Fréttablaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 16.06.2014, Blaðsíða 14
16. júní 2014 MÁNUDAGUR| SKOÐUN | 14 Það er hægt að deila um hvort alheimsvæðing sé jákvæð framför eða ekki en engu að síður er hún augljós staðreynd. Helsta afleiðing alheimsvæð- ingarinnar á samfélög er óhjákvæmileg blöndun kynþátta, trúarbragða og ólíkra menningarheima. Þetta er það sem almennt er kallað fjölmenning. Sumir eiga bágt með að samþykkja slíka blöndun og einblína á neikvæðar hliðar hennar. Þeir álíta sig ekki endi- lega fordómafulla; hafa ekkert á móti „þessu fólki“ eða ólíkum við- horfum og siðum – en eru oftar en ekki þeirrar skoðunar að það sem er öðruvísi eða ólíkt því sem þeir eiga að venjast eigi betur heima annarstaðar. Oft eru þessi viðhorf skilgreind sem fordómar. Ég leyfi mér að fullyrða að það er sjaldnast hrein illska sem liggur að baki slíkum fordómum. Ástæðan er miklu frekar skortur á skilningi, umburðarlyndi og þekk- ingu á því sem telst vera öðruvísi. Þar að auki er margt sem hefur áhrif á þessar skoðanir fólks og nægir þar að nefna einhæfar staðalmyndir ólíkra menningar- og trúarhópa sem birtast okkur í fjölmiðlum og vestrænni dægurmenningu – þ. á m. í kvikmyndum. Enginn efast um áhrifa- mátt kvikmyndanna. Hér á landi getum við nálg- ast afþreyingu í hæsta gæðaflokki en vert er að benda á að íslensk afþrey- ing er í aðra röndina hálf- gerð framlenging á vest- rænni dægurmenningu. Það mætti hæglega færa fyrir því rök að heimssýn- in sem birtist í þessu afþreying- arefni sé einhliða og endurspegli ekki þann menningarlega fjöl- breytileika sem þrífst hérlendis (eða bara hvar sem er). Upplýsandi reynsla Við sem störfum hjá Alþjóð- legri kvikmyndahátíð í Reykja- vík (RIFF) erum sannfærð um að upplifunin við að horfa á þær kvikmyndir sem sýndar eru á hátíðinni séu oftar en ekki upplýs- andi og áhrifamikil reynsla sem áhorfendur taki með sér út í lífið. Kvikmyndahátíðin RIFF hefur þá sérstöðu að sameina ólíka menn- ingarheima og býður gestum sínum inn í alþjóðlega veröld sem endurspeglar áhugaverðar sögur frá fjölbreytilegum og ólíkum samfélögum. Þannig viljum við meina að hátíðin stuðli á ákveðinn hátt að víðsýni og dragi jafnvel úr fordómum fyrir því sem kann að þykja öðruvísi. Í fjölmenningarsamfélagi eins og því sem er á Íslandi er nauðsyn- legt að rækta umburðarlyndi og skilning gagnvart samborgurum sínum. Það er ekki bara skynsam- legt og réttlátt heldur snýr einn- ig að grundvallarmannréttindum. Við hjá RIFF kvikmyndahátíð erum stolt af því að geta miðlað ólíkum menningarheimum, við- horfum og sögum til Íslendinga á alþjóðlegum vettvangi. Við von- umst því til að sjá sem flesta á RIFF-hátíðinni í september. Hvers vegna er RIFF mikilvæg fjölmenningarsamfélaginu? Flest ágreiningsmál vegna fasteignaviðskipta eru um um galla, bæði hvort fast- eign sé yfirhöfuð gölluð og hvort ágallinn sé þannig vaxinn að kaupandi eigi rétt á skaðabótum eða afslætti af kaupverði fasteignar- innar. Það er nefnilega ekki alltaf þannig að kaupandi eigi rétt á afslætti af kaup- verði fasteignar þó að ágalli sé á eigninni. En hvenær á kaupandi gallaðrar fasteignar rétt á afslætti eða skaðabótum? Í laga- legum skilningi er fasteign gölluð ef hún stenst almennt séð ekki þær kröfur um gæði, búnað og annað sem leiðir af lögum um fasteigna- kaup og kaupsamningi. Þá getur fasteign talist gölluð ef hún hentar ekki til þeirra afnota sem sambæri- legar eignir eru venjulega notaðar eða til þeirra sérstöku afnota fyrir kaupanda sem um var samið. Þrátt fyrir þetta telst notuð fast- eign ekki gölluð í hinum lagalega skilningi nema ágallinn rýri verð- mæti fasteignarinnar svo „nokkru varði“ eða seljandinn hafi sýnt af sér saknæma háttsemi. Sá sem kaupir notaða eign borgar minna en sá sem kaupir nýja eign og tekur þar með á sig áhættu af minniháttar ágöllum. Aldur og ástand skiptir máli En hvað þýðir að ágalli rýri verð- mæti fasteignar „svo nokkru varði“? Frá því að lögin um fast- eignakaup tóku gildi fyrir tæpum 12 árum hafa fallið nokkrir tugir dóma í Hæstarétti þar sem reynt hefur á þetta. Aldur og ástand fast- eignar skiptir máli við mat á því hvaða kröfur kaupandi getur gert til fasteignar. Kaupandi nýrrar fasteignar getur gert meiri kröfur en kaupandi gamallar fasteignar. Sá sem hefur keypt nýlega fasteign í góðu ástandi þarf ekki að sætta sig við ágalla á fasteign sem kaupandi 40 ára gamallar fasteignar þarf að sætta sig við. Af dómum Hæstaréttar má ráða að kaupandi nokk- urra áratuga gamallar fast- eignar eigi ekki kröfur á seljand- ann ef það kostar innan við 8-10 prósent af kaupverði fasteignar- innar að gera við ágallann. Ef kostn- aður við lagfæringar er hins vegar meiri þá getur kaupandinn átt rétt á afslætti af kaupverðinu eða skaða- bótum úr hendi seljandans. Þá hefur Hæstiréttur ítrekað tekið það fram í dómum sínum að sá sem kaupir nokkurra áratuga gamla fasteign megi gera ráð fyrir því að allt sé upprunalegt eins og t.d. lagnir, inn- réttingar og þak nema annað sé sér- staklega tekið fram við kaup fast- eignarinnar. Þrátt fyrir framangreint getur fasteign alltaf talist haldin galla (þótt minniháttar sé) ef seljandi hefur vanrækt að veita mikilvægar upplýsingar við sölu fasteignarinnar og það hefur haft áhrif á gerð eða efni kaupsamningsins. Vanræksl- an getur falist í því að veita rangar upplýsingar, eða þegja yfir upplýs- ingum um atriði sem seljandanum eru kunn og hann veit eða má vita að eðlilegt sé að upplýsa um. Að síðustu er rétt að nefna að kaupandi getur ekki borið fyrir sig galla á fasteign sem hann vissi um eða hefði átt að vita um. Þetta þýðir að kaupandi getur ekki borið fyrir sig galla sem hann sá eða mátti sjá við skoðun á fasteign og á þar af leiðandi ekki rétt á afslætti af kaup- verði eða skaðabótum vegna þess- ara galla. Hvenær telst notuð fasteign gölluð? Augu manna hafa verið að opnast fyrir því að í vind- inum gæti falist auðlind sem nýta má á hagkvæm- an hátt til raforkuvinnslu. Landsvirkjun hefur bent á að vindorka gæti orðið þriðja stoðin í raforku- framleiðslu landsmanna og tilraunir á Hafinu ofan Búrfells lofa góðu. Fyrir skemmstu skoð- aði ég vindorkugarð (eða vindlund, sbr. trjálund) í Þrænda- lögum í Noregi. Hitra (520 km²) er ein af stærri eyjum strandlengj- unnar og þar getur blásið hressi- lega. Íbúar Hitra eru um 4.200 talsins og starfa m.a. við laxeldi, sem er stórtækt á þessum slóðum. Eyjan er þekktur ferðamanna- staður og fjöldi Þjóðverja kemur á sumrin til handfæraveiða líkt og vinsælt er hér. Tæplega sex kíló- metra neðansjávargöng tengja síðan eyjuna við fastalandið og minna þau ískyggilega á okkar Hvalfjarðargöng. Fyrir 10 árum voru reistar á miðri eyjunni, þar sem hún er hæst, 24 vindmyllur með nefhjóli í 70 metra hæð. Aflgeta hverrar er 2,3 MW og vindgarðurinn er í um 300 metra hæð á klapparholtum ofan við gisið skóglendi. Raforku- framleiðslan hefur gengið það vel að nú verður stækkað, bætt við 20 möstrum og heildaraflgetan fer í 115 MW. Orkufyrirtækið SAE vind sem rekur vindgarð- inn er í 61% eigu Statkraft (hin norska Landsvirkj- un) og orkufélag á vegum sveitarfélaga í S-Noregi á afganginn. Hitra er einn elsti af 11 sambærilegum vindorkugörðum í rekstri við sjávarsíðuna, allt frá Suður-Noregi og norður í Finnmörku. Reynslan er það góð að fjölmargir nýir vindlundir eru í und- irbúningi. Fylkisstjórnin í Suður- Þrændalögum vinnur eftir eigin orkustefnu þar sem stefnt er að því að vindorkan verði nýtt á fáum, en stórum svæðum. Mest á lágum fjöllum í 300-400 metra hæð þar sem sýnileiki þeirra í umhverfinu þykir hvað minnstur. Stefnt er allt að 2 TWh í orkuvinnslu með vindi í fylkinu árið 2020 og ætla Norð- menn að vinnslan gæti orðið árlega 6-8 TWh í heild sinni. Til saman- burðar er heildarraforkuvinnsla á Íslandi 17-18 TWh á ári um þessar mundir Hár framleiðslukostnaður Fjárfesting við fjölgun vindraf- stöðva á Hitra ásamt tengingum við flutningsnetið er áætluð um 760 millj. NOK. Það samsvarar um 250 millj. ÍKR á hvert uppsett MW vindorku. SAE vind áætlar að framleiðslukostnaður sé um 10 til 11 ÍKR á kWh (0,53-0.58 NOK). Ég er nokkuð viss um að á íslenskan mælikvarða þykir það frekar hátt. En engar framkvæmdir eru án umhverfisáhrifa. Á Hitra hefur verið fylgst náið með fugladauða og þjálfaðir hundar látnir leita reglulega. Stofn rjúpu er sterkur, enda blasti við þróttmikið lyng- lendi hvar sem farið var um eyj- una. Starfsemin virðist ekki trufla rjúpuna, en hins vegar hafa í allt 5 hafernir fundist örendir í grennd við vindmyllurnar. Jarðvegsrask er lítið sé rétt staðið að málum og vindmyllur eru fjarlægðar eftir að þær hafa lokið hlutverki sínu. Nýt- ing vindorku er vistvæn í öllu til- liti og rétt eins og vatnsorka losar hún ekki gróðurhúsalofttegundir. Í annarri grein verður fjallað um möguleika á vindorku hér á landi. Bæði mikil tækifæri sem bíða okkar og þær takmarkanir sem fylgja breytilegum vindinum og samkeppnisforskoti vatnsorku og einnig jarðvarma. Mikil aukning vindorku í Noregi Nýverið birtist í dagblöð- unum auglýsing frá sveit- arfélaginu Hornafirði um að laus væru til umsókn- ar leyfi til nýtingar á landsvæði í Fjallsárlóni (NB: í Fjallsárlóni, ekki við Fjallsárlón). Fyrir þá sem ekki til þekkja er Fjallsárlón nokkru vestan við Jökul- lón á Breiðamerkursandi, en miklu minna umleikis. Nálægð skriðjökulsins og fegurð og friðsæld svæðisins gerir það eina af vel geymdum perlum í náttúru Íslands. Í samanburði við Breiðamerkurlón má segja að umferð við Fjallsárlón sé hverf- andi lítil þrátt fyrir gott aðgengi. Nú virðist sem fyrir- ætlanir séu uppi um að fækka perlum í náttúru íslands um eina með því að „túristavæða“ Fjalls- árlón. Koma fyrir þjón- ustuhúsi og salernisað- stöðu, og í framhaldi af því væntanlega að fara að gera út á lónið í einni eða annarri mynd. Sjálfsagt ekki hávaðalaust. Ef erlendum ferðamönn- um mun halda áfram að fjölga eins og undanfarið verð- ur eðlilega að fara að vinna að skipulagningu dreifingar þeirra um okkar tiltölulega litla land og brydda upp á nýrri afþreyingu sem jafnar fjölda þeirra á landinu bæði í tíma og í rúmi. En það getur varla verið nauðsynlegt að fórna hverju náttúruvéinu á fætur öðru til þess að það gangi upp. Mér er spurn: Má ekki þetta auga náttúrunnar, Fjallsárlón, fá að vera óraskað og njóta friðsæld- arinnar sem það hefur áskapað sér? Er þessum mönnum ekkert heilagt? Fjallsárlón Ertu alltaf með áhyggjur af því að öðrum líði vel, að þeir verði ekki reiðir eða fari í fýlu? Ertu meira í að láta drauma annarra ræt- ast en þína eigin? Heldurðu að þú verðir hamingjusöm ef þú hjálpar öðrum að hætta að drekka, reykja eða líða illa? Sumir eru snillingar í að geta sér til um þarfir fólks og leggja sig í líma við að uppfylla þær. Þeir álíta sig jafnvel ábyrga fyrir gjörð- um annarra og hegðun, þörfum þeirra og vali, vellíðan eða skorti á vellíðan. Ef hjálp þeirra er ekki metin verða þeir sárir og finnst aðrir vanþakklátir. Svo verða þeir líka sárir að enginn skuli gera það sama fyrir þá. Samt fyllast þeir hræðilegri sektarkennd ef einhver réttir þeim hjálparhönd. Þetta fólk segir já þótt það vilji frekar segja nei og fyllist svo pirr- ingi yfir að hafa allt of mikið að gera. Orðið nei er ekki til í orða- forðanum, nema helst til að neita sjálfum sér um eitthvað. Ef aðrir eru ekki nógu snöggir að sinna sínum verkefnum, gerir hinn með- virki það og fyllist gremju yfir að þurfa alltaf að gera allt. Vanvirkt heimili Meðvirkni er þegar okkur finnst við ekki eiga rétt á því að hafa grunnþarfir og langanir og að þarfir og langanir annarra skipta meira máli en okkar eigin. Flest- ir halda að meðvirkni sé bundin við óhóflega drykkju eða ofbeldi á heimili, en í raun teng- ist hún miklu frekar van- virkum aðstæðum í æsku. Heimili er vanvirkt ef ekki má sýna reiði og gremju, ef vonbrigði eru falin með Pollýönnuviðhorfi og kvíði og ótti bældir niður. Meðvirkir hugsa um allt sem þeir ættu að gera og það er langur listi því þeir eru svo dug- legir að taka að sér verk- efni og fullir ábyrgð- arkenndar. En listinn virkar svo yfirþyrmandi að þeir fyllast verkstoli og missa fram- kvæmdaþrekið. Þeir skammast sín fyrir letina og fyrir sjálfa sig. Þeir eru sannfærðir um að þeir séu ekki nógu góðir og eru sífellt að brjóta sjálfa sig niður með neikvæðum hugsunum. Svo fyrtast þeir við ef einhver dirfist að gagnrýna þá. Þeir fara í vörn eða reiðast og telja sig alltaf hafa á réttu að standa. Þeir eiga erf- itt með að taka hrósi en samt eru þeir vonsviknir yfir að fá aldrei viðurkenningu fyrir allt sem þeir gera fyrir aðra. Meðvirkni er í stuttu máli lágt sjálfsmat og getuleysi til að standa með sjálfum sér. Meðvirkni er því ekki sjúkdómur heldur lærð hegð- un, samskiptamunstur, hugsunar- háttur og viðhorf. Þegar fólk gerir sér grein fyrir meðvirkni er hægt að vinna bug á henni. Með því að vinna í gömlu tilfinningunum og hleypa þeim upp á yfirborðið má sleppa skelinni og leyfa okkur sjálfum að koma í ljós. Hver er aðal- persónan í lífi þínu? FASTEIGNIR Hildur Ýr Viðarsdóttir héraðsdómslög- maður og stundaken- nari við lagadeild HÍ ➜ Frá því að lögin um fasteignakaup tóku gildi fyrir tæpum 12 árum hafa fallið nokkrir tugir dóma í Hæstarétti. SAMFÉLAG Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur, rithöfundur og heilari SAMFÉLAG Ottó Tynes heimspekingur og markaðsstjóri RIFF ➜ Hér á landi getum við nálgast afþreyingu í hæsta gæðafl okki en vert er að benda á að íslensk afþreying er í aðra röndina hálfgerð framlenging á vestrænni dægurmenningu. VINDORKA Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur ➜ Á Hitra hefur verið fylgst náið með fugladauða og þjálfaðir hundar látnir leita reglulega. Stofn rjúpu er sterkur, enda blasti við þrótt- mikið lynglendi hvar sem farið var um eyjuna. NÁTTÚRUVERND Jón Baldur Þorbjörnsson leiðsögumaður og frkvstj. Isafold Travel ➜ Nú virðist sem fyrirætl- anir séu uppi um að fækka perlum í náttúru íslands um eina með því að „túrista- væða“ Fjallsárlón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.