkan meiri. En það var allavega rætt saman. Það var ekki skilið með neinum látum.“ Ekki liggur fyrir hversu miklu tjóni vinnustöðvunin mun valda Icelandair en Samtök atvinnu- lífsins áætluðu í vor að þegar flug raskaðist vegna verkfalla flug- manna næmi heildartjónið um milljarði á dag. Ljóst er að tjónið sem verður vegna vinnustöðvunar í dag verður mun meira. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, segir fyrir tækið ekki byrjað að horfa til þess hvernig bregðast eigi við verkfalli á fimmtudag. „Við hljótum að vona að það náist samningar fyrir þann tíma,“ segir Guðjón. Bein afskipti stjórnvalda gætu mögulega komið í veg fyrir ótíma- bundið verkfall. Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði í vor, í tengslum við verkfallsaðgerðir flugmanna, að hún myndi ekki setja lög á kjaradeilur nema í neyð og þá ekki án þess að kalla saman þing. Þær upplýsingar fengust frá innanríkisráðuneytinu í gær að ekki hefði verið tekin ákvörðun um að setja lög á verkfallið. Það hefði þó ekki verið slegið út af borðinu og grannt væri fylgst með stöðu mála. bjarkia@frettabladid.is Samningar tókust ekki við flugvirkja Í dag skellur á vinnustöðvun flugvirkja hjá Icelandair. Kjarasamningar tókust ekki í gær og mun ótímabundið verkfall hefjast á fimmtudag að óbreyttu. Innanríkis- ráðherra segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort setja eigi lög á verkfallið. FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Fella þurfti niður 65 flug Icelandair í dag vegna vinnustöðvunarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ 4,9 er hækkun launa að meðaltali hjá opin- berum starfsmönnum á fyrsta ársfjórðungi 2014 í prósentum. Hækkunin var 5,7 prósent á almennum vinnumarkaði. Heimild: Hagstofa Íslands SVEITARSTJÓRNARMÁL Fyrsti fund- ur nýrrar borgarstjórnar verður haldinn í Ráðhúsinu í Reykjavík í dag klukkan tvö. Kjartan Magnússon, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, setur fundinn sem starfsaldursforseti og stýrir fundi þar til Sóley Tóm- asdóttir, fulltrúi Vinstri grænna, verður kjörin forseti borgar- stjórnar. Kosið verður í allar nefndir og ráð en sætum er úthlut- að samkvæmt d’Hondt-reglunni. Dagur B. Eggertsson, verðandi borgarstjóri, segir skipan nefnda verða með sama hætti og áður utan þess að nýtt stjórnkerfis- og lýðræðisráð verður stofnað undir forystu Halldórs Auðar Svans- sonar, oddvita Pírata, sem og að nefndarmönnum í skipulagsráði verður fækkað úr níu í sjö. - fbj Skipað í ráð og nefndir: Fyrsti fundur borgarstjórnar HEFUR STÖRF Samkvæmt sveitar- stjórnarlögum skal ný sveitarstjórn taka við stjórn fimmtán dögum eftir kjördag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMFÉLAGSMÁL Sumarhátíð félagsins Einstök börn fór fram um helgina á Gufunesi. Um er að ræða árlega skemmtun en í félaginu eru hátt í 250 börn sem eiga við sjaldgæfa sjúkdóma að stríða. „Það voru allir rosalega glaðir,“ segir Guðrún Helga Harðardótt- ir, framkvæmdastjóri félagsins. Að sögn Guðrúnar Helgu fengu börnin meðal annars heimsókn frá Sollu stirðu, Íþróttaálfinum og töframanni. „Svo voru hestar til að gefa börnum tækifæri til að fara á hestbak sem hafa ekki oft möguleika á því.“ - bá Gleðidagur á Gufunesi: Einstök börn á sumarhátíð VEL HEPPNUÐ HÁTÍÐ Börnin fengu meðal annars heimsókn frá Sollu stirðu úr Latabæ. MYND/EINSTÖK BÖRN LÖGREGLUMÁL Skurðarbretti á eldavél Slökkviliðið var kallað að Þingholts- stræti í Reykjavík um tvöleytið í gær. Reyk lagði út um opinn glugga. Í ljós kom að reykinn lagði frá skurðarbretti sem skilið hafði verið eftir á elda- vélarhellu. Lögregla komst inn til að slökkva á eldavélinni. Slökkvilið sá um reykræstingu og voru skemmdir óverulegar. Datt á reiðhjóli Reiðhjólaslys varð á Geirsgötu við Kolaportið í gær. Þar datt drengur á reiðhjóli. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá 17. JÚNÍ Norðaustanlands verður bjart með köflum fram eftir degi og hiti gæti farið yfir 20 stig en síðdegis þykknar upp. Sunnan og vestan til má búast við lítilsháttar úrkomu fyrri hluta dags en svo bætir í úrkomuna síðdegis. 12° 5 m/s 12° 3 m/s 13° 6 m/s 11° 8 m/s Fremur hægur vindur víðast hvar. Fremur hægur vindur víðast hvar. Gildistími korta er um hádegi 25° 31° 20° 22° 18° 15° 23° 19° 19° 26° 17° 26° 25° 31° 24° 20° 20° 23° 12° 4 m/s 12° 4 m/s 19° 3 m/s 14° 2 m/s 17° 3 m/s 14° 3 m/s 8° 3 m/s 14° 11° 12° 10° 14° 16° 21° 12° 17° 12° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MIÐVIKUDAGUR Á MORGUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.