Fréttablaðið - 16.06.2014, Síða 6

Fréttablaðið - 16.06.2014, Síða 6
16. júní 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 DÓMSMÁL Dómur féll á föstudag í máli sem rekið var gegn íslenska ríkinu vegna tollflokkunar á iPod Touch-spjaldtölvum. Niðurstaðan var á þá leið að staðfest var að tækið hefur verið tollflokkað með röngum hætti um árabil. Þannig var tækið fyrst sett í tollflokkinn „hljóðupptöku- eða hljóðflutningstæki“ og síðar „myndupptökutæki eða mynd- flutningstæki“. Flokkunin leiddi til þess að innflytjendur vörunn- ar höfðu greitt umtalsverð gjöld við innflutning hennar. Það fé, samtals rúmlega 16 milljónir ásamt vöxtum og dráttarvöxtum, ber ríkinu að endurgreiða. Stefnandi, Skakkiturn ehf. umboðsmaður Apple á Íslandi, taldi að flokka ætti tækið í toll- flokkinn „sjálfvirkar ferða- gagnavinnsluvélar og einingar til þeirra“ og féllst dómurinn á þá flokkun en sá tollflokkur ber engin gjöld eða tolla. „Þetta kemur í raun ekkert á óvart,“ segir Björg Ásta Þórðar- dóttir, lögfræðingur hjá Félagi atvinnurekenda, sem aðstoðaði stefnanda. „Varan er tölva en ekki vasadiskó og það vita allir sem hafa notað hana. Það sem meira máli skiptir er að innflytj- endur geri sér grein fyrir því að tollflokkun er oft og tíðum röng. Það er erfitt að meta það með vissu en við höfum áætlað að í ákveðnum vöruflokkum séu allt að 15 til 20 prósent af vörum rangt flokkuð.“ Lögmaður Apple í málinu segir óljóst hvort ríkið ákveði að áfrýja niðurstöðunni en hún sé fagnað- arefni. - fbj Héraðsdómur segir í dómi að iPod Touch-tæki hafi verið flokkuð í rangan tollflokk um árabil: Ríkið endurgreiði gjöld af iPod Touch RÖNG TOLLFLOKKUN Um 15 til 20 pró- sent af vörum eru líklega rangt flokkuð. 1. Borgarstjóri hvaða Evrópuborgar sagði af sér vegna lögreglurannsóknar á föstudaginn? 2. Hvað heitir tvíburabróðir Halldórs Auðar Svanssonar, oddvita Pírata í Reykjavík? 3. Hvað er Kvennahlaup ÍSÍ gamalt í ár? SVÖR VEISTU SVARIÐ? JAFNRÉTTISMÁL Eygló Harðardótt- ir, jafnréttisráðherra Íslands, lagði áherslu á að jafnréttisstarf á Norðurlöndum tæki til karl- manna og drengja á jafnréttis- ráðstefnunni Nordisk Forum í gær. „Á næstu árum ættum við að beina sérstakri athygli að mótun karlmennskuímynda í samfé- laginu og áhrifum þeirra á sam- skipti kynjanna,“ sagði Eygló á ráðstefnunni. Á fundinum kom fram að skól- arnir væru kjörinn vettvang- ur til þess að uppræta staðlaðar kynjaímyndir og leggja grunn að nýjum hugsunarhætti um karl- mennsku og nám- og starfsval til framtíðar. - fbj Lögðu áherslu á að uppræta staðalímyndir á Nordic Forum: Jafnréttisstarf taki til karla og drengja NÝ HUGSUN Jafnréttis- ráðherra Íslands sagðist myndu beina sérstakri athygli að karlmennsku- ímyndum í samfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL UMHVERFISMÁL Stefnt er að því að gera Stykkishólm að fyrsta sveitarfélaginu á Íslandi þar sem burðarplastpokar munu ekki fást í verslunum. Tilraunaverkefni sem hefur þetta að markmiði lýtur einnig að því að þekkingin sem fæst í sumar nýtist öðrum sveit- arfélögum til að fylgja í kjölfarið. Menja von Schmalensee, líf- fræðingur og formaður umhverf- ishópsins, segir að skili verkefnið tilætluðum árangri muni Hólm- arar hætta notkun á burðarplast- pokum í öllum verslunum í sveitar- félaginu í byrjun september. Spurð um viðbrögð fólks í sveitarfélaginu segir Menja þau almennt góð, en mikið vatn eigi enn eftir að renna til sjávar áður en hægt verði að fullyrða um árangur verkefnisins. Undirbún- ingsvinnan sé vissulega hafin og gengur vel, en áður en umskipt- in fara fram verði að svara því hvað koma eigi í staðinn fyrir plastið. Bæði er þörf fyrir lausn- ir fyrir verslun og ekki síður við sorplosun. Varðandi innkaupin kemur margt til greina, s.s. fjöl- nota pokar, pappírspokar og maís- pokar. Þegar kemur að sorplosun hefur hópurinn leitað samstarfs við Íslenska gámafélagið, og geta maíspokar verið góð lausn í þeim efnum. Einstakar verslanir hafa tekið hópnum vel, en hafa skal hugfast að stjórnendur verslana í Stykkis- hólmi sitja oft í Reykjavík, t.d. Vín- búðarinnar, Lyfju og Bónuss. Þess vegna teygir verkefnið sig vel út fyrir bæjarmörkin. Menja segir að verkefnið snúist ekki síst um hugarfarsbreytingu, og sé hugsað í mun stærra sam- hengi en bara fyrir Stykkishólm. Styrkur ráðuneytisins fékkst t.d. á þeim forsendum að vinnan myndi nýtast á fleiri stöðum í framhald- inu, sem segir nokkuð um vilja stjórnvalda um hvað koma skal. „Vonin er að verkefnið muni nýt- ast öðrum til að taka þetta skref. Þetta er ákaflega spennandi og gaman verður að sjá hvernig þessu vindur fram,“ segir Menja og minnir á í þessu samhengi að það sé löngu tímabært að hætta notk- un burðarplastpoka. Ýmis erlend sveitarfélög, landshlutar og jafn- vel heilu löndin séu komin vel á veg með að banna notkun burðar- plastpoka með öllu. svavar@frettabladid.is Vilja plastpokalaust sveitarfélag í haust Umhverfishópur Stykkishólms vinnur að því að verslanir í bænum hætti notkun plastburðarpoka frá og með komandi hausti. Markmiðið er að sveitarfélagið verði fyrst til að taka þetta skref og vinnan nýtist öðrum sveitarfélögum í framhaldinu. EFTIR SKEMMTANAHALD Allir Íslendingar þekkja myndir sem þessa og hlut plasts- ins í ruslaraskap landans. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Umhverfishópur Stykkishólms fékk í ársbyrjun styrk frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til að ráðast í verkefnið, sem er unnið í sam- starfi við Náttúrustofu Vesturlands, Landvernd, Umís/Environice og Stykkishólmsbæ. Margir koma að plastpokaverkefninu 1. Feneyja 2. Kári Auðar Svansson 3. 25 ára Vonin er að verkefnið muni nýtast öðrum til að taka þetta skref. Menja von Schmalen- see líffræðingur ÍRAK Hópur öfgasinnaðra súnní- múslima, sem sölsað hefur undir sig stórt landsvæði í Írak undan- farna daga, hefur birt á netinu myndir sem virðast sýna liðsmenn hópsins taka af lífi fjölmarga stjórnarhermenn. Á myndunum má sjá hermenn- ina liggja í skurði, fyrir og eftir meinta aftöku þeirra. Samkvæmt texta sem fylgir myndunum er um að ræða hermenn úr herstöð sem vígamennirnir náðu á sitt vald. Fulltrúi íraska hersins, Qassim al-Moussawi hershöfðingi, segir að myndirnar séu ekta og að aftök- urnar hafi farið fram í Salahuddin- héraði. Það hefur þó ekki fengist staðfest af utanaðkomandi aðilum. Ef satt reynist er hæglega um að ræða mestu voðaverk í landinu síðan Bandaríkjamenn gerðu inn- rás árið 2003. Allt að þúsund her- menn gætu hafa verið teknir af lífi, samkvæmt heimildum BBC. Hópurinn kallast ISIS og vilja liðsmenn hans koma á fót íslömsku ríki í Írak. Þeir náðu í síðustu viku borgunum Mosul og Tikrit á sitt vald. Myndirnar birtust um það leyti sem ríkisstjórn Íraks greindi frá því að hún hefði unnið mikilvæga sigra á ISIS undanfarið. - bá Um þúsund hermenn gætu hafa verið teknir af lífi af öfgahópnum ISIS: Myndir sýna voðaverk í Írak ÓHUGNANLEGT Þessi mynd virðist sýna meðlimi ISIS miða hríðskota- byssum á óvopnaða hermenn í borgara- klæðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.