Fréttablaðið - 16.06.2014, Side 8
16. júní 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8
SVEITARSTJÓRNIR Austurbrú,
sjálfseignarstofnun á Austurlandi,
keypti bifreið til afnota fyrir fram-
kvæmdastjóra sinn haustið 2013.
Bifreiðin, sem er af tegundinni
Chevrolet Captiva, kostaði tæpar
fimm milljónir króna í innkaup-
um. Ekkert er að finna um þessi
bílakaup í fundargerðum stjórnar
Austurbrúar.
Fyrirtækið Austurbrú var stofn-
að 8. maí 2012 á grunni Þekking-
arnets Austurlands, Þróunarfélags
Austurlands, Markaðsstofu Aust-
urlands og Menningarráðs Austur-
lands og annast auk þess daglegan
rekstur Sambands sveitarfélaga á
Austurlandi. Á vef Austurbrúar
kemur fram að yfir 30 stofnaðilar
eru að sjálfseignarstofnuninni; öll
sveitarfélögin á Austurlandi, allir
háskólar landsins, helstu fagstofn-
anir, stéttarfélög, framhaldsskólar
og þekkingarsetur á Austurlandi.
Stofnunin er að mestu leyti rekin
af skattfé.
Kaupin voru gerð síðla árs 2013.
Þáverandi framkvæmdastjóri var
Karl Sölvi Guðmundsson. Á því ári
var rekstrarniðurstaða Austurbrú-
ar neikvæð um rúmar 20 milljón-
ir króna. Einnig var rúmlega níu
milljóna króna tap af 7 mánaða
rekstrarniðurstöðu ársins 2012.
Valdimar O. Hermannsson er
stjórnarformaður Austurbrúar.
Hann telur eðlilegar skýringar á
kaupunum. „Kaupin á bifreiðinni
voru hluti af starfskjörum sem
stjórn samþykkti haustið 2013
þegar ráðningarsamningur við
Karl var endurskoðaður. Þetta var
í raun sparnaður fyrir Austurbrú.
Við vorum að borga um 30-40 þús-
und krónur á mánuði í bílastyrk
til framkvæmdastjóra. Með því
að greiða 2,5 milljónir í bifreið-
inni eru lánin af henni þau sömu
og greiðslur til framkvæmdastjóra
voru áður.“ Valdimar segir að
hægt hefði verið að kaupa ódýrari
bifreið á sínum tíma og að komið
hafi fram gagnrýni á kaupin á árs-
fundi stofnunarinnar.
Hann segir einnig að tekjur
eigi eftir að skila sér til stofnun-
arinnar. „Verkefni sem við áttum
að fá greitt fyrir á árinu 2013,
sem námu um 12 milljónum, komu
ekki inn á því ári heldur koma
þau á þessu ári. Þegar Austurbrú
var sett á laggirnar og sameining
stofnana varð að veruleika þurft-
um við að fara í nokkrar einsskipt-
is aðgerðir sem kostuðu peninga
en við sjáum fram á góða afkomu á
næstu misserum,“ segir Valdimar.
Hann bætir við að stjórn hafi
ekki verið ánægð með rekstur-
inn og vegna niðurstöðu ársreikn-
inga og samstarfsörðugleika við
þáverandi framkvæmdastjóra hafi
verið ákveðið að hann myndi hætta
störfum. Við er tekinn þriðji fram-
kvæmdastjórinn frá því að stofn-
unin var sett á laggirnar 2012,
Jóna Árný Þórðardóttir.
sveinn@frettabladid.is
Þetta var
í raun sparn-
aður fyrir
Austurbrú.
Við vorum að
borga um
30–40 þúsund
krónur í bílastyrk til
framkvæmdastjóra.
Valdimar O. Hermannsson,
stjórnarformaður Austurbrúar
Besti bílinn.
Audi A3 hefur verið valinn besti bíll ársins
2014* af blaðamönnum frá 22 löndum.
Takk fyrir okkur!
Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri: 7,1-1,5 l/100 km, CNG 3,3-3,2 kg/100 km; E-Tron
blönduð orkunotkun í kWh á 100 km: 11,4; CO
2
útblástur í blönduðum akstri: 165-35 g/km,
CNG 92-88 g/km. Uppgefnar tölur miðast annars vegar við bensín- og hinsvegar rafmótor.
*World Car Awards 2014, New York: www.wcoty.com
Keyptu fimm milljóna bíl
fyrir stjóra Austurbrúar
Sjálfseignarstofnunin Austurbrú á Austurlandi keypti tæplega fimm milljóna króna bifreið af gerðinni Chevr-
olet Captiva þegar rekstrarhallinn var um 20 milljónir. Ekkert er að finna um kaupin í fundargerðum stjórnar.
Stjórnarformaðurinn telur að hægt hefði verið að kaupa ódýrari bíl. Búist er við góðri afkomu næstu misserin.
CHEVROLET CAPTIVA Austurbrú keypti bifreið af tegundinni Chevrolet Captiva
fyrir framkvæmdastjóra sinn haustið 2013.
SVEITARSTJÓRNIR Bæjarfulltrúar
Þriðja framboðsins og Sjálfstæð-
isflokksins hafa gert með sér
samkomulag um meirihlutasam-
starf í Sveitarfélaginu Horna-
firði. Í yfirlýsingu frá framboð-
unum segir að meginmarkmið
nýrrar bæjarstjórnar verði að
viðhalda og efla grunnþjónustu
við íbúa.
„Aukið gegnsæi og íbúalýð-
ræði verður eitt af leiðarljósum í
starfi bæjarstjórnar. Leitast skal
við að hafa gott samstarf milli
allra bæjarfulltrúa óháð flokki og
tryggja að sjónarmið allra komi
að borðinu,“ segir í yfirlýsing-
unni. - fbj
Íbúalýðræði verður aukið:
Ný bæjarstjórn
í Hornafirði
MEIRIHLUTI MYNDAÐUR Fulltrúar
Þriðja framboðsins og Sjálfstæðisflokks-
ins mynda meirihluta í Hornafirði.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Ungur innbrotsþjófur
Tilkynnt var um innbrot og þjófnað
í söluturni í Breiðholti aðfaranótt
sunnudags og náðist 16 ára drengur á
hlaupum frá vettvangi. Hann var undir
áhrifum vímuefna og var vistaður í
fangageymslu. Foreldrum drengsins var
tilkynnt um handtöku hans.