Fréttablaðið - 16.06.2014, Qupperneq 20
KYNNING − AUGLÝSINGSkrifstofan MÁNUDAGUR 16. JÚNÍ 20142
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512-5429
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Pláss:
Með góðu skipulagi geta smæstu skúmaskot og kompur orðið að rúm-
góðu vinnuplássi. Fjárfestu í hillum, staflaðu upp, merktu snúrur, not-
aðu veggpláss og skipuleggðu rýmið með tilliti til vinnunnar sem á að
fara þar fram.
Pappírstætari:
Ef þú sýslar með viðkvæmar upplýsingar viðskiptavina er tætarinn
nauðsynlegt tól. Ekki mega finnast bankanúmer og kennitölur í heim-
ilistunnunni.
Stóll:
Langar setur við skrifborð gera engum gott. Ef vinnan krefst mikill-
ar setu er ráð að velja góðan stól sem hægt er að stilla á allan mögu-
legan máta.
Prentari:
Í okkar rafræna nútíma þarf merkilega oft að prenta eitthvað út. Lita-
prentari þyrfti að vera til á heimaskrifstofunni.
Tölva:
Nauðsynlegt er að komast á internetið, jafnvel þótt vinnan heima felist
ekki beinlínis í tölvuvinnu.
Pappírstætari, prentari og pláss
Fimm atriði sem nauðsynlegt þykir að séu fyrir hendi á heimaskrifstofunni, samkvæmt howstuffworks.com.
Skipuleggðu rýmið með tilliti til þeirrar vinnu sem á að fara þar fram. Kannski á pappírs-
tætarinn ekki alltaf við. NORDIC PHOTOS/GETTY
Varast skal að henda gögnum sem innihalda viðkvæmar upplýsingar í
heimilistunnuna. Pappírstætari er málið.
Góður stóll er eitt af því sem nauðsynlegt
þykir á heimaskrifstofuna. Garðstóll er því
kannski ekki hentugur, þó hann fari vel
við. NORIDC PHOTOS/GETTY
Smæstu kompur geta orðið að góðu vinnurými ef hverjum
hlut er fundinn staður. NORDIC PHOTOS/GETTY
Með góðu skipulagi má koma sér upp góðri heimaskrifstofu.
Hjúkrunarfræðingurinn Elva Björk Ragnarsdóttir heldur úti heimilisblogginu Verkefni vikunnar. Hún er í
meira lagi handlagin og gerir meðal annars upp gömul húsgögn, föndrar, prjónar, saumar, breytir og bætir.
Afraksturinn fer inn á síðuna vikulega.
Nýjasta innleggið er heimagert pennastatíf sem hún segir taka nákvæmlega 16 mínútur og 40 sekúndur að
gera ef allur efniviðurinn er fyrir hendi. Það sem þarf er límbyssa, áldós, trélitir/blýantar og málningarsprey.
Byrjað er á að líma litina utan um dósina með límbyssunni. Næst er statífið spreyjað. Gripurinn er svo látinn
þorna og fylltur af pennum og blýöntum.
Sjá nánar á http://verkefnivikunnar.blogspot.com/
Heimagert pennastatíf
*P
re
nt
m
ið
la
kö
nn
un
C
ap
ac
en
t o
kt
ób
er
–d
es
em
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rs
væ
ði
2
5-
54
á
ra
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot
á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum
25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar
þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex
daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu.
Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða
þjónustu beint inn á heimilin.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU