Fréttablaðið - 16.06.2014, Síða 54
16. júní 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 30
Hafðu samband og láttu sérfræðinga
okkar aðstoða þig við að finna réttu
lausnina.
Hrund Pétursdóttir, landslags-Halla
kt FILA, hjálpar þér við að arkite
eggja garðinn þinn.skipul
Hringhellu 2
221 Hafnarfjörður
Hrísmýri 8
800 Selfoss
Malarhöfða 10
110 Reykjavík
Berghólabraut 9
230 Reykjanesbær
Sími 4 400 400
www.steypustodin.is
Steypustöðin býður upp á mikið úrval af
fallegum hellum og mynstursteypu fyrir
heimili, garða, göngustíga og bílaplön.
Skoðaðu úrvalið á www.steypustodin.is
20
YFIR
TEGUNDIR AF HELLUM
1nce again með Tribe Called Quest
gerir góðan dag betri, sérstaklega
mánudaga.
Arnmundur Ernst Backman, leikari
MÁNUDAGSLAGIÐ
„Það er alltaf gaman að fá
góða dóma, sama hversu
hógvær maður er,“ segir Ill-
ugi Jökulsson en bók hans
og Björns Þórs Sigbjörns-
sonar um stjörnurnar á HM
í knattspyrnu hefur fengið
frábæra dóma í erlendum
miðlum líkt og hjá New
York Times og á Amazon.
Illugi hefur skrifað talsverð-
an fjölda bóka í þeim tilgangi að
fræða ungmenni um knattspyrnu,
en nú hafa átta slíkar
bækur einnig komið út
í Bandaríkjunum. „Þær
bækur sem komið hafa út í
Bandaríkjunum eru meðal
annars um þá einstaklinga
sem við teljum verða helstu
stjörnur á mótinu og einn-
ig um bandaríska landslið-
ið,“ bætir Illugi við. Okkar
manns á HM, Arons Jóhannssonar
sem spilar fyrir hönd Bandaríkj-
anna á HM, er getið í bókum Illuga.
Bækurnar, sem komu fyrst út
á Íslandi fyrir um tveimur árum,
hafa ekki einungis komið út vest-
an hafs því þær hafa einnig komið
út í Svíþjóð og eru væntanlegar til
útgáfu víðar í Evrópu.
Illugi hefur ekki alltaf haft mik-
inn áhuga á knattspyrnu. „Ég var lít-
ill fótboltaáhugamaður framan af en
áhuginn hefur færst í aukana með
árunum. Ég er hins vegar afleitur
knattspyrnumaður sjálfur,“ segir
Illugi léttur í bragði. - glp
Illugi breiðir út fótboltaáhugann
Illugi Jökulsson hefur skrifað fj ölda bóka um knattspyrnu, nú hafa átta slíkar bækur
komið út í Bandaríkjunum og hafa þær fengið frábæra dóma í erlendum miðlum.
„Þessi vefsíða hefur það fyrst og
fremst að markmiði að fjalla um
líf og störf þess fólks sem komið
er yfir miðjan aldur,“ segir Erna
Indriðadóttir, ritstjóri og stofn-
andi vefsíðunnar Lifðu núna, sem
var opnuð á fimmtudag.
„Fólki í þessum hópi fjölgar
stöðugt og ef miðað er við fólk
55 og eldra telur hópurinn um
78 þúsund manns. Bara á næstu
fimmtán árum á eftir að fjölga
í honum um 35 þúsund manns.
Þetta æviskeið er frábrugð-
ið því sem lífið er þegar maður
er um þrítugt og jafnvel fer-
tugt. Mér fannst ekki óskaplega
mikið fjallað um líf og störf fólks
sem komið er yfir miðjan aldur
og mig langaði að taka þátt í að
efla þessa umræðu. Ég er full-
viss um að fjölgun í eldri aldurs-
hópum í samfélaginu mun leiða
af sér gríðarlegar breytingar og
við verðum að vera meðvituð um
það,“ bætir Erna við.
Á vefsíðunni er að finna blöndu
af fróðleik, fréttum og afþreyingu
og segir Erna síðuna vera eins
konar tímarit á vefnum þar sem
hún tekur fyrir mál sem hún telur
að séu athyglisverð og að þessi
hópur hafi sérstakan áhuga á.
Hún tileinkar móður sinni,
Kristínu Guðnadóttur, síðuna.
„Móðir mín hefur verið mín
helsta fyrirmynd og hvatning
í lífinu. Hún er í dag komin á
níræðisaldur og hleypur út um
allan bæ, lærir ensku, fer í leik-
hús, syndir og er alveg klingj-
andi klár í kollinum. Hún er
minn helsti ráðgjafi í lífinu og
mér fannst tilvalið að tileinka
henni þessa síðu,“ segir Erna.
Hún hefur fengið góð viðbrögð
við síðunni.
„Það er mjög margt sem brenn-
ur á þessum hópi og ég verð vör
við að fólki finnst einmitt hafa
vantað umfjöllun um þessi mál.“
- lkg
Tileinkar móður sinni
nýju síðuna
Erna Indriðadóttir opnaði síðuna Lifðu núna sem
fj allar um líf fólks sem komið er yfi r miðjan aldur. Hún
tileinkar móður sinni, Kristínu Guðnadóttur, síðuna.
GÓÐ VIÐBRÖGÐ Erna segir að margt
brenni á fólki sem komið er yfir miðjan
aldur.
HETJAN OKKAR Aron Jóhansson sem
spilar fyrir bandaríska landsliðið kemur
fyrir í bókum Illuga.
Móðir mín hefur
verið mín helsta fyrirmynd
og hvatning í lífinu. Hún er
í dag komin á níræðisaldur
og hleypur út um allan bæ,
lærir ensku, fer í leikhús,
syndir og er alveg klingj-
andi klár í kollinum.
„Þetta er náttúrulega bara spenn-
andi. Hann er einn af mínum
helstu áhrifavöldum og það er frá-
bært að fá að rugla saman reytum
við áhrifavalda sína,“ segir tón-
listarmaðurinn Þorvaldur Bjarni
Þorvaldsson, en Steve Hackett,
gítarleikari hljómsveitarinnar
Genesis, kemur fram á tónleikum
með Todmobile í vetur.
Um er að ræða tónleika þar sem
Todmobile, ásamt strengjasveit,
blásurum og kór í samstarfi við
ýmsa þekkta listamenn frá öðrum
löndum, setur ný og gömul verk í
nýjan búning. „Við köllum þetta
Rockhestruna Todmobile. Eftir
ævintýrið með Jon Anderson höfum
við fundið að með því að sýna lista-
mönnum sem við höfum áhuga á að
vinna með upptökur af okkur og Jon
Anderson í Eldborg hafa menn veru-
legan áhuga á að fá svona „rock-
hestral treatment“ hér á Fróni.
Nú leikum við svipaðan leik með
Genesis-kempunni Steve Hackett og
flytjum verk Genesis með honum,
lög eins og Firth of Fifth, Supper´s
ready, Dance on Volcano og Land
of Confusion, The Lamb lies down
on Broadway o.fl. hann mun einn-
ig leika með okkur stóru Todmo-
bile-númerin,“ útskýrir Þorvaldur
Bjarni. „Við gerum lögin okkar með
því að útsetja þau upp á nýtt fyrir
Rockhestruna. Ég verð þó trúr
gömlu plötunum svo gamlir aðdá-
endur verði ekki fyrir vonbrigðum.“
Kom ekki til tals að fá Phil Coll-
ins eða Peter Gabriel í þetta sam-
starf? „Það kom til greina að fá Phil
Collins og Peter Gabriel en Hacektt
er eini maðurinn sem heldur uppi
Genesis-heiðrinum í dag. Phil Coll-
ins er eiginlega alveg hættur að
koma fram út af veikindum og Peter
Gabriel er að túra sjálfur. Hackett
er hins vegar úti um allt að spila
Genesis-efnið og verður nýbúinn
að klára túr þegar hann kemur til
Íslands, þannig að hann verður í
fantaformi.“
Tónleikarnir eru þó ekki eina
samstarf Hacektts og Todmobile
vegna þess að Hackett mun spila
inn á væntanlega plötu Todmobile
og semja texta. „Hann mun einnig
semja lag með okkur fyrir plötuna.
Þá erum við með tvær hetjur úr
rokksögunni með okkur á plötunni,
því Jon Anderson er líka með okkur
á plötunni en hún kemur út í haust.“
Tónleikarnir fara fram þann 16.
janúar í Eldborgarsalnum í Hörpu.
gunnarleo@frettabladid.is
Todmobile og Genesis
rugla saman reytum
Gítarleikari hinar goðsagnakenndu hljómsveitar Genesis kemur fram á tónleik-
um með Todmobile í vetur. Hann semur einnig tónlist á nýja plötu Todmobile.
TIL Í TUSKIÐ Hljómsveitin Todmobile kemur fram ásamt gítarleikara Genesis, Steve
Hackett, í Eldborgarsal Hörpu í vetur. MYND/INGÓLFUR BJARNMUNDSSON
ILLUGI
JÖKULSSON
Hljómsveitin Genesis var stofnuð árið 1967 í Bretlandi og hefur gefið út
fimmtán hljóðversplötur. Sveitin hefur selt um 130 milljónir platna á heims-
vísu, sem gerir hana að einni söluhæstu sveit sögunnar.
Hljómborðsleikarinn Tony Banks, gítar- og bassaleikarinn Mike Rutherford og
Phil Collins eru stofnendur sveitarinnar. Söngvarinn og flautuleikarinn Peter
Gabriel, gítarleikararnir Steve Hackett og Anthony Phillips komu svo inn í
sveitina og eiga allir sinn þátt í velgengninni.
Genesis er margverðlaunuð og var tekin inn í frægðarhöll rokksins árið 2010.
Goðsagnakennda sveitin Genesis